Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 4
r Framhaldssagan Serge og Anne 37. hluti eftir Golon Hliðið lokaðist hægt. Angelique var kyrr. Hún tók eftir því, að skjaldarmerkið yfir hliðinu hafði verið brotið. Það var ekki aldur eða veður, sem gat hafa farið þannig með þetta göfuga skjaldarmerki, heldur beittur meitill verkamannsins. — Hingað fæ ég ýmsa gesti, og þeir eru furðanlega margbreytilegir. Er það mér að kenna, þótt slóðirnar sem ég fylgi, liggi til hærri staða? Sorbonne er að verða gamall. Þegar hann deyr, mun ég ekki fá mér annan í hans stað, þvi það eru ekki lengur skuggahverfin, sem hýsa verstu morðingja okkar tíma. Þá er annarsstaðar að finna. Hann virt- ist hugsa sig um andartak, svo kinkaði hann kolli og bætti við: — 1 setustofunum, til dæmis. Eruð þér tilbúin, Madame? Angelique tók blævænginn sinn og kinkaði kolli. — Á ég ekki að láta yður hafa umslagið aftur? — Hvaða umslag? — Umslagið, sem þér báðuð mig fyrir, þegar þér komuð hingað. Unga konan gretti sig. Svo mundi hún eftir því, og fann að daufur roði færðist um enni hennar. Var það umslagið, sem hafði inni að halda heimskan vilja hennar; sem hún hafði afhent Desgrez með þeim ásetningi að fremja sjálfsmorð? Fremja sjálfsmorð? En sú furðulega hugmynd! Hvers vegna hafði hana nokkurn tíma langað til að fremja sjálfsmorð? Þetta var ekki rétti tíminn til þess. Þegar hún, í fyrsta skipti á þessu ári, var komin svo langt að hún sá fram á hamingjusaman endi allra sinna þjáninga; þegar hún hafði konung Frakklands í bókstaflegri merkingu í greip sinni....! — Já. Já! flýtti hún sér að segja. — Látið mig hafa það aftur. Hann opnaði peningakassann og rétti innsiglað umslagið í áttina til hennar. En þegar Angelique tók í það á móti, hélt hann fast. Hún leit spyrjandi á hann. Það var rauð glóð I tilliti Desgrez, sem virtist bora sig eins og ljósgeisli beint inn í djúp sálar hennar. —- Þér ætluðuð að deyja? Var það ekki? Angelique starði á hann eins og barn, sem staðið er að því að gera það, sem það ekki má. Svo laut hún höfði og kinkaði kolli. — Og nú? — Nú. . . . ? Ég veit það ekki lengur. En að minnsta kosti ætla ég ekki að gefa neitt eftir, þegar ég hef æðstu menn ríkisins í höndum mínum. Það er einstakt tækifæri og ég er viss um, að ef mér tekst að vekja áhuga fyrir súkkulaði, get ég orðið auðug á ný. — Ljómandi. Hann tók umslagið og kastaði því á eldinn. Svo kom hann aftur til hennar, rólegur og brosandi. — Desgrez, hvíslaði hún. -— Hvernig gátuð þér vitað. . . .? — Ó, kæra vina! sagði hann og hló. — Haldið þér, að ég sé svo mik- iil bjáni að ég skilji ekki að það er eitthvað grunsamlegt við konu, sem kemur til mín með æðisgengið augnaráð, púðurlaus og ómáluð og segist eiga stefnumót við mann, sem hún ætlar að reika með um bogagöng hallarinnar? Þar að auki. . .. Hann viftist hika. — Ég þekki yður of vel, hélt hann áfram. — Ég sá strax að eitthvað var að; það var alvarlegt og þarfnaðist tafarlausrar og róttækrar að- gerðar. Með hliðsjón af vingjarnlegum tilgangi minum, Madame, treysti ég þvi, að þér fyrirgefið mér, þótt ég hafi kannske ekki komið sem virðulegast fram. — Ég veit það ekki ennþá, sagði hún. — Ég skal hugsa um það. En Desgrez hélt áfram að hlægja, og úr augum hans skein ylur og vinátta. Það auðmýkti hana, en um leið varð hún að viðurkenna, að betri vin átti hún ekki. Hann bætti við: —- E'in ráðlegging í viðbót, Madame. Ef þér viljið leyfa lítilmótlegum lögreglumanni að gerast svo djörfum: Horfið alltaf fram á við. Litið aldrei um öxl til þess sem liðið er. Forðizt að róta í ösku hins liðna — þeirri ösku sem ekki er lengur til. Því í hvert skipti, sem þér lítið til baka mun yður langa til að deyja. Og ég verð ekki alltaf við hönd- ina til að hrífa yður aftur til hinnar líðandi stundar.... Grímuklædd, og til frekari varúðar með bundið fyrir augun, var Angelique flutt í vagni með gluggatjöldum að litlu húsi í úthverfi Vau- girard. Það var ekki tekið frá augunum á henni fyrr en hún var komin inn í set.ustofu upplýsta með fáeinum kyndlum, þar sem fjórir eða fimm menn voru samankomnir. Þeir voru stífir og formlegir og virtust tvíátta, þegar þeir sáu hana. Hefði ekki Desgrez verið viðstaddur, hefði Angelique óttazt, að hún hefði verið leidd í gildru, sem hún myndi ekki sleppa lifandi úr. En það var ekkert undirferli af hálfu Monsieur Colberts, mannsins með kuldalega, alvarlega andlitið. Enginn fremur en þessi þingmaður, sem barðist á móti siðspiliingunni við hirðina, kunni að meta réttmæti skilyrða Angelique. Jafnvel hans hágöfgi hafði skilið, hve miklu hún fórnaði með því að láta níðskrif rennusteinsskáldsins af hendi. Og Angelique varð fljótt Ijóst, að umræður og deilur voru aðeins forms- atriði. Staða hennar var óraskanleg. Hún gat haldið hverju sem var til stréitu. Þegar hún yfirgaf fundinn tveimur klukkustundum seinna, tók hún með sér loforð um að fimmtíu þúsund livres yrðu afhentar henni úr fjárhirzlum konungsins til endurbyggingar krárinnar Rauða gríman. Einkaleyfisbréfið til að framleiða súkkulaði, sem stílað var á föður Challiou hins unga myndi verða staðfest og Angelique nefnd með nafni sem fjárhaldsmaður Challiou og leyfisnotandi, og það var tekið fram, að hún skyldi ekki vera háð lögum neins stéttarfélags. Hún fékk heimild til að nota allar leiðir til að útvega hráefni, sem henni voru nauðsynleg. Og að lokum, til öryggis, fór hún, þess á leit að verða hluthafi í hinu nýstofnaða Austur-Indía félagi. Sú krafa olli nokkurri undrun, en fjármálamennirnir komust að raun um, að unga konan var mjög vel heima í viðskiptamálum. Hún benti á, að verzlun hennar væri einkum og sér í lagi bundin við austræna framleiðslu og Austur-Indíahlutafélagið myndi áreiðanlega bjóða velkomin meðeig- anda, sem hefði gildar ástæður til að óska þess að það yxi og yrði stórt og öflugt. Monsieur Colbert viðurkenndi, að kröfur þessarar ungu konu, þótt þær væru miklar, væru skiljanlegar og vel grundvallaðar. Hún fékk allt, sem hún bað um. Þess í stað áttu menn d’Aubrays lögreglustjóra að fara að ákveðnum kofa fyrir utan borgina, þar sem þeir myndu finna kassa fulla af bæklingum, þar sem skráð voru með stórum stöf- um nöfn de La Valliére markgreifa, Chevalier de Lorraine og Monsieur, bróður konungsins. Þegar Angelique var aftur á leiðinni til Parísar í sama lokaða vagn- inum, reyndi hún að vera ekki svona glöð. Henni fannst ekki réttmætt að vera hamingjusöm, sérstaklega þegar hún minntist þess frá hvaða skelfingum þessi sigur var runninn. En, þegar allt kom til alls, ef allt færi fram eins og áætlað hafði verið, yrðu fá ljón á veiginum til að koma í veg fyrir að hún yrði ríkasta konan I París. Hún myndi fara til Versala, hún myndi verða kynnt fyrir kónginum og hún myndi aftur fá stöðu sína og stétt og synir hqnnar yrðu aldir upp sem ungir aðals- menn. Á heimleiðinni var ekki bundið fyrir augu hennar, þvi nóttin var niðadimm. Hún var ein I vagninum og þar sem hún sat niðursokkin í drauma sína og útreikninga virtist henni ferðin stutt. Fyrir utan heyrði hún jódyn lítils varðhóps, sem fylgdi vagninum eftir. Allt í einu nam vagninn staðar og einu gluggatjaldinu var lyft. 1 luktarljósinu sá hún andlit Desgrez í glugganum. Hann sat á hesti. — Hér mun ég yfirgefa yður, Madame. Vagninn mun fara með yður heim. Eftir tvo daga mun ég hitta yður aftur og afhenda yður það, sem yður ber. Er þá allt klappað og klárt? — Ég býst við því. Ö, Desgrez, þetta er dásamlegt. Ef ég get komið þessu súkkulaðimáli af stað, er ég viss um, að ég verð rík. —• Ég veit það. Skál fyrir súkkulaðinu! sagði Desgrez. Hann lyfti hattinum, hneigði sig og kyssti hana á höndina. —• Verið þér sæl, Marquise des Anges! Hún brosti litið eitt. — Verið þér sæll, lögreglumaður. SJÖUNDI HLUTI VERSALIR 75. KAFLI Angelique gekk eftir bökkum Signu og rifjaði upp fyrir sér hvernig mólin höfðu snúizt, siðan hún átti fund við Monsieur Colbert. Fyrst hafði risið súkkulaðihúsið, sem á stuttum tíma hafði orðið vinsælasta samkomuhús Parísarborgar. Á skiltinu stóð „Hjá spænska dverginum". Drottningin hafði heimsótt staðinn, glöð yfir að vera ekki lengur sú eina i París, sem drakk súkkulaði. Hennar hágöfgi hafði komið í fylgd með kvendvergnum sínum og litla manninum, Barcarole, virðulegum að vanda. Angelique hafði sett upp útibú i nokkrum litlum borgum í nágrenni Parísar: Saint-Germain, Fontainbleau og Versölum, jafnvel í Lyons og Nantes. Hún var sérlega vandlát í vali þeirra, sem hún setti yfir útibúin. Hún borgaði þeim góð laun og lét þá hafa mikil hlunnindi, en krafðist nákvæmrar og heiðarlegrar bókfærslu og hafði grein um það í samn- ingnum, að ef fyrirtækið sýndi ekki stöðuga framför fyrstu sex mán- uðina, myndi verða skipt um framkvæmdastjóra. Með þessum ógnum um hálsinn kepptust útibússtjórarnir við að sannfæra borgarbúa, og þá sem áttu heima í nágrenninu, um að það væri skylda þeirra að drekka súkkulaði. Allt þetta færði henni mikinn auð. Niðursokkin í útreikningana, varð henni Ijóst, að hún var ekki lengur á árbakkanum heldur hafði beygt inn í rue du Beautreilles. Mikil umferð þessarar götu vakti hana til meðvitundar á ný. Fótgangandi meðal vatnsburðarmannanna og þjón- ustustúlkna á innkaupaferðum var ekki í samræmi við hina nýju stöðu hennar. Hún var ekki lengur í stuttpilsum verkakvennanna og leit V.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.