Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 49
í veizlum, þar sem margt er um manninn og gcstirnir taka sér sjálfir af borðinu, er gott að Ieggja málm- pappír undir dúkinn, svo að vætan liggi ekki á borðinu, ef eitthvað demb- ist niður. Húsmóðirin gctur ekki alltaf sjálf vcrið til taks að þurrka slíkt upp. í rigningu er gott að hafa nokkrar andlitsþurrkur í töskunni, til þcss að þurrka slettur af sokkum og skóm. Endinn á stilkum afskorinna blóma má ekki nema við botn eða liliðar vasans, því að það getur komið í veg' fyrir að þau dragi til sín nóg vatn. Skál með ediksvatni eða sundur- skorinn laukur dregur úr málningar- lykt í nýmáluðu herbergi. hneppa hnöppunum, svo að hún skekkist ekki, og þurrka svo í her- bergishita og alis ekki við miðstöðvar- ofninn. Það er sama um pelsinn að segja, nema í enn ríkara mæli, því að hann beinlínis eyðileggst sé hann þurrkaður við of mikinn hita. Skórn- ir verða oft verst úti, en það á að fara strax úr þeim og fylla þá með dagblaðapappír, sem hefur verið kuðl- að saman. Skóblokkir geta víkkað þá of mikið út, en pappírinn lætur hæfi- lega undan. Erfitt er að ná burtu salt- röndum af skóm sem hafa blotnað, en reynandi er að væta hreinan klút með vatni og nudda saltröndina og töluvert út fyrir hana þar til skinnið er vel rakt. Þá á að nudda með ein- hverju hörðu, t.d. skafti á borðhnif, töluvert upp og niður fyrir röndina og reyna þannig að jafna saltinu yfir stærri flöt og gera blettinn þannig ósýnilegan. Þegar skórnir eru þurrir, er svo borinn skóáburður á þá. Hafi Tweed-kióll ó skrifstofuna eða í búðina. Hálsmálið nær næstum nið- ur í mitti að framan, en slík djúp V-hálsmál hafa náð miklum vin- sældum. Hér er þó brjóst í kjóln- um, sem nær upp í háls, svo að allrar siðsemi sé gætt á vinnustað. Kjóll úr smáröndóttu ullarefni, hnepptur að framan á skemmtileg- an og sérkennilegan hátt. Hvítur kragi og uppslög með örmjóu bandi úr efni kjólsins hnýtt yfir miðju uppslags og kraga. Þannig mætti skreyta gamlan kjól og gera sem nýjan. Prjónuð Channel-dragt úr yrjóttu garni, en brydding með köntum og framan á ermum og vasalok- um í sama lit og dekkstu yrjurnar. Hneppslur í sama lit og brydding- arnar. Þetta er ákaflega skemmti- leg flík, hvort sem er í skóla eða á vinnustað. , Þá eru það skórnir. Mjóu hælarnir eru á hröðu undanhaldi, öllum gólf- eigendum til óblandinnar ánægju, en margri stúlkunni áhyagjuefni, því að mjóu hælarnir voru óneitan- lega klæðilegri fyrir fótinn. Táin er líka að verða breið fyrir. Nýstár- legastir eru þó efstu hælarnir, en þeir koma, eins og sjá má, næstum í beinni línu niður af hælkappan- ur. Þannig hælar og tær á skóm eiga ekki eingöngu við fatnað eins og sýndur er hér á síðunni, heldur eru fínni skór líka með þessu lagi. komiS ljósir blettir á skóna, má lita í þá með litblýanti í sama lit og skórn- ir og bera svo skóáburð yfir, svo að liturinn tolli. Hafi skinn rifnað og flagnað á skóhælum, má líma það fast og slétta vel úr því, svo að það nái yfir flötinn, sem það áður þakti. Taskan Töskur þarf að tæma öðru hverju og bursta að innan. Plasttöskur eru þvegnar að utan með mildri sápu og skolaðar úr volgu vatni. Töskui- úr kálfsskinni má bera litlausan skó- áburð á, en rúskinnstöskur á að brrsta með hrágúmmíbursta. Séu þær glans- andi af sliti, má fara lauslega yfir þær með smágerðasta sandpappír, sem fæst. Það má reyna að ná fitublett- um af þeim með tusku vættri í koltetraklorid. + VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.