Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 7
minnast á, að þessa tégund er nú hægt að fá allsstaðar í Európu. Um blaðið yðar langar mér að segja, að það er núverandi besta, sem er hægt að fá hér á landi. Ég vona líka, að þið birtið sög- una Gullfingur eftir Fleming, svona harðar sögur vilja sérstak- lega karlmenn að lesa. Angelique er meira fyrir kvenfólk, svo sag- an er heimsþekkt og mjög góð, og nýja sagan ... og er talinn af. Virðingarfyllst, E.S., Keflavík --------Það er elskulegt af þér aff vilja hjálpa þessum bágstadda lesanda um upplýsingar um Barracuda. Þær koma seinna. En fyrirgefffu þó ég spyrji: Á þetta bréf aff heita samið á íslenzku effa eruff þiff þama í Keflavík aff koma ykkur upp einhverskonar stórfurffulegri mállýzku? DÁLÍTIÐ LANGORÐUR. Bréf hefur borizt frá Vest- mannaeyjum og eftir því sem okkur skilst, þá liggur bréfrit- ara eitthvaff á hjarta varðandi einhverskonar myndamiffa á eld- spýtustokka. En bréfiff er mjög langt og afar ógreinilegt um meininguna. Þó rofar til undir lokin og bréfritari segir: Ekki lasta ég þótt þið snúið út úr þessu bréfi. En væri þakk- látur ef þið birtið eitthvað um þessa söfnun. Ef ég ætti að láta álit mitt í ljós á blaðinu og til- lögu um efni, myndi ég svara svo. Gott blað mjög fjölbreytt. Meira grin, verðlauna skemmti- legasta brandarann, eða skemmti- legasta bréfið, t.d. í mánuði hverjum. Þá mynduð þið fá færri skammarbréf. Eða bezt skrifaða bréfið, þá fengju beztu ritvélarnar verðlaun, auðvitað. Eða birta mynd og láta lesendur skálda sögu um myndina. Það var gert í blaðinu Örninn og dó það fljótlega. Þessi tillaga var góð, ha? Ég safna miðum af stokkum og á 8200—8300 stk. af miðum frá um 80 þjóðum, skemmtilegt safn. Haukur Þ. Guðmundsson, Boðaslóð 7, Vestmeyjum. ... * | — — — Þetta er góff tillaga, Haukur, þetta meff myndina og skáldskap lesenda. Og ugglaust er þaff gagnlegt og skemmtilegt hobby að safna þessum miffum. AÐ UNNA DRÁTTARVÉLUM. Kraæ Vika! Um leið og ég sendi þér svar við getrauninni, langar mig til að koma þeirri tillögu um efni blaðsins til ykkar, að jafnframt þessum feiknaáhuga ykkar á bíl- um birtuð þið einhvern tíma góða grein með myndum um helztu dráttarvélaverksmiðjur í Bret- landi og Bandaríkjunum s.s. Ferguson, David Brown, John Deer Lanz og International o.fl. Ég álít að það yrði ágæt tilbreyt- ing svona einu sinni í staðinn fyrir bílaflóðið. Svo hefur fólk bara gott af því, að vita eitt- hvað hm uppruna þeirra véla, sem halda lífinu í fámennum landbúnaði okkar í dag. Með kærri þökk fyrir marga ánægju- stund. Dráttarvélaunnandi. — ---— Jú, þetta er athugandi. En Hilmir h.f., sem gefur út Vik- una, gcfur einnig út Búnaffar- blaffiff og þar eru stundum ýmsar upplýsingar um dráttarvélar. Segffu mér annars, hvernig lýsir þetta sér, aff unna dráttarvélum? MAMMA SEGIR . . . Kæri Póstur! Ég er hérna alveg í vandræð- um og langaði því að biðja þig að hjálpa mér. Ég er 15 ára gömul og langar mig agalega mikið til að komast á skip í sumar, helzt millilanda- skip og ráða mig þá sem messa eða hjálparkokk, en ég ætla að taka það fram, að ég kann að elda mat og er vön að vaska upp og leggja á borð. Ég hef verið að tala um þetta við mömmu en hún hristir bara hausinn og segir, að þeir vilji ekki svona ungar stelpur (en ég sýnist vera eldri en ég er). Er þetta satt, sem mamma segir? Ef svo er ekki, hvert ætti ég þá að snúa mér? Með kæru þakklæti. Ein dugleg. — — — Því miffur er ekkert pláss laust hjá skipaútgerð Vik- unnar, en sumir sem eru í þess- um hugleiffingum leita til Eim- skip effa Skipadeildar SIS. C O N T E X REIKNIVÉLARNAR fara sigurför um heiminn og vekja alls staffar athygli og affdáun fyrir formfegurð, ótrúlegt notagiidi, fyilstu gœSi og mjög hagstœtt verS. C O BM T E X GETUR ALLT CONTEX ER + leggur saman — dregur frá X margfaldar : deilir KOST AGRIPUR * formfögur og falleg á litinn ★ léttur áslóttur ★ hnappar formaSir fyrir blindandi áslátt ★ eldfljót samlagningar- og frádráttarvél, sem jafnframt margfaldar og deilir sjálfvirkt ★ búnaður fyrir endurtekna margföldun meS sömu tölu ★ tekur 10 stafa tölu og gefur 11 stafa út- komu ★ eins einföld í notkun og hugsast getur — vinur viS fyrstu kynni ★ jafngóS fyrir hægri og vinstri hönd ★ lipur og létt, aSeins 3 kg. ★ fyrirferðarlítil á borSi: L 25,6 — B 20,5 — H 10,0 cm. ★ auSflutt ★ kemst í skjalatösku, en fer ennþá betur í hinni hentugu CONTEX burðartösku ★ traust og sterk ★ 5 ára ábyrgS ★ örugg varahluta- og viSgerðaþjónusta. CONTEX er REX-ROTARY framleiSsla. Þarf því ekki aS efast um gaeS- in, þar sem REX-R0TARY og rafknúnir eru löngu landskunnir, enda jafn- an fyrstir með tæknilegar framfer- ir og bera af um útlit, hagkvæmni, gæSi og verS. Framleiddir af starstu FjöiritaverksmiSjum álfunnar. REX-ROTARY efni og áhöld til blek- og sprittfjölritunar. stensla-þjónusta. REX-RECORDER hljóSritar. Hringið, skrifið eða komiS, og munum veita yður nánari upplýs- ingar. — Sendum um allt land. . S ÍM,;i 12 6 0 6 • b U & U R G ö 'I U 10 RF YKJAVÍK VIKAN 8. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.