Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 20
DÍANA raulaði fyrir munni sér, þegar hún ók heim i tunglskininu. Það var engin raunveruleg ástæða fyrir því að liún var i svona góðu skapi. Róbert var bæði laglegur og skemmtilegur, og hann var líka það sem kallað er gott partí. Hún hafði verið nærri viss um að hún elskaði hann, og samt sagði hún nei í kvöld, þegar hann bað hennar. Henni fannst það bara skrítið, þvi að hún var orðin tuttugu og sjö ára, og var lengi búin að láta sig dreyma um að giftast og eignast eigið heimili. Hún sveigði inn heimkeyrsluna að gamla húsinu, sem hún og móð- ir hennar bjuggu i, ásamt þremur leigjendum. Hún stanzaði við bíl- skúrinn sem var stór og rúmaði vel tvo bíla, enda áttu þau tvo bila meðan faðir hennar lifði, einn stóran fyrir hann og annan minni, sem hún og móðir hennar notuðu i sameiningu. Þar stóð auðvitað bíll Perrys á miðju gólfi og ekkert pláss fyrir hennar bíl. Það var alveg makalaust að hann skildi aldrei leggja bílnum sínum eins og annað fólk, hugsaði hún ergileg. Hún fór úr skónum sem hún notaði fyrir aksturinn, stakk fótunum i slétta háhælaða skó og stökk út úr bílnum. Það var ljós hjá Perry, svo að hún tók handfylli af möl og henti upp i gluggann. Eftir andar- tak opnaðist glugginn. — Drottinn minn hvað þú ert falleg i tunglskininu! sagði hann með aðdáun i röddinni. — Er blár eða grænn kjóllinn sem þú ert í? -—■ Túrkisblár, svaraði hún snöggt. — Viltu vera svo góður að koma hingað og flytja þessa ryðguðu kerru, sem þú kallar bil, svo að ég geti komið mínum bíl inn og sjálfri mér í rúmið! — Get það ekki, svaraði hann glettnislega. — Ég stend með fæturna í heitu sinnepsbaði, eftir skipun frá móður þinni. Ég er kvefaður. — Ertu nú strax orðinn kvefaður? sagði hún undrandi, — og sum- arið er ekki einu sinni búið. — Ég er nú oftast svo fljótur til. —- En hvað á ég að gera við bilinn? — Færðu hann sjálf, elskan. Hérna er lykillinn, gríptu! Hann fór úr glugganum og hún settist upp i bilinn hans. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hún varð að færa bílinn hans, svo að það gekk fljótt og vel. Billinn lyktaði eins og eigandinn, sambland af tóbaki, tjörusápu og prentsvertu og svo var hann fullur af allskonar drasli. Hún setti ruslið i gamlan poka, ók sinum bil inn i skúrinn og fór svo inn. Móðir hennar var sofnuð og leigjendurnir lika, nema Perry. Samt var ekki hljótt í húsinu, það var fullt af marri og braki eins og gömul hús eru venjulega. Diönu og mömmu hennar þótti svo vænt um húsið, að þær timdu ekki að selja það þegar pabbi hennar dó, en til þess að geta haldið því leigðu þær út nokkur herbergi. Díana var þá nitján ára og vann úti part úr degi, eins og margar ungar stúlkur gera, sem ekki þurfa að sjá fyrir sér sjálfar. Þegar hún þurfti að vinna fyrir meira kaupi var liún svo heppin að fá atvinnu á lítilli ferðaskrifstofu inni i borginni. Það var eldri dama, ensk og svissnesk að ætt sem átti hana og samvinna þeirra hafði gengið ljóm- andi vel. Diana var ung og áhugasöm og sú gamla viðförul, hyggin og reynd í viðskiptum. Hún kunni ágætlega við starfið og hafði mjög góð laun. Ilún átti sinn eigin bil, gat borgað sinn hlut af húshaldinu, klætt sig vel og verið öllum óháð. Samt langaði hana til að giftast. Hún gekk hugsandi upp stigann og dinglaði bíllyklunum. Meinið er að ég er víst orðin of kröfuhörð. Hún fór inn ganginn og bankaði a hurðina hja Perry, til að skila honum lyklunum. Hann var búinn i fótabaðinu og var að blanda sér whiský toddí. — Komdu inn og fáðu þér drykk, sagði hann glaðlega. .—. Þú veizt að ég vil ekki whiský. En hún fór samt inn og fleygði sér í einn af slitnu hægindastólunum hans. Perry hafði búið hjá þeim í fimm ár og þótt tilfinningar hennar gagnvart honum væru ekki beint systurlegar, var það einna likast þvi að hann væri uppáhaldsfrændi hennar. Það var alltaf gott að slappa af inni hjá honum eftir erfiðan dag. — Ég á ekkert annað en whiský, en fáðu þér bara sopa þú sefur betur á eftir. — Heldurðu að það sé gott ofan í kampavin? ___. Ég held að það geri þér ekkert. Svo hélt hann áfram í allt ann- arri tóntegund. — Kampavín? — Ja, þessir geta það. Var það eitthvað sérstakt sem þú varst að skála fyrir? — í rauninni ekki. Hún hálf skammaðist sín þegar hún hugsaði um Róbert, hann hafði verið svo öruggur að hann hafði kampavmið tilbúið 1 kæli á borðinu. — Það átti að vera trúlofun, sagði hún dræmt. — Átti að vera? — Já, ég var svo viss um að ég myndi segja já, — og það var hann raunar lika, en svo þegar til kastanna kom, sagði ég nei. Hann hristi höfuðið, hugsandi á svipinn. Smá SHEILU Rödd hans var fullkomlei hún fann að hann var ekl ur. Sennilega var hann e arri hvorri hinni, líklega I 2Q VIKAN 8. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.