Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 41
Þegar þér farið út að verzla, er gott að hafa einn svona — INNKAUPAPOKA ÚR VENYL MÚLALUNDUR ÖRYRKJAVINNUSTOFUR S.Í.B.S. ÁRMÚLA 16 - REYKJAVÍK. ALLTAF A UNDAN STÆRSTI FRAMLEIÐANDI LANDSINS Á TÖSKUM OG ÞEGAR ÞÉR FERÐIST, ERU ÞESSAR TÖSKUR ÓMISSANDI endur fornra og göfugra víkinga hafi orðið dólítið máttvana í hnjá- liðunum á þeirri leið. Eftir því sem Jakob Kristinsson segir í ágætri ferðafrásögn frá Capri síðan fyrir stríð, þá hafði bændafólk á Capri hér fyrr meir ekki ólíka búninga og íslenzkt sveitafólk. Sýnast þó aðstæður furðu ólíkar. Hann segir, að konur hafi gengið i svörtum pilsum, felldum, haft svarta skuplu á höfði og þríhyrnu á öxlum. En bændur þeirra gengu í líkri gerð af skinn- skóm og hér tíðkaðist lengst af og girtu buxurnar niður i sokkana neð- an við hnéð. Nú er fólkið klætt eins og hvar annarsstaðar þarna suður- frá; það er létt og glaðlegt á svip- inn, elskulegt i viðmóti og þessi samanbitni áhyggiusvipur, sem maður mætir hvarvetna í sveit og við sjó á íslandi, er óþekktur á Capri. Anacapri; Leifar af höllum Tíber- íusar, villa Axels Munthe, dýrleg- ur málsverður í Hótel Michele með þeim beztu kiúklingum, sem ég enn hef bragðað og Valpolicella, við- kvæmu, sætu rauðvíni. Á eftir fer maður út á veröndina og skilur ekki hversvegna Tíberíus var fúll með þetta útsýni og kvenfólk í tólf húsum. Það sést í land: Sorrentó- skaginn og fjölIin í kringum Napolí- flóann með Vesúvíus fyrir miðiu. Nær sést niður á eyiuna handan við hamrabeltið og allsstaðar hafa þeir krönglast til þess að byggia sér hús; lítil dúkkuhús í gulum leir- lit með bogadregnum gluggum og bogadregnum dyrum og allskonar bogum hingað og þangað. Það er næstum eins öruggt og hefðbundið eins og þrjú loftljós í röð innan við stofuglugga í nýiu húsi í Reykja- vík. Ef ég hefði efni og tíma til þess að dvelja á Capri svo sem eina eða tvær vikur, þá get ég mér þess til að það væri mikil hvíld og endurnæring. Enda er nú komið svo, að margir leita sér hvíldar frá erfiði lífsbaráttunnar og harðr- ar samkeppni með því að dvelia á einhverjum stað, þessum líkum. Fólksstraumurinn, sem þarna er jafnan verður mér einungis for- vitnislegt rannsóknarefni og sölu- mennskan er ekki ágeng; Gera svo vel að lita inn. Engin þörf að kaupa neitt. Bara sjá vörurnar. Þeir eru með öllum sínum elskulegheitum búnir að hlaða utanum mann vegg af pylsum eða innlögðum sauma- borðum áður en maður hefur áttað sig. En þeir eru ekki frekir. Á Albergo Stella Maris syngur þjónninn, sem serverar bjórinn. Carlsberg? Jú, auðvitað Carlsberg. Eða kannski Tuborg eða per sign- ora? Allt til á Capri; allt til að auka ánægjuna að minnsta kosti. Það kemur einn aftan að þér við bjór- drykkjuna og bendir á hestvagninn sinn, næstum afsakandi: Ökuferð um Capri, dýrlegt útsýni og allt það. Næst kannski. Við sættumst á það að fara í ökuferð saman næst þegar ég verð á ferðinni. Kvöld- sólin baðar þetta allt í geislum sín- um og bráðum verður sólarlag; það þykir óviðiafnanlegt á Capri. Við fáum hálftíma til viðbótar,- það er gengið í búðir, skoðað og þuklað, kannski prúttað og stundum keypt eitthvað smávegis. Þeir eru ekki að sérhæfa sig kaupmennirnir á Capri, þar verzlar maður ónnaðhvort með allt eða ekkert: Landslagsmálverk frá Capri, senor? Er það eftir Matthías, spyrjum við. Hvað sagði herrann? Matthías? Nei, því miður, hann hefur bara selzt upp sem stendur. Eða kannski Fiore; má bióða yður blóm, silkiskyrtu eða sólhatt. Eða gelati-ís? Ó Senk you veru much senora. Arrividerci, arrividerci. Capri, hversu tímarnir breytast. Auðkýfingarnir eru horfnir með jakt- ... og er talinn af Framhald af bls. 23. ánægja að hafa yður. Komið ein- hvern tíma aftur. Leigubílstjórinn ók með ofsa- hraða niður fjallið. Frú Thorpe stundi og dæsti. — Ó, fyrirgefið. Hvað er klukkan. — Kortér yfir. Haldið þér við náum? Mér þykir svo andstyggilegt að koma í síð- ustu andrá. Ertu með vegabréfið þitt, Julie? — Já. Eftir að hafa verið svo ákveð- in og dugleg allan seinni hluta dagsins var frú Thorpe nú fálm- kennd og fumandi. Er ég með mitt? Hún rótaði í veskinu sínu. ir sínar til Monte Carlo eða í aðrar hafnir þar sem hægt er að viðhafa stórtækari aðferðir við að eyða pen- ingum. Enginn elektróniskur Debus- sy hefur enn samið serínöður um Paradísareyjuna,- skáldin hanga í St. Tropez og París og engum mál- ara dettur í hug að festa Bláhelli á léreft. En herra hversemer, hvað- ansemer stígur á ferjuna í Sorrento eða Napolí ag hugsar með sér, þeg- ar hann virðir fyrir sér útsýnið of- an af Anacapri: Það getur ekki verið, að nokkur staður á jarðríki taki þessum fram; hingað kem ég aftur við fyrsta tækifæri. GS. Umslag féll á gólfið. Þær beygðu sig báðar niður til að taka það upp og ráku saman kollana. — Ó, fyrirgefðu, Julie. Julie rétti henni umslagið. —- Nei, vina mín, taktu það. Miðarnir eru í því. Vagn ellefu. Klefi A. Settu miðana í veskið þitt. Ég ætla að finna vegabréfið. Ó, hér er það. Guði sé lof. Hún þrýsti vegabréfinu upp að brjóstinu og nötraði um allan líkamann. — Hvað er þetta. Fyrirgefðu mér. ;— Hvað er að þér, Cecelia? — Uss, ég er með hálsbólgu Ég verð að kaupa mér einhverj- ar töflur á stöðinni. Ég vissi vel, að ég átti ekki að éta þetta kálfa- kjöt. Ég hef aldrei þolað kálfa- kjöt. VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.