Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 27

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 27
* ast vera ákaflega vinsælir menn. Uppi á loftinu, að tjaldabaki, hitti ég Jack Lesberg. Jack var að æfa sig á bassa af fullum krafti. „Ég er varamaður í liðinu,“ sagði Jack Lesberg. „Arvell Shaw, bassaleikari Armstrongs, er veikur í baki, og varð að leggjast á spítala fyrir stuttu síðan, svo Það varð úr að ég færi með í íslandsförina.“ Lesberg, sem er jafn- vígur á klassiska tónlist og jazz, hefur leikið jazz með Muggsy Spanier, Eddie Condon, Mic- key Alpert og Kai Winding meðal annarra; klassíkina hefur hann m. a. leikið undir stjórn Leonards Bernstein í New York City Symph- onic Orchestra. „Ég er ákaflega heppinn að hafa komizt með til Islands. Ég hefi aldrei á æfinni séð jafn mikið af fallegum stúlkum og hér. Þær eru alveg einstaklega fallegar." Lesberg ætti ekki að vera alveg óþekktur með- al islenzkra stúlkna, þvi að hann. hefur leikið með hljómsveit Skitch Henderson um nokk- urn tíma. Henderson hljómsveitin leikur í „Tonight Show“, sjónvarpsþætti Jonny Car- sons. Þegar ég kom niður aftur, var Eddie Shu mættur og byrjaður að setja saman klarínett- ið sitt. Hið raunverulega nafn hans er Ed- ward Shulman. Eddie lítur út fyrir að vera rúmlega þrítugur, en er fæddur 1918. 1 við- bót við klarinettið leikur hann á tenór og altó saxófón, munnhörpu, og trompet. Hann hefur einnig unnið fyrir sér sem útsetjari, og eitt sinn sem söngvari. Á striðsárunum ferðaðist hann á milli herstöðva og skemmti hermönn- unum sem búktalari. Eddi Shu er vel þekktur jazzleikari í Bandaríkjunum og hefur leikið með George Shearing, Lionel Hampton, Buddy Rich, og Gene Krupa. Leikur hans með Gene Krupa tríóinu vakti mikla athygli á sinum tima. Þegar ég kom inn í búningsherbergið, leit hann upp og sagði: „Gott kvöld.“ „Gott kvöld,“ svar- aði ég og snaraði mér inn fyrir hurðina á bún- ingsherbergi Armstrongs. „Hvort lítur þú á sjálfan þig sem jazzleikara eða skemmtikraft?" spurði ég Armstrong, eftir að við vorum búnir að koma okkur makinda- lega fyrir i stólum búningsherbergisins. Hann horfði á mig drykklanga stund. Svo færðist þetta fræga Satchmo bros yfir andlit hans, og hann svaraði annarri spurningu, „þú ert jazzáhugamaður?" Ég kinkaði kolli. „Ef til vill ætti ég að kalla mig trompetleikara, eða kannske söngvara, svona stéttarfélagsins vegna, en ég geri hvorugt. Vinir mínir kalla mig Pops.“ Svo varð hann allt í einu alvarlegur aftur, og sagði: „Hvað er eiginlega jazzleikari. I mínum augum er það maður, sem spilar frá hjartanu, .... með sveiflu; og ef maður finnur að áheyr- endurnir skilja það sem þú ert að búa til fyrir þá —■ frá hjartanu — þá er það jazz sem mað- ur leikur.“ „Hvað er þá progressive jazz?“ muldraði ég. Ég hafði nefnilega heyrt að gamla manninum væri ekki mikið um nútíma jazz. „Það hefi ég ekki hugmynd um,“ sagði hann glottandi, „það hefur enginn getað sagt mér hvað það er.“ Hann leit á mig aftur, þessu rannsakandi augnaráði, og hló svo hjartanlega. „Heyrðu, þú minnir mig á Joe Bushkin. Hann er alltaf að reyna að flækja mig með allskonar gáturn." Ég flýtti mér að fullvissa Satchmo um það að ég væri alls ekki að reyna að flækja hann. „Nú spilar Jóe Bushkin ekki með þér lengur," sagði ég til að koma mér út úr flækjunni. „Nei, en Joe er minn bezti vinur. Hann býr skammt frá húsinu okkar, og við erum alltaf að brasa eitthvað saman. Hann er finn pían- isti." Ég samþykkti það. „Veiztu hvað við er- um að gera núna? Við ætlum að útsetja og spila inn á plötu jazztónlistina, sem páfinn hefur samþykkt sem kirkjutónlist." (Páfinn lagði blessun sína yfir nokkur tónverk nýlega, sem kölluð hafa verið jazzmessur.) „Hefir páfinn verið mótfallinn jazzinum til þessa?“ vildi ég fá að vita. „E'kki veit ég neitt um það. Ég hefði átt aö spyrja hann um það um daginn. Við vorum í Bombay næstum því um leið og páfinn." „Hvaða vandræði, þið hefðuð ef til vill getað hitzt.“ Louis hló og sagði „Too much competition!" Það hefði ekki getað gengið; þar að auki er Bombay ekki nógu stór fyrir okkur báða.“ „Hvernig líkaði ykkur í Ind- landi?" „Vel“ sagði Armstrong, og stóð upp og klæddi sig i jakkann. „Fimm mínútur, fimm mínútur," hrópaði einhver frammi á gangin- um. „1 marz förum við til Rússlands í átta vikna tónleikaför. Við erum alltaf á sifelldu ferða- lagi.“ Ég stóð upp og bjóst til að kveðja. „Segðu mér eitt,“ sagði Sahchmo, „ætlarðu ekki að spyrja mig hvernig mér liki veran á Islandi. Hverskonar blaðamaður ert þú eiginlega?" VIKAN 8. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.