Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 29
Húsameistarinn var horfinn. Engan grunaði, aS á sjálfan há- tiöisdaginn lá hann andvana inni í fatageymslu ugrar konu — á gólfiu innan um pappakassa og skófatnað — eSa, aS hinn gamli, trúi þjónn frúarinna flutti hann meS leynd næstu nótt á asna- baki aS hamragjá einni skammt þaðan og kastaði lionum þar niður. En Magdalenukirkjunni gaf frúin stóra upphæS fyrir sálu hans. Munkurinn, Don Gregorio, livarf einnig, en hann hafði ver- iS dáSur skriftafaöir fina fólks- ins. Hann endaði ævi sina i neS- anjarðarfangeisi i Camaldolens- erklaustri. Og átti markgreifinn sinn þátt í því, að svo fór. Skriftastóllinn var aö sjálf- sögSu fluttur. Markgreifinn minntist aldrei á þennan athurS viS konu sina. BæSi heima og heiman auSsýndi hann henni hina mestu virS- ingu — já, stundum meira aS segja blíSu, sem annars virtist honum ekki eiginleg. En i svefn- herbergiS hennar steig hann aldrei framar fæti sínum. Heimkoman Framhald af hls. 17. — Halló, afi. Ertu kvefaður eða hvað? — Það er ekkert. Hún kom og settist gegnt honum, ung, föl, falleg stúlka, hörund hennar jafnvel hvítara en gervifestin, sem hún bar um hálsinn. — Ég er ekki vanur þessu, sagSi hann. — Ég þoli ekki á- fengi lengur. — Þú þarft þjálfun, sagði hún ■og brosti. Svo varð honum ljóst, að þetta var ekki viðvaningur; stúlkan vann þarna. Hann teygði sig í töskuhandfangið. ■—- Vertu kyrr, afi, þú getur ekki flogið á einum væng. — Nú skil ég ekki. — Fáðu þér aftur í glasið, það verSur betra næst. — Ég býst ekki við því. — Ég skal segja þér nokkuð. Þú kaupir í glas og reynir það; ef þér líkar það ekki skal ég Ijúka við það fyrir þig. Þetta er eins og að fá peningana aftur, nema hvað þú færð enga peninga. Hún hló glaðlega. Hann byrjaði að mótmæla, en þoldi ekki að sjá brosið hverfa, jafnvel þótt það væri falskt. — Allt í lagi, sagði hann rám- ur. Barþjónninn kom til baka reiðubúinn. Hann slengdi tveim- ur glösum fyrir framan þau, bæði voru barmafull. Hann setti flöskuna fyrir framan Beggs og sneri henni þannig að hann gat séð nafn tegundarinn'ar. Beggs lagði það á sig að brosa við hon- um, þunnu brosi. Grannir, hvít- ir fingur stúlkunnar vöfðust um glas hennar og hún lyfti því. — Skál fyrir þér, sagði hún. Þetta glas var auðveldara við- ur eignar. Hann hvíldist ekki, en þjáning hans var léttbærari. Hann minntist þess, til hvers á- fengið var. Hann leit feimnis- lega á stúlkuna og hún klappaði honum á öxlina. — Fallegi mað- ur, sagði hún blíðlega, lítillát. — Með svona fallegt, hvítt hár. — Þú drekkur ekki, sagði hann. — Svona eftir á að hyggja vil ég heldur fá drykk með engifer- öli. Gætum við ekki setzt við borð? Beggs leit uppeftir barnum; barþjónninn var að þurka glös og virtist ánægður ... — Jú, hversvegna ekki? sagði hann. Hann tók upp töskuna sína og klöngraðist niður af stólnum. Fætur hans skynjuðu ekki gólf- ið þegar þeir snertu það, og hann hló. — Hvað er þetta? Fæturnir á mér eru sofandi. Hún flissaði og leit á töskuna hans. Svo stakk hún hendinni undir handlegg hans. — Ósköp ertu sætur, sagði hún. — Það var gott að þú skyldir koma inn. Hann var á fangelsisverkstæð- inu. Vélarnar öskrandi, líkami hans var stífur af þreytu og hann fann til í höfðinu. Hann hvíldi það á svölu borði rennibekksins og vörðurinn greip um öxl hans og hristi hann: — Vaknaðu fél- agi. — Hvað? spurði Beggs og lyfti höfðinu upp af plastplötu borðs- ins. Hönd hans var ennþá utan um glas, en það var tómt. — Hvað varstu að segja? spurði hann. — Vaknaðu, sagði barþjónn- inn. — Þetta er ekki hótel. Ég er að loka. — Hvað er klukkan? Hann rétti úr sér og bjöllurnar hringdu fyrir eyrum hans. Hann hafði náladofa í fingrunum og lím í munninum. — Ég hlýt að hafa sofnað, sagði hann. — Klukkan er orðin meira en eitt, sagði barþjónninn. — Farðu heim. Beggs leit yfir borðin. Þar var enginn. Hann teygði sig niður eftir töskuhandfanginu og greip í tómt. — Töskuna mína, sagði hann rólega. — Hvað? — Töskuna mína. Kannske ég hafi skilið hana eftir við barinn ... Hann reis upp, staulaðist í átina að barstólunum og tók að ýta þeim til og frá. — Hún hlýt- ur aS vera hérna einhversstaðar. Sástu hana ekki? — Sjáðu til, félagi.. . — Töskuna mína, sagði Beggs skýrmæltur og horfði á mann- inn. — Ég vil fá töskuna mína, skilurðu það? — Ég sá enga tösku. Heyrðu, ertu að saka mig um að . . . — Stúlkan, sem ég var með. Þessi, sem vinnur hér. — Hér vinnur engin stúlka, félagi. Þú hefur rangar hugmynd- ir um staðinn, sem ég rek. Beggs tók um jakkaboðunga mansins, en ekki fast. — Láttu ekki svona. sagði hann. Hann brosti jafnvel. — Vertu ekki að grínast. Ég er gamall maður. Sérðu hvíta hárið mitt? Hvað gerðirðu við töskuna mína? Hvar er stúlkan? , — Herra minn, ég segi þér það einu sinni enn, sagði bar- þjónninn og ýtti Beggs frá sér, UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Þftfi er alltaf fiftmt loikurinn f hennl Vnd- isfríS okhar. Rún hefar faliB Srklna hans Nóa oinhvers ataðar í blaðinu og heitir gdðum verBIaunum handa hcim, sem getur funðiS hrkina. VerBlaunin cru stór kon- fehtkftssi, fullur af bezta konfektl, og framleiSandlnn er ausvttaó Stclcætisgcrfi- tn »41. Nafit Baimlil iifkin er S bli. — sifiaet er dre'si® var hiaut verðlaunin: Ástmar Þorkelsson, Borgarnesi. Vinninganna má vitja 1 skrifstofu Vikunnar. 20. tbl. LILUU LILUU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búS & & & & & & & 14. H}. it?. .tfe Norska garnið Feer Gynt CPétur Gaufur) FALLEG MYNZTUR VIKAN 20. tbi. 2g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.