Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 22
FRAMHALDSSAGAN ogertolinnaf Heitur andardrátturinn sveið háls hennar. Hún másaði, og hver andardráttur var bæn. Stígurinn, sem nú var ekki breiðari en leik- fangabíll, beygði snöggt til hægri og þar reis skuggaleg mynd móti svartbláum himninum — útsýnis- turn, sem teygðist upp þar til hann hvarf upp í myrkrið. Þar endaði stígurinn. Snöktandi og í þann veginn að gefast upp, hrasaði hún í áttina að turninum og greip í eitt stál- handfangið neðst á honum. — Ó, guð, stundi hún. — Láttu mig ekki deyja. Hönd fyrir hönd og fót fyrir fót klifraði hún upp eftir stál- stiganum. Skarpar brúnir flein- anna skárust inn í sokkaklædda fætur hennar. Hún komst upp á pall, hvíldarstað á leiðinni upp, hátt uppi yfir grunni turnsins. Eins og hrætt dýr hnipraði hún sig þar saman og beið eftir því, að hann kæmi á eftir herini. Með innri sjónum sá hún þegar fyrir gér, hvernig hann klöngraðist upp eftir stálþrepunum, og hún ætlaði að sparka af öllu afli í and- litið á honum og hann myndi grípa um ökkla hennar og kippa í. — Russ! æpti hún. — Major Strauss! Hver sem þú ert skal ég drep þig ef þú kemur á eftir mér! Ég skal drepa þig! — ... drepa þig ... drepa þig .. þig ... svaraði bergmálið milli fjallatindanna. Með föstu taki um stálþrepin þrýsti hún sér upp að turninum og hlustaði á djúpa þögnina. Þeg- ar hún leit fram af brúninni spratt svitinn út á líkama hennar. Hún hélt að þetta hefði staðið í hálftíma í viðbót. Allt í einu datt henni sú hætta í hug, að það myndi líða yfir hana, eða þá að hún örmagnaðist af of- þreytu. Hún tók að syngja: Don't sit undir the apple tree with anyone else but me. Hún þagnaði eftir fáein vísu- orð og hataði vísuna. Hataði Russel Thorpe. Hún spjallaði við skuggana. Hún fylgdist með tunglinu og sá brátt að það var komið lengra vestur. Tíminn leið áfram. Og svo sat hún þarna og beið eftir því að þungur, stígvéla- klæddur fótur nuddaðist við stál- pinnana — beið það sem eftir var þessarar martraðarnætur ... Nú voru stjörnurnar orðnar föl- ar. Loks roðnaði í kringum fjalls- tindana í austri. Aldrei hafði hún verið svo þakklát fyrir að fá að heilsa nýjum degi. Það var enginn fyrir neðan turninn. Ekkert hljóð heyrðist nema daufa, fjarlæga hringlið í kúabjöllunum, hin eilífa töfra- músík Alpanna, sem henni hafði einu sinni fundizt svo heillandi. Óendanlega varlega klöngrað- ist hún aftur á bak niður eftir stálpinnunum. Sokkarnir hennar voru í tætlum. Kjóllinn í hengl- um. Hnén blóðug. Hún hafði skor- ið sig í annan lófann. Hún haltraði niður eftir þröng- um stígnum. Hún náði til gang- anna, að þöglum veggjum hótels- ins, auðum ganginum ... herbergi sínu. — 5 — Julie lá milli hvítra lakanna og reykti hverja sígarettuna á fætur annarri og fylgdi reykn- um með augunum, þegar hann hringaði sig upp eftir loftinu. Dauðþreytt, ófær um að sofa, lá hún þarna og lét morgunandvar- ann leika um gagnaugun. Klukk- an var aðeins hálf átta. Klukkan átta tók hún símatólið og bað um að fá að tala við Poul Duquet, sem nú virtist vera eini maður- inn, hérna megin við Atlants- hafið, sem hún gat treyst. — Mér þykir það leitt, ungfrú Gray. Monsieur Duquet fór núna í morgun — um sjöleytið. Með hrukkað enni lagði hún símtólið á að nýju og slökkti í sígarettunni. Þá varð hún að fara ein. Það var græn slikja yfir stígn- um í morgunsólinni. Blár og vin- gjarnlegur himinn hvolfdist yfir brúnni og kastalanum. Rústirnar voru aðeins dapurlegar. Sorgleg- ar, mosavaxnar leifar frá því er riddarar í hringlandi brynjum höfðu riðið hér upp hallann. Fuglar tístu á brjóstriðinu. Kof- inn var yfirgefinn, auður. Meira að segja þríhjólið og leikfanga- bíllinn voru horfin af litla hlað- inu. Hún fann að dymar voru ólæstar. — Halló! hrópaði hún. Það kom ekkert svar. Engin vera nokkurs staðar. Það var enginn matur í eldhúsinu. Engin föt í neinum skápanna. í svefnher- bergi á efri hæðinni, stóð tví- breitt rúm úr járni. í því var ekkert annað en dýnur, í minna svefnherberginu voru tvij eins- manns rúm. Þegar hún kom niður að hótel- inu var klukkan aðeins rúmlega níu. Noessler var að vökva blóm- in fyrir utan. Hún bað um að fá að tala við hótelstjórann. — Forstjórinn er ekki við sem stendur. Hann virtist lítið eitt særður. Hann er farinn til Lond- on. Ég gegni fyrir hann. Hann lagði frá sér könnuna. — Hvernig get ég aðstoðað yður? Með áhyggjusvip lét hann augun renna yfir naktar axlir hennar, festi sjónir við grasið á skónum hennar og sárabindið um hönd hennar. Meðan Julie sagði frá, urðu augu hans smám saman stærri og skelfdari. Þegar hún hafði lokið sögu sinni, skulfu gullhnapparn- ir hans af hneykslun. — En, ungfrú Gray, þetta er óskiljanlegt! Ég skal þegar í stað ná í lækni handa yður. Þetta er hræðilegt! — Ég þarf ekki lækni, sagði Julie. — Það er ekkert að mér, en ég álít, að lögreglan ætti að fá að vita þetta. — Auðvitað! Næsta lögreglu- stöð er hérna svclítið neðar í fjöllunum, í litlu þorpi sem heit- ir Heize. Hann hefur sjálfsagt laumazt burt á meðal þeirra sem heimsóttu staðinn í tilefni af fyrsta ágúst, en við munum náttúrulega gera allt sem við get- um. Mér þykir þetta svo sannar- lega leitt, ungfrú Gray. Með barnalegri óframfærni bætti hann við: — Ég óttast, að hann hafi ætl- að sér að... hvernig segir mað- ur það ... beita yður ofbeldi... þér vitið ... Hann roðnaði og það gerði Julie einnig. Þetta myndi allt verða svo eðlilegt. Stúlka, sem hafði álp- azt of langt burt á sumarkvöldi. Það var svo létt og auðvelt að myrða í Ölpunum. Menn hröp- uðu og það var allt og sumt. En hver var maðurinn? Og hvers vegna ætlaði hann að drepa hana? — Það væri svo sem ekkert undarlegt hélt Noessler áfram. — Sjáið þér til. Fjöldinn allur af bændunum hér upp frá eru ein- mana, og þetta eru óheflaðir karlar. Það var mikið drukkið af öli í gærkvöldi. Við höfðum svip- að tilfelli hér fyrir þremur ár- um, en maðurinn náðist og var settur í fangelsi. Má ég kannske bjóða yður aspirín eða eitthvað þessháttar? Eruð þér vissar um, að þér viljið ekki fá lækni? Auð- vitað á okkar kostnað. — Ég held að ég þurfi ekki á neinu öðru að halda nema góð- um morgunmat, sagði Julie bros- andi. — Þakka yður annars fyrir, herra Noessler. — Ég skal þegar í stað hringja á lögregluna. Verið þér hérna á hótelinu, ef við þurfum að ná í yður? Ja? Gut. Og ég vildi gjarnan þakka yður fyrir traust- ið og tillitssemina, ungfrú Gray. Um leið skildi Julie, að herra Noessler átti við. — Verið svo væn að segja ekki frá þessu. Það var fjarri henni að ætla Noessler nokkrar illar hugrenningar, en hana grunaði að alúð hans og umhyggja væri að verulegu leyti vegna þess, að honum væri ekki síður annt um hið góða nafn hótelsins en um hennar velferð. Eftir morgunmatinn rakst hún á frú Thorpe úti á svöhmum. — Góðan daginn, vina litla. Nú er allt tilbúið svo þú getur far- ið í heimsókn. Þau vilja svo 22 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.