Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 19
ALDSAGA STHEIMER tRÁÐ í FtUININGAIEST ná tökum á þessu öllu, sagði Finch- am. Fimm dögum eftir innrásina kom spenntur og óeðlilegur Oriani inn í búðirnar fyrir morgunuppstilling- una og bað Ryan að koma til skrif- stofu Battaglia. Augu fangabúðast|órans voru djúpir þjáningarbrunnar undir þungum, svörtum augnabrúnunum, og þar undir hafði hann stóra þreytupoka. — Colonello Ryan, sagði hann með lágri en styrkri rödd. — Það er mín dapurlega skylda að til- kynna yður, að (talía hefur gefizt upp. Ryan hallaði sér fram í stólnum, greip um armbríkurnar og bældi löngun sína til að hrópa húrra. Battaglia ofursti, sagði hann al- varlega. — Eg vona, að þjóð yðar verði hlíft við frekari þjáningum. Og leyfið mér að segja, að ég skil tilfinningar yðar og virði þær. — Enn sem komið er veit ein- ungis maggiore Oriani það sem ég hef sagt yður. Eftir eina klukku- stund fá menn mínir að vita þetta. Þér veriðið að flytja yðar mönnum fréttina, og gæta þess, að ekki komi til uppþots. — ffvað verður nú? spurði Ry- an. — Munið þið veita mótspyrnu, ef Þjóðverjar reyna að taka fanga- búðirnar? — Ég persónulega mun setja mig á móti hverri tilraun Þjóðverja í þá átt. En fái ég ekki liðsstyrk, get ég engu lofað. — Fyrst um sinn álít ég bezt, að þér haldið áfram á sama hátt og hingað til, sagði Ryan, og með þeim orðum tók hann stjórn fangabúð- anna í sínar hendur. Ryan beið í klefa sínum, þar til mennirnir höfðu safnazt saman í matsalnum. PG 202 var óvenju hljóður staður að undanteknum klið úr eldhúsinu og hringlinu í ein- hverju farartæki, sem fram hjá fór. Langt í burtu heyrðist vélarhljóð í flugvél. Okkar eða þeirra? hugsaði Ryan. Flan leit á klukkuna og gekk niður þrepin. — Takið eftir! hrópaði Fincham, þegar Ryan kom inn í matsalinn. Fangarnir, sem þrengdu sér sam- an á bekkjunum, sneru móti Ryan og á andlitum þeirra speglaðist áköf forvitni. Ryan leit á klukkuna. ffann var ákveðinn að samstilla nákvæmlega frásögn sína og Battaglias. Eftir hálfa mínútu var nákvæmlega klukkutími, síðan hann sat gegnt fangabúðastjóranum. — Flerrar mínir, sagði hann. — Ég veit, að þið takið fréttum mín- um sem sæmir yfirmönnum og þroskuðu fólki. Fyrir nákvæmlega klukkustund skýrði Battaglia ofursti mér frá því, að Ítalía hefði gefizt upp. Eitt andartak var sem engin hefði skilið orð Ryans. Það var dauða- þögn, enga tjáningu var að sjá í neinu andliti. Svo hrópaði einhver glatt og klúrt orð. Þá varð eins og sprenging orða og hreyfinga. Mennirnir æptu eins og skepnur og slógu hver öðrum á bak. Ryan stóð þögull og leyfði mönn- unum að æpa úr sér fyrstu við- brögðin. Þegar mennirnir voru setztir á ný og hljóð komið á, sagði hann. — Ég skil tilfinningar ykkar. Margir ykkar hafa þolað langa fangavist. En ég vil ekki, að neinn ykkar tapi lífinu, nú þegar hið versta er afstaðið. Enginn skal þurfa að dvelja í PG 202 mínútu lengur en nauðsynlegt er. Ég mun gera allt til að komast í samband við okkar heri og fá fyrirmæli. Þið fáið frétt- irnar jafnóðum og þær berast. Þetta var allt, herrar mínir. Fincham stökk á fætur, en í stað- inn fyrir að skipa „hægri, vinstri, einn, tveir", æpti hann: — „God save the King", strákar! Bretarnir risu á fætur og hófu upp raust sína. Ameríkanarnir svör- uðu með „Star-Spangled Banner", en þeir voru allt of fáir og Bretarn- ir yfirgnæfðu þá. — „My country, 'tis og thee", galaði Bostick. Þann söng sungu báðir hópar saman, með ólíkum texta en urðu samferða út lagið. Þegar samkomunni lauk, urðu Ryan og Fincham samferða út í garðinn. Italskir hermenn í ýmsum stigum ölvunar og klæðaburðar höfðu safnast saman við hliðin. Þeir köstuðu vínflöskum yfir girð- inguna og fangarnir köstuðu sígar- ettum aftur út fyrir. I sama bili kom Oriani langstíg- ur gegn um aðalhliðið [ fangelsis- múrnum. Þegar hann sá menn sína í gleðskap með föngunum, skipaði hann þeim í reiði burt. Þeir létu orð hans sér sem vind um eyru þjóta. Oriani varð náfölur. Hann þreif upp skammbvssu sína og skipaði næsta manni í réttstöðu. Maðurinn kipptist við, og hlýddi, stjarfur af ótta. Jafnvel fangarnir þögnuðu, en aðeins andartak. Svo barst ógnandi muldur um skarann innan við hlið- ið. — Það ætti að reka þessa byssu upp í rassinn á þér, öskraði Bost- ick, og Breti, sem ekki vildi vera minni, hvein: — Komdu þér í burtu, ef þú vilt ekki að við étum þig með morgun- teinu, moðhausinn þinn! — Majór, hrópaði Ryan. — Eruð þér svo grunnhygginn að koma hingað inn? — Ég hélt, að menn yðar myndu haga sér eins og vitibornar mann- eskjur en ekki eins og villidýr, hvæsti Oriani. — Ég skal sýna þér, hvernig viti Framhald á bls. 39. VIKAN 20. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.