Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 7
izt betur til en raun ber vitni að þessu sinni, þú hefir sjálfsagt tjaldað því sem til var. Ég get huggað þig með því kæri Póstur, að ótti þinn um að hnippingar okkar verði gerðar að milliríkja- máli er alveg ástæðulaus, í fyrsta lagi erum við ekki þær stærðir að mark verði á okkur tekið á þeim vettvangi og í öðru lagi er ég búinn að eiga heima hérna í Reykjavík í 12 ár og líkar mér hverjum deginum betui, svo ekki sæti á mér að auka hlut norð- lendinga á kostnað sunnlendinga. Hitt er svo annað mál að þegar skrifað er af lítilli þekkingu um atriði sem maður þekkir sjálfur af eigin raun getur maður ekki orða bundizt, enda er ég á þeirri skoðun að bögubósar af Brekku- stígnum ættu ekki að láta ljós sitt skína um göngur og fjalla- ferðir, það er jafn fráleitt eins og ég færi að gerast blaðamaður við „Vikuna“. Ég vil svo biðja afsökunar á frágangi þessa bréf- korns, ég er nefnilega heldur lé- legur vélritari. Læt ég svo út- rætt um þetta mál. Með kærri kveðju. Höskuldur Egilsson, Skólavörðustíg 12. P.s. Ég geri ekki kröfu til að bréf þetta verði birt í „Póstinum“, en ef þér dettur í hug einhver hnitt- inn viðauki við lestur þess, er það reiðilaust af mér þótt það sé birt. Kæri Höskuldur! Ég bið þig innilega afsökunar, ef ég hef sært þig með svarinu, sem átti bara að vera saklaust glens. Mér hefur mistekizt herfi- lega — og þó tjaldaði ég öllum þeim bleðlum, sem til voru. Einn hluti áætlunarinnar tókst þó, en það var að fá þig til að skrifa aftur. Mér finnst þú skrifa skýrt og skemmtilega, og VIKAN yrði fegin ef þú vildir við tæki- færi færa í letur frásögn um göngur og fjallaferðir, því vafa- laust áttu í fórum þínum eitthvað fróðlegt og skemmtilegt um það. Nú máttu ekki misskilja mig, Ilöskuldur, ég meina þetta í fullri alvöru, — svo hjálpi mér! Með kærri kveðju. Bögubósi af Brekkustígnum, AÐ GANGA í KLAUSTUR Kæri Póstur. Við erum hér tvær 17 ára stelpur utan af landi. Okkur langar til að ganga í klaustur og gætir þú ekki sagt okkur eitt- hvað um klausturlífið, t.d. hvað við þurfum að vera gamlar, hvað við þurfum að borga til að ganga í klaustur, og er ekki hægt að fara þaðan ef okkur mundi leiðast lífið þar. Kær kveðja. Elma og Birna. Vikan sneri sér til príorinn- unnar í Karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði, sem svarar bréfinu á eftirfarandi hátt: „Ég býst við því, að þessar stúlkur séu fermdar í þjóðkirkj- unni og því á maður fyrst og fremst að benda þeim á klaustur mótmælenda erlendis, t.d. á Marienschwestern í Darmstadt í Þýzkalandi, sem er mjög merki- leg stofnun, með stóru gestaheim- ili, þar sem gott er að dveljast, sérstaklega þeim, sem hafa áhuga á því að mæta fólki ýmissa trú- arflokka. Annað kvennaklaustur mótmælcnda er í Grandchamps (Sviss) og alveg ný stofnun hlýt- ur að vera einhversstaðar í Sví- þjóð. Fleiri kvennaklaustur ensku kirkjunnar (anglikansk) eru til, gamlir abbadísargarðar og nýjar stofnanir. Um kaþólsk klaustur er það að segja að enginn getur gengið þar í, nema hún sé komin af kaþólsku fólki eða hafi verið kaþólsk í nokkur ár. Hún má ekki vera yngri en 21 árs.. Um peningamál er ekki hægt að segja nokkuð, það verður ákveðið eftir efnum og ástandi en vöntun á þeim verð- ur mjög sjaldan hindrun. Þeim stúlkum væri bezt að lesa nokk- uð um klausturlífið, þó lítið eða ekkert sé til á íslenzku, kannske síðasta kafla úr „Óður Berna- dettu“ eftir Franz Werfel, þó margt breyttist síðan Bernadetta fór í klaustrið. Loksins get ég sagt þeim, að systrunum er all- staðar leyft að snúa aftur heim, ef þær verða fyrir vonbrigðum í klaustrinu. Með beztu kveðju, virðingar- fyllst. S. M. Verónika, priorinna. Bezta súkkulaðikexið HEILDSÖLUBIRGÐiR: PÓLARIS H.F. Hafnarstræti 8. — Sími 21085. VIKAN 20. tbl. rj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.