Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 11
Scott (í p.ftari röðinni fyrir miðju) og: leiðangursmenn hans í upphafi ferðarinna.r. Þeir vissu ekki annað en að þeir mundu komast fyrstir manna á suðurpólinn og mundu hljóta mikinn heiður að launum fyrir erfiði sitt. Förin gekk vel framanaf. Scott skildi eftir birgðastöðvar á leiðinni suður snævi þakið Suðurskautslandið. Hér eru þeir í næturstað; enn er sjálft heim- skautið í langri fjarlægð. LÍK OKKAR SEGJA SÖGUNA kynslóðir fjölskyldu hans alið aldur sinn, en að uppruna var hún skosk. Scott ungi gekk snemma í flota lands síns og komst þar brátt í álit, enda hið mesta afarmenni í hverri raun. Fljótlega fékk hann áhuga fyrir landkönnun, ekki sízt á heim- skautasvæðunum, enda var slíkt mjög á döfinni um þær mundir. Kom svo, að þegar brezkir aðilar gerðu um síðustu aldamót út leið- angur til rannsókna á suður- skautssvæðinu, var Scott falin forustan. Lét hann úr Lundúna- höfn þann 31. júlí 1901 á skip- inu Discovery, sem smíðað hafði verið sérstaklega fyrir leiðang- urinn. Ahöfnin var fimmtíu manns, allt einvalalið. Á þeim tíma var þekking manna á suðurskautslandinu — Antaktiku — og nærliggjandi hafsvæðum fremur takmörkuð, og hafði þó um langan aldur ver- ið ríkjandi mikill áhugi fyrir aukningu þeirrar þekkingar. Frá fornu fari var litið svo á, að ein- hversstaðar handan suðurhafa hlyti að vera eitt ógnarstórt meg- inland til mótvægis við þurrlendi norðurhvelsins, því annars héld- ist jörðin ekki í jafnvægi. Á landafundatímunum miklu magnaðist stórum áhugi Evrópu- manna fyrir þessari ímynduðu suðurálfu, sem margir töldu engu fátækari eða fólksfærri en Amer- íku og Indíur. Urðu ófáir konk- istadórar og pírátar til að gefa sig til leitar að dýrðarríki þessu, sem þeir auðvitað ekki fundu, en urðu hinsvegar margs vísari um náttúrufar á suðurhvelinu og juku þannig stórum landafræði- þekkingu þjóða sinna. Sagt er að Amerigo Vespucci, sá hinn sami og Ameríka er heit- in eftir, hafi orðið fyrstur til að uppgötva land, er suðurskauts- svæðinu tilheyrir, er hann kom til Suður-Georgíu árið 1501. Ekki þykir þetta þó öruggt, frekar en margt annað viðvíkjandi þeim á- gætismanni. Hinsvegar leikur enginn vafi á því, að Frakkinn Bouvet hafi komið til eyjar þeirr- ar, í Suður-Atlantshafi, er við hann er kennd; það skeði 1739. Fleiri fullhug'ar honum samlend- ir gerðust til suðurhafssiglinga síðar á þeirri öld; höfðu Frakk- ar þá nýlega misst Kanada í greipar Englendingum og vildu gjarnan eignast suðurálfuna miklu í staðinn, svo fremi hún væri til. Höfðu þeir lítið upp úr krafsinu utan nokkrar eyjar byggðar selum og mávum, og er Keregulen þeirra mest. En það var hinn frægi breski landkönn- uður James Cook, sem í suður- hafsleiðangri sínum 1772—1775 sannaði að lokum, að hið suð ræna gósenland var ímyndun ein. Hinsvegar fann hann mikla mergð sela, og varð sú uppgötv- un til þess, að margir fóru að gera út skip til seladráps þang- að suður, og síðar til hvaiveiða. Að öðrum suðurskautsförum fyrir daga Scotts má nefna Eist- lendinginn Bellingshausen, sem sigldi undir rússneskum fána, Bretann Weddell, sem fann mik- inn sæg hvala og mörgæsa og kannaði haf það, sem síðan er við hann kennt, landa hans Bis- coe, Balleny, Ross, Frakkann d'Urville, Bandaríkjamanninn Charles Wilkes, Belgann de Gerl- ache og Norðmennina Bull og Borchgrevink, sem fyrstir manna stigu fæti á meginland Antartíku árið 1895. Allir þessir fullhugar og fleiri betrumbættu stórum þekkingu manna á þessum ógest- risna hluta heims og efldu jafn- framt áhuga þeirra á honum. Framámenn margra ríkja töldu engan veginn útilokað, að ein- hver náttúruauðæfi kynnu að leynast þarna í ísflákanum og að minnsta kosti gátu þeir komið að Vlku eftir að þeir komust yfir sprungusvæðið, var einn þeirra fclaga, Evans að nafni, orð- inn kalinn á andliti og höndum og fárveikur. Hér horfir hann einn sér á kalnar hendur sín- ar, en hinir ræða saman. Stemmingin er orðin mjög döpur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.