Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 13
ekki við að grafa upp konu sína og barn einn síns liðs, og eitthvað dróst, að honum tækist að ná í hjálp. Það var ekki fyrr en eftir tæpa tvo sólarhringa, sem björgunarmönnum tókst að saga sundur annan búr- vegginn og ná konunni og barninu, sem höfðu skorðazt þarna inni í þröngri kró, án þess að grafast. Var barnið hið sprækasta, þvf lítið hafði þrengt að því, en konan hafði verið í hálfgerðri kreppu allan tímann og lá lerkuð í nokkra daga. ÓSJÁLFRÁTT RIFJAST upp gamlar sögur um bein — kannski konu- bein með barnsbein í holinu — sem fundizt hafa í veggjum, þegar þeir voru rifnir. Gæti ekki fóturinn fyrir sumum slíkum sögum verið sá, að húsin hefðu hrunið af einhverjum orsökum, utan um fólk, en ekki verið athugað, heldur ýmist látið alveg eiga sig, eða hlaðið með torfi og grjóti ofan á hrunbingina? Og kannski er þetta líka ástæðan fyrir hvarfi ýmissa manna, sem kennt var huldufólki eða öðrum duldum verum? 1664. NORÐAN hríð á páskadag, svo fennti fé og fólk. Hafís kom snemma um haustið, og þegar fyrir áramót króknaði bæði fé og fólk. 1665. ROKASAMUR vetur en snjóléttur. Á einum degi urðu miklir skiptapar fyrir vestan land. Vallholtsannáll getur um 11 skiptapa og 50 manna drukknun, en Biskupasögur segja skipin hafa verið 15. Þau voru öll af Vestfjörðum og Breiðafirði. Annállinn getur einnig um ýmis teikn, sem fyrir bar þennan vetúr. Regnbogi sást móti tunglinu í harða frosti „og þar eptir rauður kross yfir og undir tunglinu og í kringum það allt." Sömuleiðis gengu vígabrandar frá austri til vesturs og öfugt, hvor sína leið, og einnig stjörnur tvær; gekk önnur til austurs „mjög hætt komið. Þar næst kom langur votviðriskafli, sem eyðilagði allan sjávarafla, sem þá var nauðsynlegt að þurrka eins og hey, en síðan gerði langvarandi þurrkakafla, sem eyðilagði alla sprettu. Þar á ofan misstu svo margir hús og hey í stormunum. 1673. Harðindi vestra og nyrðra en þó verst á Austfjörðum. Á nýársdag ætlaði allt um koll að keyra af snjóflóðum fyrir vestan land. í Bolungarvík tók skriða fjóra hesta, en 5 í Arnardal. Og í Hnífsdal tók af hjáleiguna Búð, með öllu sem í var nema fólkinu, sem bjargaði sér á flótta. 1674. VETUR harður um allt land, verstur þó á Austur- og Norður- landi. Þessir landshlutar voru illa búnir undir harðan vetur eftir fyrir- farandi harðindi, og um sumarið eyðilagðist bæði hey og eldsneyti af votviðrum. Og auðvitað fylgdi fjárfellir, hungur, manndauði. í Vopna- firði dóu 230 menn og 14 bæir eyddust. Á Hofi urðu eftir 2 kýr og 6 ær, og svo víðast á beztu bæjunum. 1100 voru sagðir sálast í Þing- eyjarþingi af hungri og vesöld en 1400 í Múlaþingi, og eru þá ótaldir þeir, sem urðu úti á fjallvegum. Þar að auki flosnaði upp hópur manna, komst vestur og suður um land og skrimti af þennan vetur. Um sumarið komu engir til þings að austan, og svo var hestlaust og mannlaust í Þingeyjarþingi, að ekki var hægt að koma þaðan afbrota- manni til dóms á Þingvöllum. Vorið var slíkt, að lengi var til þess jafnað; í fardögum (síðast í maí) var enginn gróður kominn og aldrei fór klaki úr jörð það sumar. 1676 URÐU Sunnlendingar að skera niður hjá sér um veturinn til að hafa eitthvað að éta, og dugði ekki til. Það varð hungursneyð fyrir hraparlega" en hin til vesturs „með hasti." Einnig sást teikn á lofti, aflangt sem ský. SÍÐAR UM vorið gerði skaðaveður með snjó, svo fé drapst. í Þingeyjar- þingi var svo erfitt um sumarið, að menn urðu að skera niður fé sitt til að éta, áður en það var komið með nokkur almennileg hold. Um Jónsmessu á sumri gengu sjö bjarndýr á land í Trékyllisvík. 1666, 1667, 1668. Allt vondir vetur, fellisamir, kaldir, og fjölmargir fóru á vergang. Og 1669 keyrði um þverbak. Þá var stórviðravetur og svo frostharður, að þá var riðið af Fellsströnd beint yfir ísa í Helgafells- sveit. Og um sumarmál var Hvammsfjörður á ísi. Peningur féll í hrönn- um, þó einkum hestar, og þar af dró veturinn nafn sitt: Hestbani. Mest féll þó í Skagafirði, og var sagt, að 1000 hestar hefðu fallið milli Þingeyra og Hóla í Hjaltadal. Um páskaleytið kom góður bati, en ( 8. viku sumars gerði mikinn byl og fennti fé til fjalla. Sá snjór lá svo í hálfan mánuð. EINS OG lesendur hafa tekið eftir, voru óslitnir harðindavetur frá 1659, með undantekningum af 1663, sem var all góður. Sama sagan verður sögð um næstu vetur þar á eftir, þar er enginn vetur góður fyrr en 1693! Þeir eru aðeins mismunandi vondir. 1672 var einn með þeim verri. Þá gekk á með stöðugum stórviðrum, en hafís fyllti ísafjarðar- djúp og alla þess afleggjara, einnig Hvammsfjörð. Um hvítasunnu gerði mikið veður með skriðuhlaupum víða fyrir vestan land, svo spilltust jarðir og hús, en aðeins á einum stað, á Hlíð á Barðaströnd, var fólk því. Enda varla að furða, því flest héruð áttu nóg með sig, þótt ekki bættust ofan á flækingar úr öðrum fjórðungum, en fjöldi fólks hafði streymt að norðan og norðaustan tvö fyrirfarandi ár og setzt upp á gustuk Sunnlendinga. Næsta ár var hörku og hrakningaár nyrðra. í einu veðrinu hrakti um 100 fjár frá Undirfelli í Vatnsdal suður um fjöll allt ofan í Borgarfjörð, en sumt fannst dautt á fjöllunum. Þetta var ekki einsdæmi, heldur var svo víða fyrir norðan, og misstu margir allt sitt fé — það sem eftir var. Þjófnaður færðist mjög í aukana, basði í byggð og á fjöllum, en um þetta leyti reyndu margir þann útveg að leggjast á fjöll og kroppa í sig naut og sauði byggðamanna. Kusu það fremur en að lifa á bónbjörgum og vorkunn. 1678. HARÐUR vetur og fellisamur fyrir vestan land, en skárri ann- ars staðar og góður eystra. Um sumarið var fyrst svo votviðrasamt fyrir norðan land, að hey skemmdust, en svo þurrt syðra, að lítið spratt. Síðast í ágúst snerist þetta við, svo allt skrælnaði nyrðra en eyðilagðist af vatnsgangi syðra. Þar á ofan frysti snemma um haustið, svo ár og vötn lagði fyrir vetur, þar við bættist fannfergi, sem drap margt fé í Rangárvallasýslum. Og 1680 var svo frostmikið og fjúka- samt, að stundum stóðu hríðarnar 6—8—10—12 daga í einu, án þess nokkurn tíma glórði í á milli. Þá rak Breiðafjörð fullan af haf(s, svo ekki varð báti fleytt í tvo eða þrjá daga. í Skagafirði tók snjóflóð af einn bæ og bóndann með, en annað fólk slapp l(fs. Eramhald á bls. 31. VIKAN 8. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.