Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 5
hennar eigin augu, sem skinu við henni í speglinum, ljómandi af áhuga, þetta var hún sjálf, Ann Foster, þetta var hár hennar, bros hennar, hennar eigin blóð dundi í æðunum, henni hafði ver- ið bjargað frá rotnandi, hægum dauðdaga. Hún smeygði sér í silf- urskóna og skvetti á sig vænni gusu af kölnarvatni, til þess að reyna að kæfa myglulyktina, sem loddi við allt, sem tekið var út úr fataskápnum. Hún reytti fá- ein aukahár úr augabrúnunum og roðaði kinnar sínar. Síðan lædd- ist hún á tánum að vöggunni til þess að líta á Jan litla; hann var einnig rjóður í kinnum. Hvers- vegna hefur mér alltaf fundizt hann of fölur? hugsaðj Ann. Hún skildi hann eftir í umsjá barn- fóstrunnar og sótti blævænginn sinn og hanzkana. í sama bili kom Charley aftur og hafði nú breytzt í hreinlegan, enskan skóladreng, klæddur í þröng og hlaupin, hvít betriföt. — Ég er svo aldeilis hissa, sagði hann, þegar hún snéri sér við. — Lízt þér á mig? — Lízt mér á þig? Almáttugur drottin guð, var allt sem hann sagði, en það var líka alveg nóg. Mínútu síðar var hún komin heilu og höldnu upp í framsæt- ið á Minní Mús á hraðri leið nið- ur General Alten Street. Babu horfði á eftir þeim frá garðshlið- inu, áður en hún sneri aftur og settist við vöggu litla drengsins. Um miðnætur skeið var sam- koman um borð í Tjaldane í full- um gangi og glæsibragurinn og glaðværðin fór jafnvel fram úr björtustu vonum. Fólkið í Sebang hafði vaknað af móki einangrun- arinnar og kastaði sér heilshugar í veizlufagnaðinn. Hollenzku plantekrumennirnir og opinberu embættismennirnir og konur þeirra, stífar og afkáralega skreyttar til að byrja með, þiðn- uðu smásaman fyrir áhrif kampa- vínsins, sem óspart var borið á milli, og hið öra, ástríka, flæmska eðli þeirra kom upp á yfirborðið. Þær átu og drukku og nutu lífs- ins í ríkum mæli. Hver skammt- urinn eftir annan af Rijstafel var borin um afturþilfarið. Sextán innfæddir þjónar gengu um, há- tíðlegir í bragði, hver um sig með tvo diska af þessarri heitu og sterkkrydduðu krás. Framþilfar- ið var fyrir þá sem vildu dansa. Fernando, Alfredo og Miluel, filipíönsku þjónarnir söguðu, blésu og hömruðu á hljóðfærin sín og hinn latneski hluti bland- aðs blóðs þeirra gaf þá hljóðfall- inu á vald. Úti við borðstokkinn voru innfæddar ráðskonur í beztu fötunum sínum, skreyttar með blómum, pálmaviðarblæ- vængjum og ódýrum silfurskart- gripum. Þær höfðu fylgt hús- bændum sínum um borð, undir því gagnsæa yfirskyni að bera föggur þeirra, barang-barang, í flötum töskum, sem þær héldu stoltar í kjöltum sínum. Það var þegjandi samkomulag í Sebang, að allar njai væru viðstaddar svona hátíðleg tækifæri, þó það væri ekki aðeins, að enginn tal- aði við þær, hedur sá þær eng inn, fremur en þær væru ekki til. Þó vörpuðu íturvaxnir líkamar þeirra, blómskreytt höfuðin og hinir dáfögru silki badjus og sloppar, virðulegum blæ á aust- rænt yfirbragð samkomunnar. Of stoltar, og þjálfaðar eða of vel menntaðar til að sýna nokkur svipbrigði á andlitum sínum, horfðu þær á það sem gerðist með óumbreytanlegum, stórum og dökkum augum fangaðra dýra og enginn skeytti því hvað þær kynnu að hugsa um hlátursköll- in, þunglamalegt fótatakið hið opinskáa ástarfar og ósiðsaman söng hvíta fólksins. Einhvernveginn hafði það kvis- azt út að Mynheer von Halden væri forstjóri Singapore-Batavia- Manila áætlunarskipafélagsins sömuleiðis Tin og gúmmífélags Hollenzku Indía og einnig gest- gjafi kvöldsins. Það var ómögu- legt að segja, hvernig þetta hafði kvisazt. Vandengraf gæti hafa hvíslað því að einhverjum, Brookhuis skipstjóri gæti hafa kiknað undan ofurtaki leyndar- málsins, Jan Foster gæti hafa sagt samstarfsmönnum sínum það, eða landstjórinn þekkt and- litið með hvíta, mjúka yfirskegg- inu, af myndinni, sem hékk í bankanum. Líklegast var þó, að Mynheer Van Halden hefði sjálf- ur ákveðið að svipta hulunni af sér, heldur en eiga allt sitt undir Vandengraf. En hann tók öllu með ljúfri framkomu og virðu- legu fasi. Hann klappaði í axlir, lofaði stöðuhækkunum, talaði með söknuði um liðna daga, drakk hina venjulegu skál drottningarinnar. Hann dansaði jafnvel við landsstjórafrúna og ræddi við eftirlitsmennina. í stuttu máli sagt, hann gerði alla þessa leiðinlegu hluti, sem hann hafði vonazt til að komazt hjá. Farþegar Tjaldane horfði á hann, ofurlítið undrandi yfir þeirri staðreynd, að þessi hlédrægi samferðamaður þeirra reyndist vera deus ex machine kvöldsins. — Guði sé lof að ég vissi það ekki áður, sagði Anders Ander- son við Jeff. — Eða heldurðu, að ég hefði nokkurn tíma nálgazt þig, ef ég hefði vitað, að þú ert dóttir hins almáttka yfirvalds? Jeff muldraði, að hún byggist varla við því, en Anders virt- ist ekki ánægður. — Mér finnst þetta lágkúru- legt af þér. Þú hefur látið mig koma fram eins og asna! Leyft mér að hlaupa um allt og kalla pabba þinn „prófessor“. Það er reiðarslag fyrir mitt tortryggnis- lausa eðli, að komast að því, að. þú ert svona þjálfaður lygari. — Ég laug ekki. En ég sagði heldur ekki allt, sem ég vissi. Faðir minn hefur kennt mér þetta; hann hefur innprentað mér síðan ég var smástelpa, að hlé- drægni séu lög númer eitt fyrir alla, sem vilja teljast vel upp- aldir. — Ég er þakklátur fyrir, að þú skyldir vera hlédræg í þessu máli, þú vel uppalda stúlka, því annars hefði ég misst af öllu. ■—■ Misst af hverju? spurði Jeff. Hún reyndi að vera létt og kát í fasi, en þungi þess, sem hún hafði fræðzt um þessa nótt og gat ekki trúað öðrum fyrir, þyngdi hana. — Þessu, til dæmis, sagði Anders og beygði sig niður og kyssti hana. Hver og einn af koss- um þeirra fól í sér þá sáru vit- und, að hann gæti verið sá síð- asti. Jeff greip andann á lofti, eins og holskefla hefði skollið yfir hana. — Hlustaðu á þennan há- vaða! sagði hún. Þau stóðu í þröngum þilfars- gangi, og á þilfarinu yfir höfð- um þeirra höfðu Hollendingarn- ir tekið að dansa gamaldags hringdansa. Jeff og Anders höfðu farið niður á neðsta þilfar til að heimsækja kúlíana, sem eftir voru. Það var Jeff, sem átti hug- myndina að því, að þeir gætu líka gert sér glaðan dag. Löng- um borðum hafði verið slegið upp á meðal þeirra og þeim voru stöðugt bornar miklar birgðir af rísi, fiski og kjúklingum. Nú sátu þeir á mottunum sínum, saddir, ánægðir og ropuðu kurteislega, þegar Jeff kom. Hún öfundaði þá. Hve lífið hlaut að vera auð- velt, þegar full rísskál þýddi hamingju og frið. — Hvað er orðið framorðið? spurði hún Anders. — Ennþá heil eilífð fram að dögun, sagði hann. Þau fundu bæði, hvernig tíminn þaut fram- hjá eins og ólgandi á, og myndi að lokum rífa þau í sundur. — Komdu, við skulum dansa, sagði Anders óþolinmóður. -—■ Ég ætla að fara og ná í plötuspil- arann minn og við skulum spila „Ókunna töframanninn". Jeff hafði strítt honum einu sinni eða tvisvar á þesarri einstöku ást, sem hann hafði á plötuspilaran- um sínum, og hve hann var háð- ur honum. Og Anders hafði allt í einu orðið alvarlegur og svar- aði: ■— Þú getur ekki skilið, hví líkur félagi plötuspilari getur orðið, þegar maður býr einn á plantekru. „Ókunni töframaður- inn“ var þeirra plata. Þau áttu hana á sama hátt og þau áttu Græna geislann. Ást, þessi glitr- andi mósaík, er gerð úr þannig smámolum og bitum, hver og einn lítill og ómerkilegur í sjálfu sér, en þegar allt kemur saman á einn stað, er það dásamlegasta og dýrmætasta efni veraldarinn- ar. Þau höfðu dansað á þilfar- inu eftir hægu og tregafúllu hljómfalli „Ókunna töframanns- ins“, næstum því á hverju kvöldi, alein undir stórum, björtum stjörnum hitabeltishimisins. Þau höfðu borið plötuspilarann upp á bátaþilfarið og spilað „Ókunna töframanninn", og hlustað þög- uð á, með hjartslætti, þar sem þau héldustu í hendur í sínum litla, ólgandi alheimi, meðan Tjaldane ruddi sér maurildisskín- andi braut í grænan sjóinn. Að dansa eftir þessum minningar- þrungnu tónum í síðasta skipti, á fjölmennu þilfarinu, innan um ókunnugt, fagnandi, hávaðasamt og tilfinningalaust fólk, var himnaríki sjálft, mitt í allri þess- ari þjáningu og þessum vítislog- um. Charley Ellington, sem sat þennan dans hjá Ann, horfði á þau með nokkrum áhyggjum. — Það lítur út fyrir, að Andy hafi fengið það dálítið illa, sagði hann. -—- Fengið hvað? spurði Ann og svalaði heitu andlit sínu með blævæng, Hún hafði drukkið tvö glös af kampavíni eða kannske þrjú, og hún gekk, dansaði og flaut á litlum rósrauðum skýj- um. Rödd Charleys virtist koma langt að, þótt andlit hans væri nálægt og undarlega aðlaðandi. — Fengið hvað? — Mislinga, svaraði Charley. — Það er stórhættulegt, ef full- orðinn maður fær mislinga. Ann fannst þetta afskaplega sniðugt og hún flissaði. Charley leit ásakandi á hana. — Það er Framhald á bls. 33. VIKAN 20. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.