Vikan - 25.02.1965, Blaðsíða 26
-O- „Maður sem spilar frá hjartanu — með sveiflu".
Hann beið í þrjátíu ár. ó
FRfl HJflRTflNU
■ MEÐ SVEIFLU —
„Fallegustu stúlkur í
heimi“.
frá Chicago, og spurði hvort ég vildi ekki spila
með Armstrong. Ég sagði auðvitað já, og hef
verið með hljómsveitinni síðan. Þetta er stór-
kostleg vinna. Ég kann vel við ferðalögin. Mað-
ur er alltaf að sjá eitthvað nýtt.“ Ég spurði
Danny hvar honum hefði litizt bezt á sig í
heiminum. „Það er ekki gott að segja,“ sagði
hann. „Það var gaman að koma til Italíu, gott
veður, fallegur gróður, eldfjöll, hraun, sjórinn
Hann talaði um eldfjöllin og hraunið á
Italíu og líkti þeim við Hawaii um leið og
hann horfði á Keflavíkurhraunið út um bíl-
gluggann. Ég þorði ekki að spyrja hann um
hvernig honum litist á hraunið okkar hér á
Islandi.
BEÐIÐ EFTIR LOUIS
Þegar komið var til Reykjavíkur fóru Arm-
strong og félagar hans beint í háttinn. Mér
var gefin von um viðtal við meistarann, þegar
hann vaknaði aftur. Ef til vill væri hægt að
hafa tal af honum eftir klukkan fimm. Ég
beið.
Klukkan var langt gengin í sex, þegar að
fyrsti meðlimur hljómsveitarinnar birtist í
fordyri Hótel Sögu. Það var Russell Moore,
oftast nær kallaður „Big Chief“. Ég spurði um
Louis. Moore taldi liklegt að hann svæfi ennþá.
„Big Chief“ hlammaði sér niður á stól og dæsti
af vellíðan. Hann leit út fyrir að vera að minn-
sta kosti 200 kg að þyngd, og eftir því fyrir-
ferðarmikill. „Þú mátt eiga við mig viðtal á
meðan þú bíður ef þú endilega villt,“ sagði
Moore. „Hvað á ég að spyrja um?“ „Ja, þú
getur reynt að spyrja mig hvort ég sé kallaður
„Big Chief“ af því að ég er svona vel skapað-
ur.“ Ertu kallaður „Big Chief“ af því að þú
ert svona feitur?" spurði ég, og féll í gildruna.
„Feitur," át „Big Chief upp eftir mér með
uppgerðar vandlætingarsvip. „Nei, góði minn,
ég er sko ekki feitur. Ég samsvara mér ákaf-
lega vel. Að minnsta kosti segir konan min
að ég megi ekki grennri vera. Ég er kallaður
„Big Chief" af þeirri einföldu ástæðu, að ég
er indíáni, — hreinræktaður Amerikani. Þú
hlýtur að hafa heyrt um Pima indíánanna, sem
búa í Arizona". Ég varð að játa að ég hefði
aldrei heyrt um Pima Þjóðflokkinn. „Pima
indíánar eru frægustu indíánar Bandaríkjanna,
skal ég segja þér. Þeir eru nú aðeins 5000 sem
eftir lifa í dag, en þetta eru sannir indíánar,
og góðir og gildir borgarar. Þú hlýtur þó að
hafa heyrt um Ira Hays? Tony Curtis lék í
æfisögu hans í kvikmyndinni „The Outsider".
„Já, alveg rétt, ég man eftir því,“ skrökaði
ég í hvelli. „Jæja, Ira Hays er systursonur
minn,“ sagði Chief. „Ég er einasti hreinræktaði
indíáninn sem hefur hazlað sér völl í jazz-
heiminum. Þú mátt prenta Það með feitu
letri.“ Ég lofaði að gera það.
„Big Chief“ er langt frá því að vera óþekktur
i heimi jazzins. Hann lék í stórri hljómsveit
undir stjórn Armstrongs frá 1943 til 1954, og
svo með hinum fræga sópransaxofónleikara
Sidney Bechet frá 1946—48. Árið 1949 vakti
hann mikla athygli á Parísar jazzhátíðinni og
settist að á meginlandinu upp frá því. Hann
flutti þó aftur til Bandaríkjanna árið 1954.
„Big Chief“ Moore er einn af jazzleikurunum
sem lék í hinni frægu kvikmynd „New Orle-
ans“ með Louis Armstrong, Billie Hollyday
og fleirum. „Þú mátt líka prenta það, að Sidney
Bechet hafi verið lærifaðir minn. 1 raun og
veru á ég honum allt að þakka. Aftur á móti
er Armstrong fyrirmynd mín í öllu sem við
kemur jazzleik." Ég lofaði að láta prenta Þetta
allt.
Klukkan var nú langt gengin í sjö, en ekki
bólaði á Louis Armstrong. Þá ákvað ég að
láta til skarar skríða og hringja í meistarann.
Símaviðtal væri þó betra en ekki neitt. Doc
Pieu, einkaritari Armstrongs, svaraði í simann
og tjáði mér að Louis væri því miður upptek-
inn eins og væri. Hann væri að raka sig fyrir
Matthías á Mogganum. Aftur á móti væru
góðar líkur fyrir viðtali við Armstrong, þe.gar
hann kæmi út í Háskólabió, rétt fyrir hljóm-
leikana. Og enn settist ég niður og beið.
Oti í Háskólabíói voru einir fimm eða sex
trésmiðir við vinnu. Þeir voru augsýnilega ekki
mikið að flýta sér. Ef til vill voru þeir að bíða
eftir Louis eins og ég. Það er ekki á hverjum
degi sem menn fá Louis Armstrong til að leika
fyrir sig á vinnustað. öðru hverju var barið á
bakdyrnar. Þar voru vinir og kunningjar tré-
smiðanna, sem þurftu nauðsynlega að fá að
segja nokkur orð við þá. E'kki veit ég hvað fram
fór þeirra á milli, utandyra, en trésmiðir virð-