Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 12
Læknir leiðangursins, YVilson, aS nafni, reynir að telja kjark í Evans og lítur á kalnar hendur hans. Þar kom, að Evans brjálaðist af kvölum. Læknirinn og annar leiðangursmað- ur rcyna að stilla hann — en árangurslaust. Þann 11. marz, voru þjáningar þeirra orðnar slíkar, aS Scott skipaði Wilson að úthluta sérhverjum þeirra skammti af eitri, svo þeir gætu stytt sér aldur, sem vildu. gagni undir bækistöðvar fyrir hvalveiðar, Auk þess átti ódrep- andi fróðleiks- og könnunarþorsti mannkindarinnar hér drjúgan hlut að máli. Þá er að segja frá Scott. Ferð hans gekk fremur stirðlega í fyrstu, ýmsir gallar komu fram í skipinu og vistir gengu til þurrðar. Varð hann að bregða sér til Nýja Sjálands til að end- urnýja birgðirnar og fá gert við skipið. Hlaut hann þar erindis- lok að óskum og lagði úr höfn að nýju 24. desember. Var nú siglt fyrir hraðbyri suðurundir heimskautsbaug, þar sem leið- angursmenn sáu hvern borgarís- jakann öðrum meiri; voru sum- ir allt að 400 metrum á lengd og hundrað fetum á hæð. Eftir all- mikla baráttu við rekís komust leiðangursmenn að strönd Ant- arktíku og bjuggust fyrir í vetr- arbúðum þar sem heitir McMur- dosund, en landið umhverfis kenndu þeir við Játvarð konung sjöunda. Þarna höfðust leiðang- ursmenn við um veturinn og am- aði ekki að þeim að ráði, þótt nokkrir fengju aðkenningu af skyrbjúg. Sumarið var notað til undir- búning frekari aðgerða, en um haustið lagði Scott af stað við þriðja mann suður á jökulhálend- ið. Höfðu þeir með sér nítján hunda, er drógu sleða með vist- um og öðrum útbúnaði. Sóttist þeim ferðin vel framan af, en færðin þyngdist heldur betur er fyrir þeim varð fjöllótt land og illfært yfirferðar. Liðu þeir þungar þrautir á heimleiðinni, hundarnir drápust og einn mann- anna varð óliðfær af skyrbjúg. Þó komust þeir allir lifandi til vetrarstöðvanna þann 3. febrúar 1903, eftir 93 daga fjarveru. Þegar hér var komið sögu, voru menn heima í Englandi farnir að óttast um Scott og þá félaga. Keyptu þá nokkrir velunnarar hans norskt hvalveiðiskip, er Morgenen hét, létu endurbæta það og sendu síðan suður í leit að Discovery. Stýrði þessum leiðangri maður sá er Colbeck hét og hafði áður hlotið reynslu í slíkum ferðum. Hafði hann að lokum uppi á Discovery í Mc- Murdosundi, þar sem það sat fast í ísnum. Tókst þeim á Morg- enen að koma vistum í land til manna Scotts, en þar eð ekki tókst að losa Discovery úr ísnum, ákváðu þeir að taka sér þar vet- urvist einu sinni enn. Fór Scott þann vetur í nokkrar sleðaferð- ir til frekari könnunar inn á jök- ulhálendið, en í febrúar skall á hvassviðri, sem kom slíku róti á ísinn að Discovery losnaði. Sigldi Scott þá enn víða um suð- urhöf til rannsókna, áður hann sneri heim á leið, en til Englands kom hann , september 1904. Þótti hann hafa vaxið eigi alllítið af för þessari. Næstu árin urðu margir til að feta í fótspor hins djarfa Eng- lendings um Antarktíkuferðir; má af þeim telja landa hans Shackleton, sem verið hafði með Scott á Discovery, fylgt honum í mestu svaðilförina suður á jök- ulinn og verið þá hætt kominn af skyrbjúgs völdum. Hann var þó hvergi banginn við frekari háskaferðir og 1909 munaði mjóu Litlu siðar var Evans örendur á jökulbreiðunni — sá fyrsti var failinn í valinn. Frostið var um 47 stig á Celcius. Þeir héldu áfram för sinni og drógu með sér líkið af Evans á sleða. Svo týndu þeir slóðinni og síðan tepptust þeir lcngi vcgna stórhríðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.