Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 34
ÞAÐ ER SAMA HVERT FLUORESCENT- RÖR NOTAÐ ER - OSRAM STARTARAR HENTA ALLTAF Heildsölubirgðir: Jóhann Olafsson & Co Hverfisgötu 18. — Reykjavík — Símar: 11630 og 11632. OSRAM VEGNA GÆÐANNA en nagaði ullina. Og allt annað var eftir þessu. Þriðja dag páska um vorið kom hastarlegt áhlaup, sem stóð í nokkra daga, og var þá svo að sorfið, að refir komu heim á bæina og réðust að fénu hvar sem var, hvort heldur reynt var að verja það eða ekki. Þeir réð- ust meira að segja inn í bæina. Þetta vor voru þeir teknir með höndum einum saman og í boga; sumir fundust líka dauðir og freðnir með dreginn kvið, og má nærri geta, hvort frá sér hungrað flökku- fólkið hefur ekki reynt að rífa þá í sig eins og önnur hræ. Eftir þetta var lengi refalaust land að kalla. 1698. HVAÐ veðurfar snerti var þetta ágætur vetur, en eftirverkan- ir óáranna voru sem óðast að koma fram, svo enn hrukku margir fá- tæklingar upp af standinum af skorti, en þjófnaður var yfirgengi- legur; hirzlur brotnar og hús og alls staðar rænt og stolið, hvernig sem menn reyndu að passa sitt. Þetta varð til þess, að enn flosnuðu fleiri upp, jafnvel af bjarglegustu stöðunum.Þannig voru á einum degi fluttir í land 60 bjargþrota menn úr Flatey og Bjarneyjum. Ekki gekk á öðru en handtöku fóiksins, sem nú var orðið að þjófum sam- kvæmt reglunum um eignarrétt og friðhelgi, karlar, konur, börn, full- orðið; allt hýtt, fingurhöggvið eða markað, sumt jafnvel hengt. En ekki linnti þjófnaði. Maturinn kem- ur á undan öliu öðru. Eftir þessum vetri kom gott sum- ar, en hinn síðasta vetur aldarinn- ar gerði enn á ný hörkur með frost- um, snjóum og jarðbönnum, og hófst vonzkan nyrðra í lok septem- ber. Þá stokkfraus allur Hvalfjörð- ur, og af Akranesi sá hvergi auð- an sjó, heldur var fiskurinn dreg- inn upp um vakir. Þá var riðið úr Garði beint af augum yfir á Vatns- leysuströnd, en helfreðnir fuglar lágu í görðum við strendurnar. Um jólin urðu 20 menn úti. Skógar sliguðust af snjóþunga og kól svo, að þeir fúnuðu og féllu, og varð sá endir á skógum I mörgum sveit- um. í janúar féll snjóflóð á Reyni- velli í Kjós og fórst þar prestur- inn ásamt fimm öðrum. A tveim öðrum bæjum þar nær fórst nautpeningur af snjóhlaupum. Menn kól tii skaða víða um land, og gæftaleysi var slíkt vegna hafísa og annars, að í einum stað, undir Jökli, drápust 70 manns úr sulti. Hvítá I Borgarfirði var á ísi upp að Stórási, en af Skorradalsvatni leysti ekki fyrr en í maílok. ( marz fórust í byl á Síðu 40 hestar og 100 fjár frá einum bæ. Um sumarið var sæmileg heynýting, en jafnvel þá hefur tekið af gamanið, því einhverntíma þá laust eldingu nið- ur í fjárhús í Ossabæ (Vorsabæ?) og drap 14 sauði. Fjöldi förufólks varð úti, þrátt fyrir mikla bjargar- viðleitni, ef dæma skal eftir þeim fjölda þjófa sem var refsað. VIÐ SKULUM enda þessa grein á frásögn úr Mælifellsannáli frá þessu ári. Svo bar til á bæ einum fyrir sunnan land, að ferðamaður kom um kvöld og fékk að liggja af nóttina í útiskemmu, þar sem var eitt og annað matarkyns. En um nóttina vaknaði hann við það, að þekjan yfir honum var rofin og niður seig maður í kaðli. Ferða- maðurinn greip í fáti til broddstafs síns og lagði til þess, sem niður seig. Þegar hinn síðari kenndi lags- ins, hrópaði hann upp og bað að draga sig upp aftur, sem og var gert. Ferðamaðurinn bjóst svo um undir rofinni þekjunni með brodd- stafinn, og hugðist taka mannlega á móti, ef fleiri kæmu ofan um gatið. Sat hann svo af til morguns, en ekki sigu fleiri. Þegar bjart var orðið, fór hann að gá til manna- ferða, og rakti blóðferil af skemm- unni út að túngarði, en þar lá mannshræ með iðrin úti. Svo rösk- lega hefur verið til lagt með brodd- stafnum. En sá, sú, þeir, þær eða þau, sem með hinum látna hafa verið við innbrotstilraunina, hafa að líkindum ekki þorað að leita hins særða hjálpar, því refsing við þjófnaði og húsbroti var þung, og þá sem nú var hver sjálfum sér næstur. VÍÐ HÖFUM nú lokið af 17. öld. Þau eru ekki fjöldamörg, árin sem góð eða miðlungar mega teljast. Hin eru fleiri, sem illa sögu röktu. En þetta er ekkert einsdæmi. ( næstu grein, sem jafnframt verður sú síðasta í þessum flokki, fikrum við okkur gegnum tvær næstu ald- ir, og þar er sagan litlu fegri — en ef til vill nokkru ítarlegri. ÞA SEGJUM við frá konunni, sem króknaði og hryssunni, sem lifði, frá sumrinu þegar tún urðu ekki slegin fyrir snjóum, rifjum upp þeg- ar Seltjarnarnes varð eyja og ýmis- legt fleira. Kysstu mig samt Framhald af bfls. 21. við þetta, hrökk út úr Díönu. Hann brosti stríðnisiega og varð ekkert móðgaður. — Bíddu bara þangað til þú sérð hana aflur, sagði liann. Hún er svo sannarlega ekkert blávatn, Di. Já, hún hlýtur að hafa dafn- að vei. Díana stóð upp og geispaði. —- Ég er dauðþreytt. Góða nótt Perry, þakka þér fyrir drykkinn. íbúðin liennar var á efstu hæð, lilil stofa, svefnherhergi og bað. Hún nennti ekki að kveikja eða draga fyrir gluggatjöldin fyrir, háttaði og liengdi vand- lega upp fötin sin, eins og hún var vön. Perry ástfanginn, — það var næsta ótrúlegt. Og þó var það ekki svo ótrúlegt þegar maður hugsaði nánar um það. Aftur fór hún að hugsa um kossana hans og fann að hún hitnaði í kinnunum. Hann var afskap- lega ósnyrtilegur, hálf druslu- legur og kærulaus, nema í öllu sem við kom starfinu sem blaða- maður við dagblaðiö. En hann var bæði laglegur og karlmann- legur og sérstaklega aðlaðandi. Hún fór í náttkjólinn, settist út við gluggann og horfði út í tunglsbjartan garðinn. Nickie Milbank! Díana mundi eftir henni frá skólaskemmtun, sem liún hafði verið á í skól- anum, löngu eftir að hún sjálf var útskrifuð. Nickie var há- fætt telpukorn, ekkert sérlega lagleg, siðprúð að sjá, með svart hár og stór dökk augu. Þá hafði hún verið þrettán ára. Þegar Díana kom á fætur morguninn eftir, var Perry far- inn. Meðan hún borðaði morg- unverð i eldhúsinu með móður sinni, reyndi hún að komast eftir því livort hann hefði talað um Nickie við liana. — Hvernig leið Perry, var liann skárri af kvefinu? — Hann var mikið betri, svar- aði mamma hennar, — En það er ekkert undarlegt að Perry fái kvef. Þó að hann verði hold- votur lætur hann fötin bara þorna á sjálfum sér, borðar þeg- ar hann man eftir þvi og.... Og þessi gamli óþétti bílskrjóð- VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.