Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 2
BARA HREYFA EINN HNAPP og H/M4AFULLMATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. H/%I4/%FULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJÁLFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100° 2. Heitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4 Mislitur þvottur O O o 5. Viðkvæmur þvottur 60° 6. Viðkvæmur þvottur o O 7. Stífþvottur/Þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90/ 11. Nylon Non-lron O O o 12. Gluggatjöld o O M%V4>%FULLMATIC AÐEINS H>%l4^%FULLMATIC ER SVONA AUÐVcLD í NOTKUN. — SNÚIÐ EINUM SNERLI OG H A K A SÉR ALGJÖRLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM H/EFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. — SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. — TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. — MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. ábyrgS KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST r ! í FULLRI ALVÖRU Flugvélar og húsakostur í þessú blaði er viðtal við Tryggva Helgason, flugmann á Akureyri. Þar kemur fram eitt athyglisvert og raunar stór- merkilegt alriði, sem ástæða er til að vekja athygli á: Tryggva er bannað að fljúga á tveimur af flugvélum sínum, vegna þess að það er ekkert flug- skýli á Akureyrarflugvelli! Einhvern tíma minnir mig að liafa beyrt, að rökin fyrir þessu væru sú, að vegna búsnæðis- leysis væri ekki hægt að gera gagngert við flugvélar á uni' ræddum velli, og það getur mað- ur vel skilið. En hitt er erfiðara að skilja, að það skifti nokkru höfuðmáli. Mér skilzt, að flug' vélar fari til eftirlits eftir á" kveðinn flugtima og að öllu jöfnu þurfi ekki gagngerðra við- gerða við þar á milli, alla veg' ana ekki meiri en svo, að það ætti að vera hægt að vinna þær sunnan undir, þegar blæs á norð- an. Og ætli þessar umræddu Beechraft vélar ættu ekki það oft leið til Reykjavíkur, ef fljúga fengju, að það væri hægur nærri að líta eftir þeim og lagfæra þær þar. Hitt er svo annað mál, að það ætti ekki að kosta umhugsun, hvað þá annað, að slá i snar- heitum upp viðunandi flugskýl- um á flugvellinum á Akureyri. Hvað er gert við stórar flug- vélar að sunnan, sem ef til víll bila — eða bilun finnst í •— á Akureyrarflugvelli? Eftir sama prinsippi ætti bara að skrúfa af þeim vængina og svifta þær loft- ferðaskírteini, af því það er ekki til nógu stórt flugskýli á staðnum til þess að flugvirkjar verði ekki loppnir meðan á við- gerð stendur. Það virðist ein- stætt mál, að loka svona hættu- legum flugvelli, úr því vélarnar mega helst ekki koma út undir bert loft. Það er sagt, að almannarómur segi mjög sjaldan ósatt. Um þetta mál segir almannarómur, að bannið við flugi Beechcraft- vélanna sé að einhverju leyti af persónulegum ástæðum, sem ekki er vogandi að skýra nánar undir íslenzku prentfrelsi. En hvernig sem það er allt í pottinn húið, skora ég á alla aðila að taka málið til athugunar, og láta ekki dýrar og ágætar vélar Tryggva Helgasonar standa ónotaðar á Akureyrarflugvelli vegna einhverrar dellu um hús, sem raunar er skömm að ekki skuli vera á staðnmn. SH. 2 VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.