Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.05.1965, Side 8

Vikan - 20.05.1965, Side 8
Á ÁKVEÐNUM STAÐ í KIRKJ- UNNI VAR HÆGT AÐ HEYRA ALLT SEM SAGT VAR í NÆST AFTASTA SKRIFTASTÓL - ÞAÐ VARÐ ÖRLAGARÍKT FYRIR VESALINGS HÚSAMEISTARANN. Skrifta- stóllinn Smásaga í Magdalenukirkjunni í Girgenti var búiS að und- irbúa mikla hátíð. Þar var allt skreytt meS rauS- um veggtjöldum og blómum. Verkamennirnir höfðu yfirgefið kirkjuna um hádegisbilið, og þar ríkti nú hin kynlega angurblíða kyrrð, sem einkennir ka- þólsk musteri, og sem veitt hefur ótal mörgum styrk og hugsvölun. Á ganginum meðfram norðurvegg kirkjunnar voru tveir menn að tala saman. Þeir töluðu hægt meðan þeir löbbuSu fram og aftur og virtust njóta þess að reika um í svölum skugganum. Annar maðurinn var á að gizka tuttugu og fimm ára, stór, sterkbyggður og herðabreiður, með al- varlegt andlit, sem engar ástríður höfðu sett mark sitt á. Þetta var Don Antonio Carracciola, mark- greifi af Arena. Hinn maðurinn var fínbyggður og grannur, varla kominn af unglingsaldri, með fallegt, fjörlegt andlit og dökk augu. Hann horfði með at- hygli í allar áttir eins og hann bæri einhverja ábyrgð á umhverfinu. Og það gerði hann líka, því að þetta var húsameistarinn, sem staðið hafði fyrir bygg- g VIKAN 20. tbj. ingu kirkjunnar, Giulio Balzetti, sem fyrir nokkru var kominn heim frá Róm- arborg. Allt í einu nam liann staðar. „Herra markgreifi, ég ætla nú að ganmi mínu að trúa yður fyrir leyndarmáli, sem ég held, að engum sé kunnugt nema mér.“ Hann sagði þetta kumpánlega eins og hann væri að ávarpa vin, sem hann væri heimagangur hjá. „Þér vitiö, að hljómburður í húsum gerir okkur húsameisturum stundum slæman grikk, þeg- ar sízt skyldi. Fyrir tilviljun hef ég uppgötvað, að ef maður stendur hérna ■— á liessari marmaraplötu — þá Iieyrir maður hvert orð, jafnvel lægsta hvísl, sem sagt er niðri í næstaftasta skriftastól. Þeir, sem standa þar á milli, heyra ekkert, jafnvei þó að þeir standi rétt hjá skriftarstólnum. Standið nú kyrr hér. Ég fer niður í skriftastólinn, og þér munuð verða furðu lostinn yfir jiessu náttúruundri.“ Ilann skundaði burt. En þegar hann var kominn örfá skref í burtu, barst markgreifanum til eyrna greinilegt hvísl, og efni þess kom honum óðara í hina megnustu geðshræringu. Hann stóð þarna eins og bergnuminn, stífur og náhvít- ur i framan, ög i hverjum andlitsdrætti mátti lesa, að það, sem hann heyrði, var meira en htið athyglisvert. Hann hreyfði hvorki legg né lið, hann andaði varla. Það var engu líkara en hann stæði á harmi hyldýpis og óttaðist að steypast fram af, jiegar minnst varði. Hið eina, sem bærðist, voru flöktandi augun og hjartað, sem barðist ótt og titt. 1 sama bili kom húsameistarinn ungi til baka, og áður en hann var kominn alla leið, sagði hann brosandi „Ég gat ekki gert tilraunina, því aö einhver sat í skriftastólnum - kona með blæju, sýndist mér. En guð minn góður, hvað gengur að yður. Markgreifinn lagði fingurinn á munninn og stóð grafkyrr. Að nokkrum mínút- jm liðnum advarpaði hann djúpt. Líkneskjan fékk líf og steig út úr gjörninga- hringnum. „Það er ekkert, kæri Giulio,“ sagði hann vingjarnlega. „Álítið ekki, að ég sé hjátrúnrfullur. Pln ég fullvissa yður um, að hið leyndardómsfulla og furðulega við þetta náttúruundur liafði mjög einkennileg álirif á mig. Komið! Við skulum fara héðan. í útiloftinu jafna ég mig fljótlega." Síðan tók hann Balzetti vingjarn- lega við hönd sér, leiddi hann út á veginn utan við borgina, og þegar þeir liöfðu gengið þar fram og aftur góða stund, kvaddi hann unga manninn og sagði um leið: ,,Á morgun að hátíðinni lokinni komið þér auðvitað lieim til min eins og venjulega. Eldsnemma næsta morgun þrammaði markgreifinn inn i forherbergi konu sinnar. Herbergisþernan, sem kom að i sama bili, rak upp stór augu. „Hefur frúin hringt?“ spurði markgreifinn. „Nei, yðar tign,“ sagði stúlkan, lineigði sig djúpt og roðnaði. „Biðið þá hér þar til þér veröið kölluð," sagði markgreifinn. Síðan opnaði hann dyrnar að búningsherberginu, sem var framan við svefn- herbergið. Um leið og hann gekk þar inn, kom hin unga og yndislega kona hans á móti honum, léttklædd mjög — sem sagt bara á náttkjólnum. Markgreifinn stað- næmdist eins og hann væri frá sér numinn af fegurð konu sinnar, og liann lét sem hann tæki alls ekki eftir þvi, að hún var eins og á nálum, náföl í andliti, hjartað barðist ákaft og brjóstin hófust ótt og títt undir hvítum náttkjólnum. „Þú ert snemma á fótum,“ livíslaði unga konan, svo að varla heyrðist. Og nú roönaði hún og reyndi að brosa. „Hvaða erindi átt þú?“' „Undrast þú ekki, Láretta mín, yndi augna minna, undrast þú ekki, þó að ég vitji þín bæði seint og snemma. Og þó er það eiginlega ekki þú, sem ert orsök komu minnar hingað í dag. Þú veizt, að nú líður að liátíð heilagrar Magdalenu. Þá verður mikið um að vera. Og nú hef ég fengið þá liugmynd, að undirbúa mig undir ræðu mína með ])ví að virða fyrir mér hið dýrðlega málverk af Magdalenu, sem hangir í svefnherbergi þínu. Leyfist mér?“ sagði markgreifinn mjúkri röddu um leið og hann þrammaði löngum, föstum skrefum að svefnherbergisdyrunum. „Það er allt i óreglu þarna inni,“ sagði unga konan og skotraði augunum til dyranna. „En — farðu bara inn — ég byrja að klæða mig hérna á meðan.“ Og hann fór inn. „Hve yndislegt,“ sagði hann með glettnislegri röddu. „Hve yndisleg er ekki öll þessi óreiða. Þessi fagurlega flegni skrautkjóll, þessir agnar- litlu skór. Hve undursamlega ilmandi og álirifaríkt er loftið hér. Ég fullyrði, að skáldskapurinn liggur hér í loftinu.“ Hann leit forvitnislega i kringum sig og hvitt rúmið vakti athygli hans. Stungna silkiteppið var breitt yfir rúmið, en undir þvi sást mót fyrir mannlegum líkama, sem lá þannig, að lítið bar á. „Ég ætla að setjast,“ sagði markgreifinn rólega og blíðlega, „og teyga álirifin frá þessu snilldarverki." Um leið og hann sagði þetta, tók hann hvitan, blúndulagðan púða, lagði hann ofan á, þar sem andlit hins leynda manns lilaut að vera, settist siðan ])ar ofan á með öllum sínum mikla líkamsþunga og studdi hægri hendi af alefli á brjóst mannsins. Og án þess að skeyta um ofboðsleg viðbrögð liins leynda manns, hélt markgreifinn áfram hinn rólegasti. „Hve fullkomin er ekki þessi mynd. Ilve barnslega og yndislega hún hylur nakt- ar axlir og brjóst með gullnum lokkum og fingerðum höndum þessi unga, fagra iðrandi kona, um leið og hún horfir tárvotum augum til himins i von um náð og fyrirgefningu. Maður gæti orðið skáld af því að virða fyrir sér þvílíkt listaverk. Æ, en ég er nú því miður ekki fær um að mæla skáldskap af munni fram. í þess stað skal ég segja þér dálítið, sem kom fyrir mig í gær. Hinn ungi vinur okk- ar, Giulio Balzetti, var á gangi með mér í Magdalenukirkjunni, og þá benti hann mér á vissan blett og sagði, að ég skyldi standa þar kyrr, þvi að þangað heyrð- ist greinilega, jafnvel veikasta hvísl, sem sagt væri á öðrum vissum bletti langt í burtu, já einmitt þar, sem sjötti skriftastóll stendur. Framhald á bls. 28.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.