Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 44
Toppgnind
FLESTAR STÆRÐIR
FYRIRLIGGJANDI
A F0LK8 OG JEPPABILA
sími 40 4 73
Ryan starði á hann. Hampton
ma|or er ekki úr hópi yðar manna.
Hann er Þióðverji — óvinur.
— Hvað þá?
— Þjóðverjarnir sendu hann. Þeg-
ar Oriani hafði sagt þeim, hvernig
allt var í pottinn búið.
— Hann var Ameríkani, sagði
Ryan. — Það get ég svarið.
Falvi hristi höfuðið.
— Þjóðverjarnir eru snjaliir, colo-
nello.
Ryan lét fallast niður á fletið og
faldi andlitið í höndum sér.
— Drottinn minn, sagði hann
þunglega. — Ég gekk sem sagt í
gildruna.
Hann stökk á fætur og barði
hnefunum í trévegginn. ,
— Djöfullinn eigi það allt sam-
an! stundi hann.
Þegar Falvi var farinn, gekk
Ryan fram á pallinn og leit niður
í garðinn. Fangarnir voru á leið
út í matsalinn til að borða síðasta
morgunmatinn í PG 202. Þeir störðu
allir með kulda og ákæru á mann-
inn uppi á pallinum.
Tvö breið borð voru borin inn
í garðinn og sett upp með tveggja
metra millibili. Mönnunum var
stillt upp á opnu svæði öðrum meg-
in við borðin, og þeir stóðu þar
með föggur sínar við fæturna.
— Stillið ykkur í tvöfalda röð og
komið hér milli borðanna, sagði
Spötzl. — Það verður að skrá nöfn
ykkar og stöðu, áður en þið farið
lengra. Hinum megin við borðin
raðið þið ykkur aftur og bíðið
frekari fyrirmæla.
Ryan og Fincham fóru fyrstir milli
borðanna.
— Góða ferð, kæri ofursti, sagði
Oriani, þegar Ryan fór fram hjá.
Ryan lét sem hann sæi hann ekki,
en Fincham stanzaði, studdi kreppt-
um hnfum við borðbrúnina og hall-
aði sér að Oriani.
Þegar sá síðasti hafði farið milli
borðanna, voru fangarnir reknir út
fyrir hliðin, þar sem nokkrir hrör-
legir vörubílar stóðu í röð. Skammt
frá stóð rúmt hundrað innfæddra
Itala, sem höfðu komið af hreinni
forvitni.
Spötzl hélt Ryan og Fincham hjá
sér, meðan hinir fangarnir voru
reknir upp á vörubílana.
— Þið akið með mér í einkavagni
mínum, sagði hann, þegar síðasti
fanginn var kominn upp á vöru-
bíl.
— Ég ék með vinum minum,
sagði Fincham stuttaralega. — Ég
er vandfýsinn í félagavali.
— Ég skil yður ekki, sagði Spötzl
móðgaður. — Við erum hermenn,
og við hlýðum skipunum, bæði þér
og ég.
— Ég átti ekki við yður, sagði
Fincham.
Hann yfirgaf þá og klifraði upp
á þann vörubílinn, sem næstur var.
Oriani kom til Spötzl og Ryans.
— Þér kunnið vel að tapa, sagði
Oriani og rétti fram höndina.
Ryan leit á hana.
— Kysstu á rassgatið á þér,
sagði hann.
Nokkrir þorpsbúar veifuðu með
vasaklútum, þegar bílalestin rann
af stað. Oriani stóð við vegarbrún-
ina með hendur á mjöðmum og
veifaði, glaðklakkalegur í bragði.
— Svín, sagði Spötzl.
— Hann er yðar baráttubróðir,
ekki minn, yf irlautinant, svaraði
Ryan.
Bílalestin rann gegnum Domira,
milli hvítra kalksteinshúsa bænd-
anna. I hverjum glugga var and-
litú, og augnaráðin fylgdu þeim
eftir.
Þeir höfðu ekið í um það bil
fimmtán mínútur, þegar þeir heyrðu
skotið af vélbyssu aftar í bílalest-
inni. Spötzl rak höndina út gegn-
um gluggann og gaf merki um að
stöðva. Hann stökk út úr bílnum
um leið og hann hafði numið stað-
ar og hljóp aftur með lestinni, og
Ryan rétt á hæla honum. Fangarn-
ir kölluðust á.
— Það reyndi einhver að stinga
af, var hrópað.
— Veslingurinn!
Um hundrað metrum lengra
hljóp flalhlífarhermaður yfir tó-
baksakur í áttina að hreyfingar-
lausri veru, sem lá á grúfu með
útteygðar hendur. Constanzo og
Stein höfðu einnig stokkið ofan af
sínum bíl og hlupu í sömu átt.
— Þetta eru herpresturinn og
læknirinn, sagði Ryan við Spötzl.
— Sjáið um, að menn yðar skjóti
þá ekki.
Stein varð fyrstur til fangans.
Hann féll á kné, velti manninum
við og þreifaði eftir púlsinum. Ry-
an fór nokkrum skrefum lengra
en Spötzl og starði. Maðurinn, sem
lá þarna, var Petersen lautínant.
Hann er dáinn, hvíslaði Stein.
— Slæmt, sagði Spötzl, án með-
aumkvunar. — Bjánaskapur að
reyna að flýja, svona á bersvæði.
— Haldið kjafti! hvæsti Ryan.
Framhald í næsta blaSi.
££ VIKAN 20. tbl.