Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 24
AÐSPILA FRA HJARIANU-ME TEXTI: ÖLflFUR STEPHENSEN - MVNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON „Ég hef beðið eftir því að Louis kæmi til Islands i nákvæmlega þrjátiu ár,“ sagði Jón Múli við mig um daginn. „Þess vegna fannst mér ekki tímabært fyrir mig að vera með nokkurt nöldur við afgreiðslumann Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli, þegar hann tilkynnti að ílugvélin, sem Armstrong kæmi með, væri á eftir áætlun. Klukkan var öðru hvoru meg- in við hálf átta um sunnudagsmorgun, og bið- salurinn var hálfsetinn af syfjuðum frétta- mönnum. Blaðamaður Tímans las Morgunblað- ið; fréttamaður Þjóðviljans las Alþýðublaðið; einhver maður sem ég hafði ekki séð áður las Alþýðublaðið; blaðamaður Morgunblaðsins las ekki neitt. Eftir heillanga stund kom Sigurður Magnússon, fulltrúi, með bros á vör. Hann bauð alla velkomna, og tilkynnti að nú þyrftum við ekki að bíða mikið lengur, langferðabíllinn kæmi eftir nokkrar minútur. Á meðan við biðum eftir bílnum, kom Ólafur Erlendsson inn í salinn. Ólafur er einn af fram- ámönnum Víkings. Ólafur stendur fyrir komu Armstrongs til íslands. Ólafur er líka búinn að bíða eftir komu Louis í mörg ár. Ólafur er einn af hinum fjölmörgu aðdáendum gamla mannsins. Ég notaði tækifærið og gaf mig á tal við Ólaf. „Ertu ekki spenntur á taugum?.... Hvernig finnst þér að standa í hljómleikahaldi og þannig löguðu svona í fyrsta skipti, — og það með Louis Armstrong og félögum?" „1 fyrsta skipti," sagði Ólafur og brosti að ákafanum í mér. „Ég er hræddur um að þetta sé ekki í fyrsta skipti. Manst Þú eftir Buddy Featherstonehaugh hljómsveitinni, sem kom til Islands fyrir mörgum árurn?" Ég var hræddur um það. Það var fyrsta jazz- hljómsveitin, sem kom erlendis frá til tónleika- halds á Islandi. I hljómsveitinni var t. d. Steve Race, píanóleikari, sem nú er Þekktur tónlistar- gagnrýnandi og útvarpsmaður í London. „Alveg rétt,“ sagði Ólafur, „þetta voru al- veg fyrsta flokks rnenn." Ég stóð fyrir því að þeir kæmu hingað." Ekki varð nú samtal okkar Ólafs lengra að sinni, þvi að nú var bíllinn kominn, og innan fárra mínútna var hópurinn lagður af stað til Keflavíkurflugvallar til móts við Louis. Eftir að við höfðum snætt morgunverð á flugvallarhótelinu í boði Sigurðar Magnússon- <Zy „Jazzleikari og búktalari“. ar, og síðan beðið drykklanga stund, sem virt- ist vera heil eilífð, lenti rennileg Rolls Royce flugvél Loftleiða á vellinum og renndi upp að hótelinu. Viðstaddir þyrptust út að vélinni og biðu eftir að meistarinn léti sjá sig. Fyrir utan boðsgestina frá Reykjavík virtust ekki margir vera viðstaddir til að taka á móti Louis, og bjóða hann velkominn til Islands. Stór hópur danskra sjóliða sat inni í veitinga- stofunni og át flesk og egg. Þeir voru ekki að taka á móti Louis. Þeir voru á leið til Græn- lands. Nokkrar stúlkur, á óútreiknanlegum aldri, stóðu í einu horni móttökusalarins. I fyrsta skipti sem Louis Armstrong kom til Italíu ætlaði allt um koll að keyra á flugvell- inum. Flugstöðin var yfirfull af aðdáendum gamla mannsins, lítil Dixieland hljómsveit lék „When the Saints...." af öllum kröftum, og lögreglan átti fullt í fangi með að hafa hemil á mannskapnum. 1 hvert skipti sem Louis kemur til Bretlands, er stór hópur aðdáenda mættur á flugvellinum til að fagna honum, — og alltaf birtist Dixie- landhljómsveit til að spila honum til heiðurs. E'n Bretar eru nú ekki eins og Islendingar, og Italir eru Italir. Nú var stundin komin. Konungur jazzins var kominn í heimsókn til Islands í fyrsta sinn. Flugvallarstarfsmenn ýttu stórum landgöngu- stiga upp að vélinni. Á stiganum stóð „U.S. Naval Station, Keflavík," letrað stórum stöfum. Allir biðu með öndina í hálsinum. Louis var að koma. „Augnablik" heyrðist hrópað utan af velli. „Viljiði biða augnablik." Landgöngustig- inn var rifinn frá vélinni. „Augnablik" hróp- aði maðurinn aftur. Eftir þó nokkur augna- blik var komið með annan stiga. „Þessi tekur sig betur út á mynd,“ sagði einhver. Á þessum stiga stóð lika stórum stöfum „Loftleiðir — Icelandic Airlines". Þá var stundin loksins komin, — á nýjan leik. Konungur jazzins var kominn í heimsókn til Islands í fyrsta sinn. Flugvallarstarfsmenn ýttu stórum landgöngustiga upp að vélinni. Á stiganum stóð nú „Loftleiðir — Icelandic Airlines", eins og vera bar. Allir biðu með önd- ina i hálsinum. Louis var að koma. Stór bens- ínbíll flautaði einhversstaðar langt úti á flug- velli, að öðru leyti var ekki neina músik að heyra. Dyrnar á vélinni opnuðust, og út kom feit- laginn maður. Hann var í gráum snjáðum frakka, með svarta alpahúfu, og sígarettu- munnstykki. „Ég hélt að hann væri svartur," sagði danskur sjóliði, sem stóð rétt fyrir aft- an mig. „Ekki nokkur snjór, ekki einu sinni rigning," sagði maðurinn með alpahúfuna, og leit í kringum sig, þegar hann var kominn niður landganginn. Þetta var „Frenchie" Tellerie, framkvæmdastjóri Armstrong hljómsveitarinn- ar. Á hæla hans kom Dr. Schifft, líflæknir kon- ungsins. Svo birtist Louis sjálfur. Hann brosti hinu fræga brosi sínu í allar áttir, tók á móti blómum, tók í hönd Jóns Múla Árnasonar, stillti sér upp við hlið nokkurra flugfreyja, og brosti fyrir Ijósmyndarana. Á meðan viðstaddir tróðust hver um annan þveran í kringum Armstrong, komu félagar hans hver af öðrum niður landganginn. Þarna var klarinettleikarinn Eddie Shu, básúnuleik- arinn Russel Moore, trommarinn Danny Barce- lona, píanóleikarinn Billy Kyle, bassaleikarinn Jack Lesberg, söngkonan Jewel Brown, einka- ritarinn Doc Pieu, og sviðsstjórinn Bob Sher- man. Maðurinn með alpahúfuna hélt áfram að tala um veðrið á leiðinni upp að flugstöðinni. „Ég var búinn að segja strákunum að það yrði milt veður á íslandi. Þeir trúa bara aldrei því sem ég segi. Það er svona að vera framkvæmda- stjóri. Það trúir ekki nokkur maður því sem maður segir." Mr. Tellerie virtist vera í góðu skapi. „Ég vissi nú líka hvað ég var að tala um,“ hélt hann áfram. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég kem til Islands." „Áður?“ spurði ég hissa. „Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Louis og hljómsveit koma til Islands?" „Jú, það er rétt,“ sagði Tellerie og tróð filter- sígarettu í munnstykkið. „Maður er alltaf að berjast á móti krabbameininu," sagði karlinn, þegar hann sá furðusvipinn á mér. Hann hélt auðsjáanlega að ég væri hissa á filternum í munnstykkinu. „Louis hefur ekki komið hér áður," hélt hann áfram, „en ég kom hérna nokkrum sinnum fyrir fjölda mörgum árum. Ég var til sjós sem strákur. Kom á flutninga- skipi." Enn beið ég eftir færi á Louis Armstrong. Hann var alltaf umkringdur af fólki, svo að BIG CHIEF. <3^ „Prentaðu þa.ð með „feitu“ letri.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.