Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 40
Hinnýju STRETCH STRAP brjóstahöld eru öðruvísi STRETCH STRAP brjóstahöldin hindra ekki eðlilegar hreyfingar, snúast ekki, særa ekki og þér getið breytt hlíralengd að vild. Skálam- ar gefa yður fallegar línur. Teygja á hliðum og baki fyrir- byggir fláa og heldur þeim stöðugum. — Hvar sem teyg- ist á brjóstahöldunum er Lycra. — Fást í hvítum og svört- um lit og öllum stærðum. HEILDSÖLUBIRGÐIR: Verzlunarfélagið SIF Laugavegi 44 — Sími 16165 Tiberíus keisari hafði bæði margar hallir og gnótt kvenna á Capri. undan Jökli. Það vildi svo vel til að allsstaðar var sölufólk á ferli í smábátum, en það var ennþá ekki búið að átta sig á því, að það væru ekki eintómir Þjóðverjar á ferðinni eins og á fyrriparti síðustu aldar. Karlarnir réru upp að bátshliðunum, en kerlingarnar drógu upp stráhatta og perlufestar úr plasti og sögðu Funf hundred Iira, en við báðum allra mildilegast um það, að okkur yrði hlíft við þýzku í þessu góða veðri, enda værum við (slendingar og Þjóðverjahatarar upp til hópa. Svo það varð ekkert úr viðskiptum við þennan munnhvata þjóðflokk úr norðri, unz einn hálfnakinn og kaffibrúnn Itali renndi sér í stað hinna og bauð icecream from lce- land. Þegar röðin kom að bláhvíta kynstofninum að líta í Bláhelli, var okkur sem öðrum skipað niður í smærri báta, því hellismuninn er harla þröngur. Eg verð að segja, að það nátfúruundur, sem Bláhellir er, orkaði sannarlega miklu sterkar á mig, en ég hafði búizt við að óreyndu. En hvorttveggja er, að þýðingarlaust er að reyna að höndla litinn og birtuna á mynd og jafnvel þýðingarlaust að reyna að gefa á þvf lýsingu. Hellisopið er einkum neðansjávar og nálega öll birta, sem inn í hann kemst er þangað komin gegnum þetta ein- kennilega, bláa vatn. Eftir birtunni að dæma, virðist vera fosfór á botninum eða jafnvel í vatninu. En annarsstaðar með- fram ströndinni eru minni hellar og hver í einum þeirra. Ekki skal ég segja um, hvort hveravatn gæti orsakað litinn í Bláhelli, en ekki var það þó ólíkt vatninu í Bláhver á Hveravöllum. Ræðarinn reri einn hring í hell- inum og síðan út í dagsbirtuna að nýju. Vegurinn uppá Anacapri hefur verið sprengdur inní lóðrétt berg- ið og leigubílarnir, sem ganga þar upp og niður eru opnir. Maður horf- ir úr bílnum ofan í kolblátt sjávar- dýpið fyrir neðan, en það sýnir bezt, hvað við lifum á góðum tím- um, að nú mega menn vera eins leiðinlegir í partíum og þeir vilja, án þess að eiga á hætfu að vera fleygt framaf. En það væri synd að segja, að blessaðir bílstjórarnir færu varlega í einstiginu; mér er ekki grunlaust um, að sumir afkom- Sundlaug á sjávarbakkanum og barir innan seilingar VIKAN 8. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.