Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 15
landinu nógu vitlaus til þess að hún hafi getað skrifað þetta bönvað andans bull og þá er bara ekki öðrum að dreifa en að þeir hjá Vikunni hafi skrifað þetta“. Svona sagði hann nú þessi orð- vari og hægláti maður og skegg- ið á honum bara titraði af geðs- hræringu og hann spýtti út úr sér vænni lufsu af beljuhári því að hann bítur alltaf í hrygginn á eftir hann Tani. Og þá sagði eg um leið og eg renndi úr bollan- um: „Þeir tala nú mikið um læknira í þessari líka sögu eða hittóeldur og eg held nú bara að þeim veitti ekki af því að fara til lækniranna þarna fyrir sunn- an og láta bara athuga eyrun á sér því að eg held bara að þeir séu nú farnir að heyra svo illa að þeir heyri eingáng ekki skrölt- ið í hausunum á sjálfum sér þeg- ar þeir hrista á sér hausinn“. Það getur nú kannske skeð að eg. geti nú verið neyðarlegur í orðum eins og Tani eg segi það nú bara þó ég segi það sjálfur. „Já þetta segirðu nú satt elskan mín“ vældi Subba, það er nú hún Sigurborg konan mín og klóraði sér innanlærs og glápti á mig þessum líka litlu ástar- og að- dáunaraugum að það minnti mig nú bara á það hvernig hún kusa hans Tana mændi á tappinn úti á hlaðinu fyrir embætti stuttu áður. „Já það er nú bara svo“ sagði Tani „að hún Solpa mín“ það er hún Sólrún konan hans Tana á Mölonum „hefur bara ekki á heilli sér tekið síðan þeir fóru að skrifa þennan líka he- voðans óþverrann" og hann skellti bollanum harkalega frá sér sá stilti og góði maður. Við töluðum nú bara margt fleira um þetta sem eg ætla nú samt að hlífa ykkur við að heyra þó þið eigið það nú bara ekki skilið að ykkur sé hlíft við að heyra það því að hann sat nú lengi inní eldakamersi hjá okkur hann Tani yfir rjúkilmandi kaffi og fínu bakkelsi og það var nú litlu moð- að af bakkelsinu en hún Subba mín bakar þetta líka fína bakk- elsi og Tani var svona lengi útaf því að hann vildi bara síður fara með hana yxna til baka og beið þángað til það fór að fara af henni og þegar það fór svo að fara af henni þá fór hann að fara að fara og eg rak á eftir henni suður fyrir merki. Eg ætla nú að ríða niður í kaupstað á morgun og þá ætla eg að láta þetta bréf í póstinn því að skipið fer suð- ur á þriðjudaginn ef það lokast þá bara ekki allt af ís og eg skora bara á ykkur að láta prenta þetta í þessum pósti ykkar bara bara ef þið þorið svo fólk bara geti séð hvusslags menn þið er- uð skinnkvalarstráhvinirnir ykk- ar og þið megið snúa útúr því eins og þið bara viljið. Veriði svo sælir og feginn vildi eg Vera laus við að eiga ykkur að. Hartmann Hánefsson. Akureyri 30. marz 1965 Kæri Póstur! akka þér öll þín svör o.s.frv. Mér líkar stórágætlega við þig. Ég hefi lesið Vikuna þó nokkuð lengi og mér finnst hún hafa farið batnandi með hverju ári. Meira hól ætla ég ekki að láta ykkur í té að sinni, því það gæti stigíð ykkur til höfuðs. En svo ég komi nú að efninu, þá langar mig að spyrja: „Þessi upp- götvun Vikunnar á nýjum rit- höfundi, sem þið segið að saga sú, (ef sögu skyldi kalla) sem 2 fyrri hlutar hafa birzt af í blað- inu, sé eftir, er hún ekki bara upnspuni frá upphafi til enda? Er þetta ekki eitt af ykkar árlegu göbbum? Ég get ekki trúað öðru. Ég hef lesið það sem komið er, og finnst grátbroslega asnalegt og vitlaust. I „viðtalinu við rit- höfundinn" spyrjið þið, hverjir hennar uppáhalds höfundar eru. Jú og svarið; öll kvenskáldin okkar með allt sitt bleksvarta kaffi og sína sveitasælu. Ef þetta er ekki gabb, þá minnkar Vikan nokkuð í áliti hjá mér, fyrir að birta slíka fádæma heimsku. Af hverju birtið þið ekki betri mynd af höfundinum? JJvar er hún þessi Vík? Með einlægri von og fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Rótlaus Kaffison. Grund 2. apríl 1965 Hr. ritstjóri! ið látið skammt stórra höggva á milli og ekkert mannlegt er ykk- ur óviðkomandi. Jón Kári lifir í minningunni eins og eitt af góðskáldunum, sem þjóðin lærði utanað (sjálfur kann ég tvö ljóð eftir hann) og um leið og Jón Kári var vakinn til lífsins á ný (í umræðum Helga Sæmundssonar og Sigurðar A. Magnússonar í dagblöðunum) þá hleypið þið skáldkonu af stokk- unum. En munurinn er sá, að Jón Kári var kjaftshögg fyrir gagnrýnendurna, sem létu blekkjast, þá er Sigríður frá Vík eiginlega ekki kjaftshögg fyrir neinn. Ég hef sannspurt frá tveim af þessum svokölluðu „kellingum", að þær tóku þetta ekki til sín, heldur töldu þær að hér væri verið að sneiða af stöllum sínum og tilgreindu dæmi til að rökstyðja það. Kannske hefur það allt eins ver- ið ætlunin að gera grín að þeim fjölmörgu lesendum og aðdáend- um kerlingabóka, sem flykkjast í bókasöfnin í leit að léttu lestrar- efni og taka þessar sögur fram yfir allt slíkt efni. En ég spái, að allt það fólk haldi því áfram jafnt fyrir þetta grín, því eng inn tekur sneiðina til sín. Nú hefur Sigurður A. Magnússon kallað Hvin í stráum „kerlinga- bók allra kerlingabóka“ eða eins- konar biblíu fyrir alla væntan- lega rithöfunda, sem vilja leggja það fyrir sig að seðja lestrar- hungur fólks með einföldum sög- um af einföldu fólki, þar sem öllum aukaatriðum er sleppt og sálarflækjum. Ég kalla það hreint ekki svo lítið „kompli- ment“ hjá Sigurði og ég get líka tekið undir það með honum, að margt var haglega gert og sem skopstæling er sagan ágæt. Samt fór ekki hjá því, að ég sá undir eins í gegn um þetta hjá ykkur og ekki sízt eftir að ég las við- talið við Sigríði. Þar var til dæm- is alls ekki sagt frá því, hvar þessi Vík væri á landinu og margt annað var loðið og grun- samlegt, þegar maður fór að at- huga það. Annars hefur það kannski ekki sízt verið vegna þess, að maður á orðið von á því, að Vikan geri eitthvert sprell á ári hverju. Og í þeirri von, að Vikan haldi áfram að vera frum- legt blað með nýstárlegar hug- myndir, ætla ég að halda áfram að kaupa hana. Jón G. Guðmundsson frá Grund. Reykjavík 29. apríl 1965 Kæra Vika! ikið þakka ég þér innilega fyrir söguna hennar Sigríð- ar í Vik „Hvin í stráum". Þú ert alveg stór- sniðug að láta þér detta þetta í hug, ég er viss um, að engan hefur grunað að þetta ætti bara að vera spé. Þetta var svo eðli- legt hjá þér. Það var sannarlega tímabært að hreyfa við þessum kerlingum, sem eru lekandi kjaftasögum í bækur í tíma og eikum ótíma. Sögurnar eru raun- ar orðnar margtuggnar kökur eftir uppskrift frá Cavling og Schlaughter, nema bökunin er farin að mistakast alvarlega í seinni tíð. „Hvinur í stráum" er síberg- málandi útburðarvæl utan úr þoku íslenzkra nútímabók- mennta. En margt býr í þok- unni þeirri. Tímaritin eru meginkvísl bók- menntastraumsins inn á íslenzk heimili í dag. Gamall málshátt- ur segir: „Eftir höfðinu dansa limirnir". En hvað segja þessi höfuð? Á forsíðunum tróna myndir af fegurðardrottningarefnum með skilti um úlnliðinn, áritað nafni styrtistofunnar, sem gefur grip- inn út. (Fjandans spæling, að Skjalda gamla skuli vera dauð, annars hefði ég getað málað hana upp og sent ykkur mynd á for- síðuna, sú hefði verið góð aug- lýsing fyrir Polytex). En lítum á innihaldið. Uppi- staðan í blaði, sem ég las nýlega, var heilsíðuauglýsing frá Vice- roy, en því miður eru víst vín- auglýsingar bannaðar, því að annars mundi líklega Jonny Walker vera aðalstyrkjandi ís- lenzkrar blaðaútgáfu, en ekki veitir af, að gott fyrirtæki styrki annað, a.m.k. þegar James Bond er annars vegar. En mikið má útgáfa James Bond sagna kosta, ef hún borgar sig ekki. Hvílík menningarverðmæti fara ekki fram hjá þeim, sem missa af slík- um sögum! Hugsa sér, að maður- inn skuli geta innbyrt 20 lítra af Bourbon á aðeins 11,6!! Og drepið svo ömmu sína á eftir!! Segja mætti mér, að slíkt mundi gerast í einhverjum kaflanum. Já, mikið bölvað skran eru nú kerlingabækurnar í samanburði við þessi gullkorn utan úr hin- um stóra heimi. Eða er það ekki? Það er bví ekki undur, þó að SAM frændi sýni tennurnar, þeg- ar enn ein kerlingarrotinpúran hrækir á menningarvitann, og nú með þeim afleiðingum, að ljós- geislinn brotnar og lýsir ekki lengur út í þokuna, heldur á blessaðan karlinn hann SAM sjálfan. Með þessar líka nálbeittu tennur (fengnar frá USA?). En segðu mér nú eitt, kæra Vika. Er hægt að telja James Bond að einhverju leyti æðrj bókmenntir en kerlingabækurn- ar, sem reyndar flestir telja lé- legar? Það verður a.m.k. mér til efs. Fari svo, að margumræddri þoku létti, megi þá nátttröllin Sigríður og Fleming steinrenna á yzta hjara veraldar, þar sem hvín í stráunum á gröf James Bond. Kveðja gn. VIKAN 20. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.