Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 31
1 HVERJU? í fyrsta lagi: Volkswagen er framleiddur þannig, að auðvelt er að gera við hann. Til dæmis: hvert bretti er hægt að taka af, sérstaklega. Svo að ef þér dældið bretti, þá þarf ekki að endurnýja hálfa hliðina. Aðeins að losa 10 skrúfur og þá er það búið. Þetta sparar yður mikinn tíma og mikla pen- inga og mikla fyrirhöfn. — í öðru lagi: Volks- wagen er hagnýtur bíll. Hagkvæmur bíll, — bíll sem endist yður um áraraðir. í þriðja lagi: Volkswagen veitir kaupandanum eins mikið og hægt er, fyrir eins lítið af peningum og mögulegt er. í fjórða lagi: Volkswagen er ekkert tízkufyrirbæri. Utlit Volkswagen er alltaf eins, þó að stöðugt sé verið að endurbæta hann. Hvað haldið þér að hafi verið gerðar margar end- urbætur á Volkswagen? Hundrað? Nei,... segjum og skrifum ýfir 2.100 frá því að fyrst var farið að framleiða hann og þar til nú. S imi 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA Laugavcgi 170-172 ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Fimbulvetur og fellisár Framhald af bls. 13. 1683 SPRATT vel um sumarið og hey nýttust ágastlega. Kom það sér vel næsta vetur, 1684, og það ásamt miklili fiskisæld réði úrslitum um það, að veturinn var talinn heldur góður og kallaður Hluta- veturinn mikli. Þá lá hafís við Norð- urland og gengu af honum bjarn- dýr, á Tjörnesi, Melrakkasléttu og Langanesi lá við hungurdauða af hörkum, en margir flosnuðu upp. OG ÞÁ er komið að Mannskaða- vetri, 1685. Þá var frostasamt og gekk á með vonzkuveðrum, en ekki miklum snjó. Á einum sólarhringi, 9. marz, fórust 136 menn í sjó, mest kringum Reykjanes, en einnig fyrir norðan. Tveim dögum síðar voru frá Útskálakirkju jarðsett 47 lík, sem rekið hafði, þar af 42 í sömu gröf, en formenn fimm voru settir í tvær aðrar grafir. Sama dag urðu 6 menn úti í Reykjadal fyrir norðan land. Hafísar komu á einmánuði og lágu nyrðra fram um höfuðdag. Hollendingar urðu að draga skip sín hér á land til að verja þau brotum, en Fransmenn týndu mörgum skipum í ísrium og hröktust sumir um á björgunarbát- um, illa haldnir. Ekki komu öll þau kaupskip, sem áætlun áttu. Ofan á þetta kom svo léleg spretta, og höfðu margir nauman kost, þótt ekki yrði uppflos í ríkum mæli. 1686. GÓÐUR vetur nyrðra og eystra, en syðra og vestra frost og fannir, einkum [ uppsveitum Borg- arfjarðar. Um miðjan vetur kom mikil ofandrífa í Borgarfirði og Þingvallasveit, og stóð samfleytt í 5 daga. Hross kaffennti á jafn- sléttu, enda snjóþykktin þar mæld þrjár álnir, og ekki varð komizt til fjárhúsa nema helzt skríðandi. 1688. HÖRKUVETUR með fjúki og frostum, áfreðum og hagbönnum. Mikið um peningsfelli, einkum á Vestur-Mýrum. í maí brast hann svo á af þeim krafti, að kringum Jökul stokkfrusu hestar í hópum og fé hraktist illa, fór margt í sjóinn og drukknaði; og í Mýrdal fennti margt fé. Elztu menn töldu þenn- an vetur harðastan um hundrað ár. Það fé, sem eftir lifði, var mjög nytjalaust þetta árið, því eftir fylgdi grasleysissumar. I Vestmannaeyjum var algert hallæri, því þetta var þriðja aflabrestsárið í röð. Næsta ár var ekki aftaka slæmt, og jafn- vel allgott sums staðar fyrir norðan land, en mikið um uppflosnun og vesöld, en slíkur var eftirleikur harðindaáranna oft og tíðum. 1690. ÞENNAN vetur brast á harka og kuldi um miðjan desem- ber og stóð fram í lok febrúar með öllum þeim illviðrum sem hægt er að safna saman hér á landi. Svarf nú enn að mönnum, sem höfðu misst flest sitt á fyrirfarandi ótíð- arvetrum, en urðu nú að skera nið- ur það sem eftir var. Á Hólastað drógust upp 150 geldingar og 100 ásauðir, og fleiri dæmi mætti nefna VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.