Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 33
lík. 25. janúar gerði slíka jargans- hríð, að Kalmanstungubóndi lamd- ist til bana ,,og var þó skólageng- inn og auðugur". Annar bóndi hraktist undan veðrinu út ó fljót og drukknaði, en þriðji bóndinn, sem sögur fara af, skreið síðustu kílómetrana til bæjar og mátti hvorki mæla né hreyfa sig lengi á eftir. Rokið var slíkt, að það reif börk af óskemmdum trjám. Fiskileysi var alls staðar nema helzt í kringum Jökul. SEM DÆMI upp á það, hve mat- urinn skipti miklu máli á þessum árum, má segja frá atburði, sem varð þennan vetur, og hægt er að lesa um í Mælifellsannál. Það er sagt frá því, er kona Gísla bónda á Hugljótsstöðum gekk til fjár eitt kvöld sem oftar, að á hana réðist graðungur af öðrum bæ, og hætti ekki, fyrr en hann hafði drepið konuna. En er Gísli frétti konudráp- ið, líkaði honum illa og kvartaði undan við nautseigandann. Sá kvaðst skyldu gefa Gísla nautið og mætti hann refsa því að vild, þvl svo sannarlega væri það nautið eitt en ekki eigandinn, sem hefði unnið sér til óhelgis. Lét Gísli svo vera, sem maðurinn vildi, fór heim með tudda, skar hann og undi glað- ur við sitt. Af þessu hlaut hann nafn og var ævinlega kallaður Gísli boli eða Bolagísli. 1691 VAR skorpusamur vetur með jarðbönnum nyrðra og hallæri eystra, en góður vestra og syðra. Sem dæmi upp á gæzkuna við Suð- urland má geta þess, að þá hlupu hér sjálfir á land á Álftanesi 13 þúsund fiskar, án þess að nokkur hreyfði hönd eða fót til að stugga þeim þangað. Þótti þetta hinn mesti búhnykkur. Sumarið var hins vegar vætusamt, og á höfuðdaginn gekk hann á Suðurland með slagveðurs rigningu, sem stóð í þrjá og hálfan sólarhring. Ár gengu langt yfir bakka sína og tóku með sér mikið hey. Einkum eru tilnefndar tvær ár, sem þannig höguðu sér, þær Ölfusá og Laxá í Kjós. Heyburður ánna varð Seltirningum að miklum skaða, því mikið af heyinu rak út um fiskileitir þeirra svo þeir komu varla veiðarfærum sínum ofan í sjó. 1692 BRÁ til hörkufrosta, þegar kom fram í febrúar. Eftir fyrstu frostvikuna mátti ríða beint af aug- um af Skarðsströnd til Skógarstrand- ar, og sömuleiðis var ekkert að van- búnaði þeim, sem vildi hleypa hröðu skeiði yfir ísa út í Drangey á Skagafirði. Og svo var víðast með firði og flóa. Vitaskuld fylgdi þessu fellir á fólki og peningi, meðal ann- ars lágu flestar álftir dauðar við sjó. EN VETURINN eftir, 1693, var einhver sá bezti sem komið hafði síðan 1660 — hvað tíðarfar snerti. Hins vegar gaus Hekla þetta ár með sand- og vikurfalli, svo nýt- ing heyja varð ekki góð og tann- gaddur kom i sauðfé. 1694 snerist þegar í stað aftur til hins verra, ís lagðist að landinu og menn króknuðu sumir, en suma kól til skaða. 1695 í apríl kom svo mikill ís, að gengið var þurrum fótum af Akranesi í Hólmakauptsað. Sex menn úr Garði brutu skip sitt í Faxaflóa utanverðum og þrömmuðu frá strandstað eftir ísnum heim. Og þá um vorið sáu menn í Vest- mannaeyjum, hvar 8 menn komu saman siglandi á hafísjaka og tóku land við Heimaey. Þetta reyndust Skotar, og sögðu þeir farir sínar ósléttar; þeir hefðu ætlað á skipi stnu til Vestur-lndía, en Frakkar rænt skipinu og þeim með og siglt með þá í norður, þar til þeir komu að ísbrúninni, en þar létu Frakkar Skotana af sér og sigldu síðan aftur til suðurs. en heppni Skotanna var næstum ótrúleg, og mætti jafnvel notast sem uppistaða í ævintýri eða hafmeyjareyfara, þvi jakinn tók þegar á rás er Frakkarnir fóru og skilaði Skotunum heilu og höldnu til Vestmannaeyja á tveimur sólar- hringum. — í maí þetta vor hugs- uðu menn sig ekki um að riða á ísum fyrir hvern fjarðarkjaft á Norðurlandi. Af kuldum þessum brást svo öll spretta um sumarið og haustið var svo vætusamt, að úti urðu þau litlu hey, sem upp náðust. 1696 fylgdi svo í kjölfarið samkvæmt lögmálinu, og reyndist mesti fellivetur síðan Hvítavetur, og var ýmist kallaður Hestbani eins og 1669 eða Hrossavetur. Hross og sauðskepnur hrundu í hrönnum, og víða varð varla haldið golunni í kúnum. Margir urðu hungurmorða, og þó einkum i Þingeyjarþingi; þar tórði á sumum bæjum ekkert kvikt eftir. Útigangshestar kröfsuðu allt, sem til náðist: Timbur og torf, hrís og staura, föx og tögl hverjir af öðrum og skinn og skrokka af þeim, sem dauðir lágu. Á þorraþræl urðu 15 manns úti á Norðurlandi og í Borgarfirði, en í marz eyðilögðust 12 skip undir Eyjafjöllum í ofsa- roki, sem einnig skemmdi hús og hey. Vorið var kalt og greri seint, og drapst þá viða það sem eftir var af búsmalanum, en fólkið fór á vergang með betli, ránum og þjófnaði, eins og verða vildi undir svona kringumstæðum. Sumarið var kalt, iðulega frost um nætur, og gras spratt ekki að heitið gæti. 12. júní gerði svo snarpan byl fyrir norðan land, að fé króknaði og kafnaði, en moka varð fyrir nautgripum. OG ENN fylgdi vondur vetur eft- ir. 1697. Vatnsleysuvetur. Þá þraut viða vatn af frostum, svo varla var hægt að brynna skepnunum. ísinn lá við land, og með honum selir sem búbót og birnir til hrellingar. 84 voru sagðir veslast upp í Tré- kyllisvík, 54 í Rifi, 24 á Hjallasandi (Hellis-), 80 í Fljótum og Ólafsfirði, 70 ( Svarfaðardal, 30 í Höfðahverfi og þannig mætti áfram telja. Fá- tæklingar á flakki voru jafnmargir þeim, sem samastað áttu, og þjófn- aður var slfkur, að engu var eirt og engu haldið. Óðahungraður lýð- urinn lagðist á og undir gripina hvar sem var, hvort heldur var i húsum eða högum, saug mjólkina ÁVALLT UNG |AN^ASILR rakamjólk „LAIT HYDRANT". þurr húð þarf meiri raka en húðvefirnir hafa við að framleiða. Til þess að bæta úr þessum rakaskorti framleiðir LANCASTER nú RAKAMJÓLK „LAIT HYDRANT", sem einkum er ætluð fyrir þurra og viðkvæma húð. Þessi áburður bætir húðina strax eftir fyrstu notkun. Húðin verður mjúk, fersk og notaleg. ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjaía- og snyrtivörubúöin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Verzlunin Drífa. PATREKSFIRÐI: Verzl. Ó. Jóhannessonar. ^AN^ASILR WITTENBORG — sjálfsalar, fyrir kaffi, súkkulaði, súpur o. fl. Sjálfsalarnir afgreiðast i mörgum tegunduni og eru sérstaklega hentugir fyrir veitingastaði, vinnustaði og biðskýli. Leitið nánari upplýsinga: Ólafur Gíslason & Co. hf. Ingólfsstræti la, — Sími: 18370. VIKAN 8. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.