Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 21
Piper Apache, sjúkraflugvél Tryggva, hefur reynzt afburðavel til sinna nota. t> Tryggvi Helgason ásamt Erich Vergens, svifflugkennara. Myndin er tekin í Þýzka- Iandi. ^ <i Beechcraft vélarnar tvær, sem fá ekki aS fljúga, af því þær komast ekki inn í neitt hús á Akureyrarflugvelli. skólaárunum smíðaði ég ótal flugvélalíkön og litlar svifflugur. — Ov svo hófst hið eiginlega flugnám. Viltu segja mér eitthvað frá því? — Vélflugnám byrjaði ég 12. maí, 1952. Kennari var Viktor Aðalsteinsson, flugmað- ur. Hjá honum lauk ég einkaflugprófi. At- vinnuprófi lauk ég svo í Reykjavík 1955. — Og þá gerist þú flugmaður hjá Flug- félagi íslands? — Já, þar var vorið 1957. — Hve lengi starfaðir þú þar? — f tæp þrjú ár. —• Hvenær tókstu þá ákvörðun að helga þig sjúkrafluginu? — Það var ekki fyrr en eftir hið hörmu- lega slys, er Jóhann M. Helgason, bróðir minn, fórst á flugvél sinni og með honum þrír menn. Hann hafði þá nýlega keypt eins hreyfils sjúkraflugvél ásamt Rauðakross- deild Akureyrar og Slysavarnafélagi kvenna á Akureyri. Raunverulega var það því hann, sem var brautryðjandinn. Ég tók við hlut- verki hans, er hann féll frá. Þá tók ég þá ákvörðun að helga mig því starfi, sem bróð- ir minn hafði byrjað og reka fyrirtækið í minningu hans. Tveggja hreyfla sjúkraflug- vélin, sem ég keypti fyrst, ber fangamark bróður míns sem einkennisetafi, og allar þær flugvélar, sem síðar hafa bætzt við, bera stafina TF-JM en síðasti og fimmti stafur- inn er breytilegur. — Það er álit kunnáttumanna, að þér hafi tekist vel um val sjúkraflugvélarinnar, hvað snertir gerð og öryggisútbúnað allan. — Það má vafalaust telja það rétt. Ég valdi þessa tegund eftir margra mánaða rann- sóknir og athuganir á öllum þeim flugvéla- tegundum, sem til greina komu. Hún hefur reynzt í hverju smáatriði eins og til var ætlazt. Hversu mörgum mannslífum hún hef- ur bjargað getur enginn fullyrt um, en sjúkl- ingarnir, sem hún hefur flutt í tæka tíð á sjúkrahús, skipta hundruðum, þeir sem hafa snúið aftur heim heilir heilsu. — Hún hefur semsagt reynzt þér vel við hin takmörkuðu skilyrði, sem fyrir hendi eru, norðanlands og víðar. — Já, alveg sérstaklega vel, bæði í lend- ingu á hinum stuttu og ósléttu flugvöllum, sem alltof oft mega heita ófærir vegna aur- bleytu, og eins í hvassviðri og lendingum í hliðarvindi. — Vill það ekki henda, að veður hamli sjúkrafluginu? — Jú, það kemur alloft fyrir, einkum vegna dimmviðris og ísingarhættu í skýj- um. — Hvernig er þér innanbrjósts, þegar svo ber undir? -— Þegar maður veit, að mikið er í húfi, líður manni að sjálfsögðu ekki vel, Stóru Beechcraft vélarnar tvær, sem Norðurflug fékk í júlí síðastliðnum, eru búnar öllum ísvarnartækjum og mjög sterkar og örugg- ar að öllu leyti. Þær geta borið átta farþega og hjúkrunarlið að auki með öllum sínum tækjum. Ætlunin var að nota þessar vélar, þegar veðurskilyrði hömluðu flugi á minni flugvélinni, eða ef stórslys bæri að höndum, en minni flugvélin tekur aðeins eina sjúkra- körfu. En því miður hefur ríkisvaldið búið svo að Norðurflugi, að því hefur reynzt ó- kleyft að nota Beechcraft vélarnar og hafa þær legið að mestu óhreyfðar á Akureyrar- flugvelli öllu fólki í dreifbýlinu að gagn- lausu. — Hefir þú ekki einhverntíma komizt í hann krappann, svo að í frásögu sé færandi? i -— Stundum hefir það komið fyrir, ekki er því að neita. Eitt sinn reyndi ég að sækja sjúkling til Grímseyjar, en hvassviðri hafði Framhald á bls. 30. VIKAN 20. tbi. 2\

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.