Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 14
SÍÐAN SÍÐAST Ami fær nóg að gera Nú er Ami Engilberts komin til Parísar og farin að spó fyrir fólki þar, en hún er ekki ein um bit- ann. Eftir því sem bezt er vitað, þá er einn spáfugl fyrir hverja 120 íbúa í París, en aftur á móti er aðeins 1 læknir þar á hverja 500 íbúa og einn prestur á hverja 5 þúsund (búa. Fyrir Fransmenn er mjög þýðingarmikið að geta gægzt inn í framtíðina og þeir eru til með að gefa slurk af kaupinu sinu fyrir það. Algengt er í Frakklandi að samræður milli manna hefjist með spurningunni: „Quel est votre signe?" undir hvaða stjörnumerki eruð þér fæddur? Upp úr áramót- um er meginvertíð stjörnuspá- manna, lófaspámanna, bollaspá- kerlinga og hverskonar annarra spáfugla. Fransmenn eyða 40 bill- jónum ísl. króna í þetta fólk á ári hverju, eða meira en þeir verja í vísindalegar rannsóknir. Sérstak- lega er þýðingarmikið að vita vissu sina í upphafi þessa árs, því af- staða Plutó til Satúrnusar er mjög einkennileg og hefur ekki komið fyrir síðan árið 1200 fyrir Krist. Og allir vita nú hvað allt gékk bölvanlega þá, sérstaklega fyrir uppfinnendur stjörnufræðinnar, Babyloniumenn, sem voru malaðir niður af Assíríumönnum um það leyti. Spákona í Paris. Gjaldið er allt frá 400 kr. og upp í 5 þúsund fyrir einn spádám. Heimsins lengsta brú tilbúin New York búar fengu aldeilis þokkalega jólagjöf núna síðast, þeg- ar nýja Verrazano — Narrow brúin var opnuð fyrir umferð, en hún bindur saman Brooklyn og Staten Island, og er um mílu vegar sunn- an við styttuna af frelsisgyðjunni. Þessi nýja brú er heimsins lengsta brú, enda er hún um 4,2 kílómetr- ar að lengd. Lengsta hafið milli stöpla er það lengsta sem til er í heiminum, 1.300 metrar. Málmur- inn, sem fór í byggingu brúarinnar hefði dugað í þrjár byggingar á við Empire State Building . . . Brúin hefur tólf akreinar og er á tveim hæðum. Áætlað er að um hana fari 13 milljónir farartækja á hverju ári. Fyrir hverja bifreið verður að greiða brúartoll, sem nemur 50 centum (ca. 23 kr.), og mun víst ekki af veita, þv! bygging brúarinnar kostaði 325 milljónir dala. í landi þar sem allir taka fram- hjá öllum í hjónabandinu, er samt sú spurning þyngst á metunum, hver tekur framhjá hverjum og að hvað miklu leyti eiginmanninum, eigin- konunni, ástmeynni eða elskhugan- um verður treyst. Stórblaðið France- Soir hafði skoðanakönnun meðal lesenda sinna, sem gaf til kynna, að 58% af Fransmönnum vissu ná- kvæmlega undir hvaða stjörnumerki þeir væru fæddir, 53% virtust fylgjast reglulega með stjörnuspám I blöðunum, 43% tóku stjörnuspá- menn fyrir vísindamenn og 38% voru ákveðin í þv( að leita við fyrsta tæikfæri til stjörnuspámanns til þess að fá sína sérstöku stjörnu- spá. í sambandi við Sauramálið í fyrra, var talað um það hér, að íslendingar væru hjátrúarfullir eins og frumstæðir þjóðflokkar í Afríku. En Fransmenn eru jafnvel verri, sér- staklega úti á landsbyggðinni og á útkjálkum eins og Bretange og Normandy. Þar ku mikið vera tal- að um galdra og það ekki í neinu gríni. f þorpinu Saint-Fraimbault drekkti kona sér, vegna þess að hún sannfærðist um að „auga djöfulsins" hefði hitt hana og talið er að ungur bóndi þar um slóðir hafi hengt sig af sömu ástæðum. Presturinn í plássinu, sem ekki trúir á þetta auga, varð æfur og æpti á kirkjugesti úr stólnum: „Þið trú- ið á djöfulinn en ekki á guð. Þið eruð ofurseld hjátrúnni." Lýst eftir Hitler Eftir þann 8. maí í ár, verður ekki hægt að draga fleiri nazista-stríðs- glæpamenn fyrir rétt, og vestur- þýzka stjórnin hefur ákveðið að lögunum um þetta atriði verði ekki breytt, þrátt fyrir öflug mótmæli sósíaldemókrata. Stjórnin í Bonn segir, að slík lagabreyting mundi Á nýrri vindlategund frá Hollandi er Hitier á svuntunni. minna um of á aðferðir nazista sjálfra. Réttarrannsóknum verður samt ekki hætt, og mál verða höfðuð á alla þá stríðsglæpamenn sem enn kunna að finnast lifandi. Stórt og umfangsmikið mál, jafnvel meira en það sem nú er rekið í Frankfurt yfir fangavörðum í Auschwits, verð- ur rekið í Hamborg 1966. Aldrei hefur verið hafizt handa um að leita að Adolf Hitler. Hvorki þýzk né önnur vestræn yfirvöld hafa lýst eftir honum, en ástæðan er sú, að álitið er, að hann hafi framið sjálfsmorð. En ef hann skyti nú allt í einu upp kollinum, eftir þann 8. maí, mundi hann samkvæmt lög- unum ganga frjáls. Hitler framdi sjálfsmorð í neðan- jarðarbyrgi sínu í Berlín með því að skjóta sig i munninn þann 30. apríl 1945. Síðan var bensíni hellt yfir lik hans og kveikt í. En sannan- irnar hafa aldrei verið alveg óve- fengjanlegar. Ljósmyndir, sem birzt hafa af brenndu líkinu — nú siðast í austur-þýzkum blöðum — hafa allar verið falsaðar. Álitið er að stjórnin f Bonn muni tii öryggis láta lýsa eftir foringjan- um áður en fresturinn rennur út, þann 8. maí. Lýsinguna verður svo að endurnýja hvert ár til að hún haldi gildi sínu. Ef Hitler væri lif- andi, þá yrði hann 76 ára þann 20. apríl í ár. Varaforsetinn litast um Meðan forsetinn vinnur ( Hvíta húsinu, getur varaforsetinn átt frjálsari daga, en meginverkefni hans er að vera á fartinni — eins og Johnson var áður — og tala við reiðinnar býsn af fólki. Vara- forsetinn má ekki einu sinni láta það verða í undandrætti að heim- sækja búningsklefa leikkvenna við Broadway. Hér er hann í búnings- klefaheimsókn hjá gullfallegri leik- konu af sænsku bergi, sem heitir Ulla Sallert. Eins og sjá má af myndinni, var það einkum tvennt við leikkonuna, sem vakti athygli varaforsetans. VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.