Vikan

Tölublað

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 45
CUDQ tvöfaltCLldOeinanqrunarqler vörumerkid sem húsbyqqjandinn treystir skúlaqata 26 simi 12056 slag á járnbrautarstöðinni. — Dáin? Hún stóð eins og lömuð meðan lestin skrönglaðist áfram. Hún heyrði varla, þegar hann sagði henni, að það væri ósk járnbraut- arfélagsins að fá að hjálpa henni á allan máta og hún gæti fengið að fara af lestinni hvar sem væri, og eftir kíukkustund eða svo gæti hún náð i hraðlest aftur til Luzern, sem nú var 120 km að baki. Hún fékk að fara úr lestinni með báðar töskurnar við litla afskekkta stöð. Stöðvarbyggingin var ekki mikið meira en skýli. Stöðvarstjórinn talaði mjög litla ensku, en að lokum heppnaðist henni að útskýra fyrir honum, hvað hún vildi. Hann hringdi í númerið og rétti henni síðan tól- ið. — Aha, sagði hann og brosti breitt. Alpenstadt. — Get ég fengið að tala við herra Noessler? Þetta er Julie Gray, sem hringir. Það hefur orð- ið slys. Klukkan var næstum eitt. Rólega, vingjarnlega og trausta röddin kom í símann. — Ung- frú Gray! Hvar eruð þér? Slys, segið þér? Svo hlustaði hann hljóður á, meðan hún sagði hon- um hvað gerzt hafði. Hún sagði ekki frá því hvernig frú Thorpe hafði snúið á hana, heldur sagði aðeins, að hún hefði greinilega fallið út af lestinni, meðan hún stóð ennþá inni á stöðinni. Ó, vesalings ungfrú Gray ... Og nú komið þér svo... svo fljótt aftur til okkar. Og undir svona leiðinlegum kringumstæð- um. Með mestu ánægju mun hótelið sjá um allt, sem gera þarf! Ekki með mestu ánægju, tók hann sig svo á og varð allt í einu mjög dapurlegur. — En við erum að sjálfsögðu mjög, mjög fúsir að géra það. Við skul- um láta yður hafa gamla herberg- ið yðar aftur. f herbergi, fullu af miskunnar- lausu, hvítu Ijósi, dró varðstjóri lakið til hliðar. — Já. Julie kinkaði alvarlega kolli. — Þetta er tengdamóðir mín, Cecedia Thorpe. Hún fékk allt í einu og óviðbúið kökk í hálsinn og sneri sér undan. — Já, við vorum á leið til Parísar. Henni leið illa, ég hélt að hún ætlaði fram á klósettið. Hún hlýtur að hafa fengið örvænting- arkast og ákveðið að fara af lestinni og reyna að finna lyfja- búð á járnbrautarstöðinni áður en lestin færi. Svissneska lögreglan sýndi kurteisislegan en ákveðinn skort á áhuga fyrir slíkum smáatrið- um. Slíkt og þvílíkt heyrði til. Gömul kona frá Brooklyn New York, fær slag á stöðinni. Sjúkra- bíll flytur hana til sjúkrahúss- ins.Þegar þangað kemur er hún látin. Dánarorsökin er ákveðin: Hjartaslag. Og hvað ætlar þessi unga kona að gera? Ætlar hún að senda líkið með flugvél heim? Þá verður hún að ganga frá því við flugfélagið. Julie fyllti út allskonar skýrsl- ur og plögg, þar á meðal undir- skrifaði hún kvittun um að hafa tekið á móti vegabréfi frú Thorpe og handtösku hennar með öllu innihaldi, sem lögregl- an hafði gert nákvæman lista yfir. Meira að segja hve margar hárnálar voru þar. Á listanum stóð ennfremur: Hundrað sviss- neskir frankar og hefti með ferðatékkum upp á 700 dollara. Að því búnu hringdi Julie til útfararfyrirtækis og lögfræðings Thorpe fjölskyldunnar, herra Clarke. Svo tók hún leigubíl til skrifstofu flugfélagsins. Það átti að senda líkið með flutningaflug- vél. Það var hægt að sjá um bráðabirgðakistu. SUNNUDflGSBLflO TÍNANS flytur fróðlega þætti um líf og sögu þjóðar vorrar, skrifaða af ritsnjöllum mönnuin. — Blaðið er nú þegar orðið dýrmætt safnrit, og inun innan tíðar verða ófáanlegt nema með geypi verði. AFGREIÐSLAN, Bankastræti 7, simi 12323. VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.