Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 36
Heklið dragtina eða kjólinn úr Svana-Bukett. Prjónið peysuna úr Svana Shetland eða - Sport - Baby - Gloria HeildsölubirgSir: Jóhann Ólafsson & Co. Hverfisgötu 18 — Sími 11632 ur, hélt hún áfram, hún var búin að heyra þessa romsu svo oft. •—- Hann þarf að fara að gifta sig. — Hann gerir það, einn góðan veðurdag. ■—- Hún verður að vera uin- burðarlynd, stúlkan sú, hann er svo ósnyrtilegur og kærulaus að það er alveg liræðilegt. Mamma hennar kinkaði kolli. — Ég veit vel hvað þú meinar. En viðkomandi stúlka mundi bara elska liann ennþá heitar. Ertu ekki sammála? Ég veit það ekki, svaraði Di- ana snöggt. Svo bætti hún við, óvenjulega ofsalega. — Hann get- ur gert mig vitlausa. Mamma hennar horfði á hana mcð spyrjandi augnaráði, en sagði ekki neitt, spurði bara bvort hún vildi ekki meira kaffi. ' Díana var í óvenjulega daufu skapi, þegar hún ók inn í borg- ina. Pað var að verða kalt og haustlegt og það gerði hana ennþá leiðari. Súníarið var liðið og eitt ár ennþá að enda. Hún lagði bílnum og gekk yf- ir Higb Street. Kvenfólkið var komið í blýjar haustdraktir og bún sá meira að segja bund, sem var kominn í „frakka“. Di- önu var brollkalt. Hún borfði i spegil i einum glugganum. Stúlkan sem liún sá var grönn, einstaklega vel klædd og — ung. Samt var hún gripin einbverjum einkennilegum leiða. Hún hafði ekki verið meira en tíu mínútur á skrifstofunni þegar siminn liringdi. Það var Róbert. — Góðan daginn Di, =— erum við ekki ennþá vinir? — Jú, auðvitað! svaraði bún með sérstakri hlýju í röddinni. — Ég var að hugsa um ballið sem verður núna um mánaðar- mótin. Það er engin ástæða til þess að við förum ekki saman, finnst þér það? — Ef þér finnst það allt í lagi, liversvegna ætti ég þá ekki að vera sammála? svaraði hún i léttum tón. — Þetta er kannske eigin- girni, mig langar ekki til að allir viti að þú hryggbrauzt mig. Við getum verið góðir vinir og um- gengizt hvort annað af og til. —- Ég er fegin að þú tekur þetta þannig og ég hlakka reglu- lega til að fara á ballið. En ef þú hittir einhverja, sem þú vilt heldur fara með, þá er það reiðilaust frá minni hálfu. — Það er nú ekki sennilegt, það er bara hálfur mánuður þangað til. Ég kem og sæki þig klukkan átta. Hafðu það gott á meðan! Hún sat hugsandi eftir að hún hafði lagt simann á. Jæja, Ró- bert ætlaði að hverfa smátt og smátt úr lifi hennar. Ef til vill var hann ekki búinn að gefa upp vonina, og ef til vill hafði hún sagt nei vegna þess að hún var svo lirædd um að missa frelsi sitt og sjálfstæði. Það var satt sem Perry sagði. Róbert var mjög geðugur, svo var hann líka vel gefinn og hafði ágætar tekjur.... Hamingjan góða, hvað var hún að gera? Vega, meta, velja? Hvað hafði Perry sagt fleira? „Það er eins óhugsanlegt að þú gætir orðið ástfangin við fyrstu sýn, eins og að þú fengir allt i einu vængi og gætir flogið.“ Var það þetta, sem hafði hent hann þegar að liann sá Nickie Milbank, ást við fyrstu sýn? Næsta hálfa mánuð fór hún skyndiferðir til írlands og Asor- eyjanna, svo að hún sá ekki Róbert, og Perry sjaldan þessar vikur. Hún kom heim tveim tímum áður en að ballið átti að byrja. Þetta var velgerðarball, sem haldið var á hverju ári og það hafði alltaf verið skemmtilegt. Díana fór i heitt bað til að hressa sig eftir ferðina og sér til mikillar undrunar fann hún að hún hlakkaði mikið til kvölds- ins. Robert hringdi meðan hún var að klæða sig. — Ég hringdi bara til að vita hvort allt væri í lagi. En hvað það var gott að þú komst í tæka tíð. Ég vona að þú hafir ekkert á móti þvi að ég bauð tveimur öðrum pörum að vera með okkur. ■—- Auðvitað ekki, er það ein- hver sem ég þekki? — Einn þekkir þú vel, það er Perry Folkrwes, leigjandinn ykkar. Hann er með Nickie Mil- bank. IJin tvö eru tvíburar, Pat- rick og Patricia Montgomery, venjulega kölluð Pat númer eitt og Pat númer tvö. Ég er viss um að þú kannt vel við þau, Di. Rödd hans var fullkomlega eðlileg og áhyggjulaus og hún fann að hann var ekkert ástfang- inn i henni lengur. Sennilega var hann eitthvað spenntur fyrir annarri hvorri liinni, liklega Patriciu. Hún settist við snyrtiborðið og óskaði innilega að hún hefði haft tíma til að láta laga á sér hárið og kaupa sér nýjan kjól. Hún var allt í einu eitthvað svo óörugg, eins og táningur, sem var að fara á sitt fyrsta ball, og það var ekki vegna Róberts eða þessarar Pat númer tvö held- ur. Það var, viðurkenndi hún fyr- ir sjálfri sér vegna Nickie Mil- bank. Róbert og Pat númer tvö dönsuðu aftur og aftur við hana og gerðu líka skyldu sína við hinar stúlkurnar. Perry var þögull og kyrrlátur, kveikti i sigarettu fyrir hana og sótti handa henni drykk, en starði svo skuggalega fram fyrir sig. Robert fylgdi Díönu heim. Hún vissi að hann hafði vonazt til að liún myndi bjóða þeim öllum heim upp á kaffi, en hún vildi ekki gera það, hún vildi 00 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.