Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 43
Þær komu til stöðvarinnar þegar klukkuna vantaði stundar- íjórðung í ellefu. Burðarkarlarn- ir umkringdu leigubílinn. Frú Thorpe benti á einn þeirra og hrópaði vagn- og klefanúmerið á eftir honum. Hún beið þangað til vagnstjórinn hafði sótt tösk- urnar í farangursgeymsluna. Svo renndi hún hönd sinni undir handlegg Julie, þrýsti fast og dró hana með sér, af ótrúlegum hraða, yfir marmaragólf stöðvar- innar. Hún nötraði eins og espi- lauf. — Líður þér mjög illa? spurði Julie. — Eigum við ekki að reyna að fá eitthvað við því? Frú Thorpe hrópaði hátt: — Nei, ég ætla að ná lestinni í tæka tíð. Það er áreiðanlega eitt- hvað í lestinni, sem ég get feng- ið. Hún benti á burðarmann og spurði: — Hvar í ósköpunum er þessi lest, sem á að fara til París- ar? Hvar er burðarkarlinn okkar? — Hann kemur, sagði Julie. Og lestin er hérna beint fyrir framan okkur. Frú Thorpe þeyttist upp í hana. Hún þaut fram eftir gang- inum og hrópaði með hárri röddu: — Lestarþjónn, lestar- þjónn! Við erum að leita að vagni nr. 11, klefa Aj Það var mjög þögult á fyrsta farrými. Allar dyr voru lokaðar. Lestin kom einhversstaðar að og fjöldi farþega var sofnaður en frú Thorpe lét óánægju sína hátt og gjallandi í Ijósi. Drottinn minn! Er þetta klefinn okkar? Hann hlýtur að vera sniðinn fyr- ir dverga! Eru töskurnar okkar komnar? Ó, guði sé lof! Hún borgaði burðarmanninum, lét svo fallast niður á neðri kojuna og fálmaði í hattinn sinn. —Hvernig líður þér nú? — Ég veit það ekki almenni- lega, sagði hún. — Hvað er klukkan? — Hana vantar næstum fimm mínútur... Frú Thorpe kinkaði þreytulega kolli. Augu hennar voru lokuð. Svo reis hún riðandi á fætur. — Ég veit, að maður á ekki að gera neitt meðan lestin er inni á stöð, en Julie, ég verð að fá að kasta upp. Hún greip í dyrahandfang- ið og kippti í. — Ég skal koma með þér, Cecelia. Nei, sagði frú Thorpe hvasst. — Ég þoli ekki að nokkur horfi á mig meðan ég æli. Hún skellti hurðinni á eftir sér. Lestin tók að hreyfast. Hún rann út af stöðinni. Svo liðu tíu mínútur. Julie steig óróleg fram á ganginn. Klósettið, sem var hið sama fyrir bæði kynin, var tveimur klefum utar í ganginum. Yfir dyrahandfanginu las hún orðið Occupé. Hún bankaði og kallaði lágt: — Cecelie ... Dyrnar opnuðust. Ut kom mað- ur með lítið yfirskegg. Julie flýtti sér í gegnum riðandi lest- ina og fram að næsta vagni og svo fram eftir þeim næsta. í hverjum vagni var autt klósett. Þegar hún kom aftur til baka, sá hún lestarþjóninn fara inn í klefann þeirra. — Farmiðar, Mademoiselle. Vegabréf ... Þið voruð tvær, n‘est-ce pas? —- Jú, sagði Julie óstyrk. — En ég get ekki fundið ferðafélaga minn. Það var kona í brúnni dragt með rauðleitt hár. Ég kem rétt strax aftur. Hún rétti honum umslagið með miðunum og vega- bréfið sitt, og flýtti sér svo að rannsaka næstu þrjá vagna í hina áttina. — Funduð þér ferðafélaga yð- ar? Hann stóð og beið á gang- inum rétt utan við dyr hennar, þegar hún kom með hjartslætti aftur til baka. — Nei. Gætuð þér ekki verið svo vænn að hjálpa mér að leita að henni? — Ég skal reyna, Madame. Hann brosto og rétti henni vega- bréfið aftur. — Hvað heitir dam- an? — Cecelia Thorpe. Frú Frank- lin Thorpe. Við komum í lestina í Luzern. — Já. Hann skrifaði upp nafn- ið. Ég skal athuga það. Hún settist niður við gluggann og beið.Gul ljós þutu framhjá og myrkrið luktist um þau eins og hár utan um andlit. Eftir stundarkorn kom hann aftur. — Mér þykir það leitt, ég finn hana ekki. Ég hef sent skeyti aftur til stöðvarinnar í Luzern. En við munum halda áfram að leita. Það er ekkert annað hægt að gera sem stendur. Jafnvel þá trúði hún því ekki í raun og veru. Kannske vegna þess, að Cecelia Thorpe hafði greinilega verið lasin. Hvorki magaóþægindin eða skjálftinn eða fölvinn eða svitinn, sem hafði komið andliti hennar til að glansa, var uppgerð. En Julie varð ekki sannfærð fyrr en hún dró töskurnar undan rúminu: Taska frú Thorpe var létt eins og fjöður. Hún opnaði töskuna. Þar lá ný- þvegið, gamalt slitið lífstykki, og með öryggisnælu var fest við það umslag, utanáskrifað til frú Julie G. Thorpe. Persónulega. Kæra, kæra Julie! Fyrirgefðu mér góða vina. En ég get ekki staðið á móti honum. Þegar seinnipartinn í VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.