Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 50
BOLLUR inguna, en þá eru samskeytin látin snúa niður. Bakað við ca 200 gráðu hita í 15—20 mín. Meðan bollurn- ar eru heitar og borið á þær volgt sykurvatn og flórsykri stráð yfir. Lokið skorið af og bollurnar fyllt- ar með kremi eða rjóma og sultu. Sunpesh Aðrar bollur 2 matsk. sykur, 2 dl. mjólk, 50 gr. pressuger, 500 gr. hveiti, 60 gr. smjörl., 2 egg, 50 gr. rúsínur, 50 gr. súkkat, '/2 tsk. kardimommur. Sykurinn, ylvolg mjólkin og ger- ið hrært vel. 50 gr. af hveitinu sett saman við og hálfbrætt smjör- líkið, og allt þeytt vel saman. Egg- in sett í, en svolítið af þeim geymt til að pensla bollurnar með. Af- ganginum af hveitinu síðan bætt í, ásamt rúsínunum og súkkatinu, og deigið látið standa í 10 mín. Síð- an er það hnoðað vel, gerð úr því pylsa, sem skorin er í 24 stk. Boll- ur gerðar úr stykkjunum, sem sett- ar eru á smurða plötu og látnar standa og lyfta sér í 10 mínútur. Penslað með eggi og bakað í 10 mín. við 200 gráðu hita. Kaffibollur meS fyftidufti 375 gr. hveiti, 150 gr. smjörl., 150 gr. sykur, rifinn börkur af einni sítrónu eða 1 tsk. sítrónudr., 3 egg, 1 tsk. hjartarsalt. Smjörið mulið saman við hveitið og hjartarsaltið. Eggin hrærð með sykrinum, börkurinn rifinn og öllu blandað saman og hnoðað vel. Gerðar bollur sem smurðar eru með eggi og sykri og söxuðum möndl- um stráð yfir. Bakað í 20 mín. BoUudagurinn er á mánudaginn og þá er um að gera að liafa nóg af bollum. Það má þó ekki byrja að baka þær of fljótt, því að séu þær meira en dags gamlar, er satt að segja mesti glansinn farinn af þeim. Bolludagsbollur 2 tsk. sykur, 2V2 dl. mjólk, 50 gr. pressuger, 500 gr. hveiti, 50 gr. smjörlíki. Þar að auki 125 gr, smjörlíki og e.t.v. 50 gr. rúsínur og 50 gr. smásaxað súkkat. Sykurinn og ylvolg mjólkin sett saman við gerið og þeytt vel sam- an. Smjörlíkið brætt og sett í með hveitinu. Hnoðað og flatt út, en 125 gr. af smjörlíkinu smurt á % af deigfletinum og deigið brotið sam- an um það og síðan flatt út aftur — þrisvar sinnum með nokkru milli- bili. Eigi þetta ekki að vera rjóma- bollur, á að setja rúsínurnar og súkkatið á skorin, útflött smástykk- in, sem brotin eru saman um fyll- Snjóbollur 50 gr. smjörlíki, 75 gr. hveiti, 2 dl. sjóðandi vatn, 2 egg, hjartar- salt framan á hnífsoddi, 1 desert- skeið sykur, börkur af 1 appelsínu. Smjör og hveiti bakað upp sam- an og sjóðandi vatninu bætt í. Deig- ið á ekki að tolla við skeið, sem stungið er niður í það, þegar búið er að baka það upp. í það er hrært tveim eggjum, sem þeytt hafa ver- ið saman og hjartarsaltinu. Sykrin- um bætt ( og rifnum appelsínuberk- inum. Bollurnar settar með skeið í heita olíu eða ókryddaða svína- feiti. Þessi skammtur gerir ca. 15 bollur. Flórsykri stráð yfir bollurn- ar meðan þær eru heitar. APPELSÍN SÍTRÓN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili gQ VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.