Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 23
Jafnvel þá trúði hún því ekki í raun og veru. Kannske vegna þess, að Cecelia Thorpe hafði greinilega verið lasin. Hvorki magaóþægindin eða skjálftinn eða fölvinn eða svitinn, sem hafði komið andliti hennar til að glansa, var uppgerð. En Julie varð ekki sannfærð, fyrr en hún dró töskurnar undan rúminu: Taska frú Thorpe var létt eins og fjöður. EFTBR LUCILLE FLETGHEjR - 6. HLUTI sannarlega fá að hitta þig. Ég sagði að við myndum koma um ellefuleytið. Við fáum hádegis- mat hjá þeim. Hentar það þér? Juie sneri sér við og horfði upp á fjallið. Þegar lengra dró, var eiturgræn slikja á skóginum. Frú Thorpe hélt áfram að tísta: — Julie! Drottinn minn, hvað, þú hefur meitt þig! Og hvað hef- urðu gert við vesalings höndina á þér? — Ákvaðstu þetta við þau í gærkvöldi? — Já, ég hringdi til þeirra í gærkvöldi, þegar þú varst farin, og sagði þeim að ég hefði sagt þér upp alla söguna. Við vorum sammála í því, að það væri bezt þannig. En góða vina mín, en sá gauragangur! Otto langaði til að gera sig eins fínan og hægt var, og Elsa krafðist þess, að við biðum til klukkan ellefu, svo hún gæti gert eitthvað alveg sér- staklega handa þér. —- Viltu gera mér þann greiða að aflýsa þessu? —- Ja, ef þú endilega vilt... En ... , •—- Ég fer upp í herbergið mitt og verð þar, sagði Julie. Hún svaf fram að hádegi, þung- um kæfandi svefni. Þegar hún vaknaði, hafði hún málmbragð í munninum og leið illa um all- an kroppinn. Hún sléttaði hrukk- urnar úr kjólnum og fór niður á svalirnar. Frú Thorpe sat samanhnipruð á járnstól, kafrjóð í andliti og litlar, klólíkar hendur hennar héngu slappar niður með hliðun- um. Án þess að líta upp sagði hún hásum rómi: — Þau eru farin. Julie settist niður og beið. Það fór titringur um frú Thorpe og hún sló fast með krepptum hnefa á hné sér. — Farin! endurtók hún. Farin! Ég hringdi en fékk ekkert svar. Og það hefur alltaf verið einhver þar, svo ég fór þangað alla leið. Gekk alla leið. Og þau voru farin. — Cecelia, byrjaði Julie. — Kofinn er rétt hinum megin við kastalann, er það ekki? Maður fer yfir mjóa, hrörlega brú. — Nei, það er brú þar, en ég hef aldrei farið þá leiðina. Alltaf, þangað til í morgun, hef ég farið þangað með bíl. Það er bílvegur þangað. -—- Og á hlaðinu stóð lítill leik- fangábíl og þríhjól? — Já, hún rétti úr sér. ■— Hvernig veiztu það? — Jú, ég njósnaði um þig. Kannske ætti ég að biðja fyrir- gefningar, en ég hef orðið að af- plána það. Og svo sagði hún henni frá næturævintýrinu. Haka gömlu konunnar féll nið- ur. Hún var eins og einhver hefði slegið hana. Hún fékk tár í aug- un. Hún greip í hönd Julie: — Kæra Julie, hann hefði getað myrt þig! Vesalings, vesalings barn. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar mér verður hugsáð til þess. Rödd hennar brast. — Ég myndi ekki þola að missa þig, Julie. Það er eitthvað djöfullegt við þennan stað. Það hvílir bölvun yfir hon- um ... Þessi andstyggðar Otto! Örvænting hennar snerist yfir í reiði. — Það var ekki svoleiðis, að mér dytti nokkurn tíma í hug að giftast honum, Julie. En mér þykir andstyggilegt að vera skil- in svona eftir — stungin af. En svona var það; hann var hér í fríi og fann sér tækifæri til að skemmta sér dálítið. Það var allt og sumt, býst ég við, og ég verð að sætta mig við það. Hún reis snöggt upp af stólnum og hróp- aði: — Ó, Julie! Við skulum fara burt frá þessum stað! Við skulum fara heim. Núna. Nú, strax í dag. Hvað segirðu um það, Julie? — Sammála, sagði Julie. — Við skulum gera það. — Ef þú vilt ekki heldur ferð- ast svolítið um? Sjá eitthvað af Evrópu? — Nei. Ég held að ég hafi ekki frekari áhuga fyrir Evrópu. Hún brosti. — Ég kem einhvern tíma til baka. Hún reis á fætur þegar matarbjallan hljómaði. — En hvernig er það með þig? Viltu í raun og veru fara burt? — Drottinn minn sæll og góð- ur, já. Hún þrýsti handtöskunni upp að sér. — Þessi staður er andstyggilegur og færir okkur ekkert nema óhamingju. Okkur báðum tveimur, Julie. Honum hefur næstum heppnazt að eyði- leggja hið góða samband milli okkar. Hún þrýsti handlegg hennar. — Og, kæra Julie, hið góða samband milli okkar er nokkuð sem ég vil aldrei rjúfa. Við höfum verið eins og systur. Við megum aldrei skilja. — En við höfum ekki undir- búið neitt fyrir heimferðina. — Hvers vegna tökum við ekki lestina til Parísar, skemmtum okkur þar aðeins og pöntum flug- miðana þar? Ég er viss um að Noessler getur útvegað okkur far með Parísarlestinni. Hún nam staðar þegar hún var komin inn fyrir hverfidyrnar. — Julie, get- um við ekki farið strax í kvöld? Þú ert samþykk því svo við skul- um gera það. All right? Julie gerði síðustu máttleysis- legu tilraunina. — Það var ekki Russ, sem elti mig þarna uppi á fjallinu? Það var ekki hann, sem gerði það, eða hann, sem kom því til leiðar, að einhver annar gerði það, er það, Cecelia? -—- Juie! Drottinn minn! Hvernig geturðu látið þér detta slíkt í hug? — Þér þykir alltaf jafn heimskulegt af mér að treysta á hann eftir öll þessi ár og halda áfram að vona og vona. — Julie, sagði frú Thorpe vin- gjarnlega en ákveðið. — Russ er ekki lifandi. Eg sver, að hann er dáinn. Vertu nú svo væn að trúa mér. Myndi ég fara héðan, ef ég héldi að hann væri á lífi? — Nei, Cecelia. -—- Þá skulum við fara. Herra Noessler var sérstaklega duglegur maður. Klukkan fjögur um eftirmiðdaginn hafði hann gengið frá tveimur svefnplássum með næturlest, sem fór klukkan ellefu um kvöldið frá Luzern til Parísar. Inni á hótelskrifstofunni hafði Julie sagt svissneskum lög- regluforingja sögu sína og hann skrifaði heilmikið hjá sér og bað hvað eftir annað fyriigefningar fyrir hönd þjóðar sinnar. Klukkan tíu stóðu þær niðri í forsalnum með töskurnar sín- ar; sína töskuna hvor og biðu eftir leigubílnum. Hótelið ætlaði að senda afganginn af töskum frú Thorpe á eftir þeim. Aðeins barónessurnar komu til að kveðja þær. Og hinn dapurlegi herra Noessler. Á vikudvöl sinni í Sviss hafði Julie aðeins eignazt einn vin, og hann hafði horfið klukkan sjö að morgni án þess að skilja eftir nokkra kveðju. Og... Já, auðvitað hann. Hún brosti og minntist allt í einu hins riddaralega meðfarþega síns í svifbrautinni. Hún gekk að af- greiðsluborðinu og sagði: — Herra Noessler, það er ein mann- eskja, sem ég myndi gjarna vilja kveðja. Getið þér sagt mér her- bergisnúmer herra Simpson? Eða er hann ekki lengur hér? Ég hef ekki séð hann í nokkra daga. Noessler leit dapurlega á hana og benti á dagblaðastafla á borð- inu. •—• Herra Simpson lézt í morgun. Hann fékk hjartaslag fyrir nokkrum dögum, þegar hann var á siglingu niðri á vatn- inu og hefur legið í sjúkrahúsi síðan. Hann var vinsæll og glað- lyndur maður. Við sjáum mjög eftir honum hér. — Mér þykir leitt að heyra þetta, sagði Julie. — Ég var sam- ferða honum niður í svifbraut- inni. Ég var með honum alveg þangað til hann fór um borð í bátinn. Þetta er hræðilegt! — Gnádige Frau hefur hlýtt og vingjarnlegt hjarta. Noessler horfði á hana en leit síðan feimn- islega niður á afgreiðsluborðið. — Julie! hrópaði frú Thorpe. Leigubíllinn er kominn. Noessler greip um hönd Julie með löngum, mjóum og köldum fingrum. — Ungfrú Gray, það hefur verið okkur heiður og Framhald á bls. 41. VIKAN 8. tb). 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.