Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 10
ÞEGAR ÞETTA er skrifað, verða baendur fyrir norðan að nota jarðýtur til að koma mjólk sinni til nytja, og á Austfjörðum verður að nota sams- konar verkfæri til að ryðja snjóbílum braut. Og hafísinn er að fest- ast við Vestfirði. í Reykjavík er rúmlega 10 stiga frost og rokgjóla annað slagið, og nælonklæddir kvenfæturnir hafa tekið ó sig rauðfjólubláa slikju. En ekki hafa menn orðið úti svo heitið geti, né heldur hefur fé fennt. ÞAÐ GERÐIST hins vegar árið 1630, þegar ís var líka landfastur hér, enda var þá ekki til að dreifa snjóbílum, og þaðan af síður jarð- ýtum, en hefði þó verið ærin þörf á slíku. Þá var kaldur og frostasamur vetur, kallaður Jökulvetur, og þegar þess háttar ótíð fer eftir óþurrka- sumri, segir sig sjálft, hvernig búfé hefur farið. Þar á ofan var svo fiskleysi nyrðra og misjöfn aflabrögð annars staðar. OG VÍKUR nú sögu að Hvítavetri, árið 1633. Þá fórust hross þegar á jólum, auk heldur aðrar skepnur, því þá þegar voru komin alger jarðbönn. Sumarið fyrir var grasleysi og þurrkaleysi, og þar verst, sem veturinn var nú vægastur, á Norðausturlandi, svo þar varð fellir mestur. Fyrir austan land komst fólk ekki til sjóar fyrir fannfergi, og engir komust til kirkju, hvorki sóknarprestarnir né heldur sóknar- börnin. Sums staðar varð varla komizt til húsa, og víða örlaði varla fyrir fjárhúsunum í snjónum. Að vísu voru byggingar þessa tíma ekki háreistar, en samt hefur þurft til þess drjúgan snjó að slétta yfir þær. Utipening fennti á kaf, svo hann týndist nær allur. A Kjalarnesi fennti 100 hesta, en í Eyjafjallasveit dóu 153, og í Skálholti lifðu aðeins 7 eftir! A svæðinu frá Borgarfirði vestra til Rangár (eystri?) var talið, að 12 hundruð kúa hefðu orðið vetrinum að bráð, og áleit Hannes biskup Finnsson, að það væri fimmtungur kúa á því svæði. í annarri viku þorra datt ofan svo mikil mjöll, að hestar fóru á kaf á slétt- lendi, en norður á Ströndum hvarf heill bær undir fannbreiðuna, svo ekki bar skugga á. Hann fannst ekki aftur fyrr en um vorið, og var þá allt kafnað, sem í honum hafði verið. Svo var að útipeningi sorfið, að hann át hvað sem tennur á festi: Tré, torfveggi, og jafnvel hræ annarra dýra. Vorið, sem fylgdi, var svo hart, að þá sálaðist margt af því, sem skrimt hafði af veturinn. Þarna missti fjöldinn allur fé sitt og færleika, margir urðu að yfirgefa jarðir sínar og fara á vergang, en margt búsældarkotið lagðist í eyði. Og þótt einhver hefði reynt að þrauka á örbjarga koti sínu yfir sumarið, í von um að guð gæfi góða tíð og allt lagaðist, hefði það einnig brugðizt, því sumarið var sprettu- lítið og næsti vetur víða harður, þótt ekki næði hann fyrirrennara sín- um, og væri raunar dágóður sums staðar fyrir norðan land. En Hviti- vetur hafði ekki unnið sitt skaðræði til fulls; eftirköst hans voru enn að koma fram; fátækir hrundu niður, en þeir sem rólfærir voru leituðu til skárstu verstöðvanna og stofnuðu þar til auka eymda, með því að hræra menn til meðaumkunar, svo fyrr gekk á matarforðann en ella; með beinum sníkjum og loks með ráni og rupli. Sagt er, að þá hafi 40 veslazt upp í Grindavík einni, en í Hvalsness og Útskálasókn 200. OG ENN kom sumar með litlu grasi en votviðri svo miklu, að hvorki nýttust hey né eldiviður. Það bætti þó úr skák, að næsti vetur, 1635, var góður til veðráttunnar og fiskisæld allnokkur. Þjófnaður ágerðist og voru 3 hengdir fyrir gripdeildir, — eftirstöðvar af fyrri ára óöld. En um vorið eyðilagðist mestur hluti hins góða fiskafla. því áfall var svo mikið, að fiskurinn náði ekki að þorna. En þetta sumar spruttu grös vel og viðraði bærilega um sláttinn, svo undirbúningur undir næsta vetur varð allgóður. ENDA KOM það sér vel, því veturinn 1636 varð harður til sveita, einkum fyrir austan land, en fé stóðst að mestu að þessu sinni, vegna mikilla og góðra heyja, þangað til um sumarið, þegar hæstur var sólargangur, að svo mikla hríð gerði fyrir norðan land, að margt fé fórst, enda þá komið til fjalla. 1639 HERTI að með hafís um áramótin, gerði storma og jarðbönn með skepnufelli. Einnig voru ógæftir til sjóarins, og fórust 32 menn af skipum frá Garði, en eftir lifðu 18 ekkjur með mikla barnamergð. Á góuþræl tók að rigna og stóð svo f fjóra daga, að aldrei dúraði úr. Af vatni þessu urðu miklir skaðar á heyjum og húsum, og nytin datt úr kúnum, sem varla héldust við í flæðandi fjósunum. Regnið leysti einnig ofan leir og grjótskriður, og þetta ásamt vatnavöxtunum stóreyðilagði jarðirnar, svo margra ára vinna var að koma þeim í samt. Osköp sem þessi dundu yfir flestar sveitir. OG SVO árin hvert af öðru. 1640. Jarðbönn alger framan af, og heylítið eftir vont sumar áður. 4. desember gerði ofsaveður, sem víða skemmdi hey og mannvirki. Til að mynda tók upp 30 uppsett skip fyrir norðan land og 18 um Suðurnes, og brotnuðu þau öll. Harðindin stóðu fram um fráfærur. Svipað næsta vetur. 1642 varð ekki vont ár af kuldum. Hins vegar hljóp þá snjóflóð á Reynivelli í Kjós, skemmdi úti- hús og drap flesta nautgripi; önnur eyðilögðu hús á Hurðarbaki og Þorláksstöðum, en á Tindstöðum — líka í Kjós — tók snjóflóð heyið, fjósið og hluta af bænum, svo aðeins sluppu þrír nautgripir og fólkið við illan leik. Og í Kolmúla fyrir austan land urðu tveir menn undir snjóskriðu og létu lífið. Þar að auki fórst fjöldi manna í sjó og vötnum. NÚ KOMU nokkrir miðlungar og nokkrir góðir vetur fram til ársins 1648, en þá var vetur sá, sem nefndur var Glerungsvetur eða Rolluvetur. Sumarið honum fyrirfarandi var harla gott grassumar og einmuna hlýtt fyrir sunnan og vestan land, en fyrir norðan og þó einkum austan land ekki nógu þurrviðrasamt, svo hey ónýttust að verulegu leyti. Svo gekk vetur í garð með offorsi á Magnúsmessu (13. des.) og stóð með óslitnum hörkum og hrakveðrum fram til 13. apríl. Útigangsfé týndi lífi að vanda, og margir urðu að yfirgefa heimili sín og fara á ver- gang, til að reyna að treyna lífið á meðaumkun annarra. í byrjun apríl lagðist hafís að öllu landinu, en á honum var lítið um sel, sem oft hafði þó fylgt þessum hvíta, kalda vetrargesti og dregið úr vonzku hans. Hins vegar er þess getið, að 14 birnir hafi gengið á land á Norður-Ströndum, og „margir annars staðar." Um fardaga var ís enn hestheldur á Jökulsá [ Öxarfirði, en Héraðsvötn var þá að leysa. Víða varð ekki sauðbeit fyrr en um Jónsmessu (24. júní), og á mörgum stöð- um var ekki hægt að vinna á túnum fyrr en um Þorláksmessu á sumri (20. júlí). Sums staðar leysti aldrei snjó af túnum þetta sumra. Og á síðari hluta aprílmánaðar gerði svo mikla ofankomu frá Suðurnesjum upp í Borgarfjörð, að fullorðnum mönnum tók í mitti á jöfnu. Alþingis- . /''W- X'Mfa* W{ /'/. 'i'', . iÉÉi •*. . ■ t ' 1 *■ V , • ' * »*. M mmk i mtfmké /, * ' /,// '/'///y ///'/ 4 Í, t'/tZ ' / ; ■* ' 'i 4 /<«,/'/" \ ./'/'', ,'.,*// í '< , , ,,/,// ? ;/ '■*' , i,9 /,. / J / ■/' ~ ■'■ , t '//.//' /'y, //, /■■/''. / ■ '■'■/, / '/. , ,,s ; '■: '/,///:■■■.:■' KfMW*mÍ ■ '/’■■■ '<■'■■■■/:/ ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.