Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 36
— Komdu, komdu, sagði hann biðjandi. — Við skulum koma úr þessu argaþrasi. Við skulum fara upp á bátaþilfarið. Við verðum að tala rólega saman. Þar uppi, þar sem skuggarnir voru dekkstir, hafði annað par komið sér fyrir — Ann Foster og Charley. Ann var komin á annað stig ölvunarinnar, tilfinn ingarík og tjáningaþurfi, og Charley hafði leitt hana upp á bátaþilfarið svo hún gæti andað að sér hreinu lofti. Meðan hún talaði, létti af hjarta sínu með flóði dapurlegra orða, horfði hann athugull á dökkan skýjaflókann yfir miðeynni. Tvisvar eða þrisv- ar brá fyrir fjarlægri eldingu sem lyfti, eitt sekúndubrot, skörð- óttum eggjum fjallanna upp úr myrkrinu umhverfis. Hann sperrti eyrun, en þruman var of hávær til að hann heyrði í henni. — ... svo ég sagði við hann: —- En hversvegna fluttirðu mig til India, ef allt sem ég geri, veld- ur þér leiðindum? sagði hann. Frásögnin af hjónabandsvand- ræðum hennar fór framhjá eyr- um hans, meðan hugurinn ferð aðist um fjarlægt fjallasvæði, sem einu sinni enn var uppljóm- að, í fyrstu, en hvarf svo í myrkr- ið aftur. Þar uppi var Annað Vatn, búðirnar hans, vegurinn hans, vinnan hans. — Bölvuð skömm er að þessu, sagði hann án þess að hlusta á Ann. Hann hugsaði aðeins um eitt: Ef við fáum óveður þama uppfrá, mun regnið skola burt undirstöðunni að fimmta hluta, og við verðum að byrja upp á nýtt. Ég hefði átt að krefjast þess, að við lykj- um við að steypa veginn fyrir nóttina ... — ... ég er ekki að tala um sjálfa mig, Charley, sagði Ann. — Ég er orðin vön malaríu, taugaveiki og guð má vita hverju. Mér væri alveg sama þótt ég dæi — já, nákvæmlega sama. En hvað um barnið, Charley, hvað um litla Jan? Það er ekkert gam- anmál að jarða tvö börn, trúðu mér. Það hefur tekið allt sem ég átti til. Ef Jan litli yrði veikur, vissi ég ekki hvað ég ætti að gera. Ég myndi drepa eiginmann minn — og ég myndi drepa sjálfa mig. Já, ég myndi gera það. Charley smellti tungu í góm og kom með fáein róandi hljóð. — Hversvegna í ósköpunum ætti hann að verða veikur? spurði hann. — Hann leit vel út, þegar ég sá hann í kvöld. -—■ Ég er hrædd, Charley. Sérðu það ekki? Ég er alltaf hrædd, hverja einustu mínútu. Ég hef beðið Jan að lofa mér að fara burt um tíma, leyfa mér að taka bátinn til Súmötru og fara til Brastagi með litla Jan, svo hann fengi loftlagsbreytingu. Hann þarf á henni að halda. Þessi staður gerir honum illt. — Nú, hversvegna ferðu þá ekki með hann? — Jan leyfir mér það ekki. Þú þekkir hann ekki. Hann er — þú veizt hvernig hitabeltið fer með svona menn. Hann er rudda- legur og stjórnlaus. Stundum er hann eins og maður, sem fær æð- isköst. Hann hefur barið mig — og barnið. — Drottinn minn, Ann, sagði Charley, djúpt snortinn. Hann leit á hana útundan sér. — Held- ur þú að þú hafir gott af því að gráta svolitla stund á öxlinni á mér? stakk hann upp á, og ótt- aðist svipinn á andlit hennar, svo tjáningarlausan, svo lífvana. — Já, ég myndi hafa gott af því. En ég get ekki grátið, sagði hún tilbreytingarlaust. — Ég hef jafnvel gleymt því hvernig á að gráta. — Á ég að slá hann niður? Á ég að berja guðsóttann inn í Bat- ara Guru, þegar ég sé hann næst í klúbbnum? Ann afþakkaði tilboð hans með axlayppingu. — Til hvers? spurði hún. — í fyrsta lagi yrði mér það geysilegur léttir og svo . .. — Léttir? Hversvegna? Það var andartaks þögn. Drottinn minn, Ann, sagði Charl- ey. — Veiztu ekki, að ég elska þig? Hann horfði ekki á hana, hann snerti hana ekki. Augu hans voru eins og límd við fjallahringinn í fjarska og rödd hans var eins og hann væri að tala um veðrið. Ann rétti örlítið úr bakinu, eins og þreyttur hermaður, sem heyr- ir fjarlægt hljóð í herlúðri. — Nei, ég vissi það ekki, sagði hún litlu síðar og dró andann djúpt. Það var slagveður í fjöllunum. Eldingar komu með sífellt styttra miliibili, en þær komu ekki nær. Bak við þetta svæði var annað svæði með þungum, dökkum skýjum, sívaxandi myrkur, sem eldingin lýsti upp, aðeins í svip. — Engin þruma, sagði hann. — Hvað ertu að tala um? spurði Ann. Hann brosti við henni: Það var svo dimmt í skugganum, að hann sá varla framan í hana. — Hefurðu nokkurn tíma heyrt þjóðsöguna, sem þeir inn- fæddu segja um eldinguna og þrumuna? — Það er sagt, að eldingin hafi verið veikbyggð, ung prins- essa, sem sofnaði í skóginum. Svo kom þruman, stóri svarti risinn, með kylfuna sína, sá hana og varð ástfanginn undir eins. Eld- ingin vaknaði og tók til fótanna eins hratt og litlir fæturnir gátu borið hana. Hann hefur elt hana alla tíð síðan, en aldrei náð henni. Það er þessvegna, sem eldingin kemur alltaf á undan þrumunni. Það er engin boðskapur í þessari sögu, því Malajarnir skilja engan boðskap. Hann var ekki viss um að Ann hefði hlustað á hann. -— Áttu eldspýtu? spurði hún eftir stundarþögn. Hann kveikti á eldspýtu fyrir hana og hélt henni í holum lófa sínum. — Yður til þjónustu, Ma- dame, sagði hann. — Viltu sígar- ettu? — Nei, mig langar aðeins að sjá framan í þig eitt andartak. Þú hefur svo skrýtna hvíta hringi í kringum augun, Charley. — Ef við værum ekki í Sebang, Charl- ey, kannske — kannske myndi ég þá einnig elska þig. Charley tók andlit hennar milli handa sinna, og mjög varlega þakti hann það með léttum koss- um. Ann lokaði augunum og lét það viðgangast, eins og hún lét allt annað viðgangast, barðist aldrei á móti neinu, gerði aldrei neitt sjálf. Charley tók léttilega um hana og hristi hana mjúklega. —- Ann, gerðu eitthvað, sagði hann. — Gefðu mér utanundir eða kysstu mig. Ann opnaði ekki augun. — Þetta er svo hressandi sagði hún. — Þetta er eins og að standa úti í vorrigningu. En allt í einu var eins og hún vaknaði. Hún hörf- aði undan, settist upp og lagaði á sér hárið . — Ég er mjög óham- ingjusöm, Charley, sagði hún blátt áfram. — Hversvegna ferðu ekki frá honum? — Fara frá honum? Hvert ætti ég að fara, Charley? Ég á hvergi heima. Foreldrar mínir eru dán- ir. Ég á ekki svo mikið sem sent á mínu nafni, svo ég get ekki borgað fargjaldið mitt. Og hvað um litla Jan? Ég hef beðið um skilnað — ekki aðeins einu sinni, heldur oft, Charley. Hann vill ekki láta mér það eftir. Hann vill halda mér í fangelsi þangað til ég dey og — þangað til litli Jan deyr líka, — Ég skal tala við hann. Ég skal sjá um að þú komist aftur til Hollands. Drottinn minn, Ann. Ég get ekki látið þig rotna svona! — Ætlar þú að biðja hann að láta mér eftir skilnað? — Já, ég ætla að gera það, og á mjög skiljanlegu tungumáli, meira að segja. Það fór léttur skjálfti um Ann, eins og hún væri að rakna við eftir öngvit. — Ég á skólasystur í Entchede. Ég gæti kannske fengið að vera hjá henni í fá- einar vikur, þangað til ég fæ vinnu. Ég var góður hraðritari. Það getur meira að segja vel verið að ég gæti fengið mína gömlu vinni aftur á SBM skrif- stofunni í Amsterdam. Það get- ur verið ... — Svona — þetta er betra. Svo skal ég heimsækja þig í góðu, gömlu Amsterdam, næst þegar ég fæ frí. Þrótturinn hvarf úr Ann á ný. — Þú ert alltaf að gera að gamni þínu, Charley. Þú tekur ekkert alvarlega. Þú segist elska mig, en svo segirðu mér að fara svo langt í burtu, að þú sjáir mig aldrei aftur. — Já, Madame, þannig elska ég. Fyrir þig er það mikilvægt að komast burt. Fyrir mig er það mikilvægt að vera kyrr. Þetta er kannske svolítið óheppi- legt, en þetta eru staðreyndir: Ég mun eyða allri ævi minni á andstyggilegum stöðum. Ég hef gert vegi á Fiji eyjum, á Mal- akkaskaga sem er leiðinlegasti staður á jarðríki. Og ég hef grun um að ég muni fara til Alaska eftir að vinnu minni hér er lok- ið. Þú ert hinsvegar borgarstúlka — og það sem verra er: Borgin verður að vera Amsterdam eða þú hrörnar niður af heimþrá. Ég elska þig nógu mikið til að reyna að koma þér þangað sem þú átt heima —- en ekki svo mikið að ég geti fært eða þegið fórnir. Hinsvegar mun ég fara í frí við og við og allar flugvélarnar til London koma við í Amsterdam. Hávaxin, hvítklædd vera kom inn í dökkan skuggann. — Mér þykir leitt að trufla ykkur, frú Foster, sagði Anders Anderson. — En ég verð að segja eitt orð við Charley. Það er mjög áríð- andi. — Allt í lagi, Anderson, sagði Ann og lagði hendur í skaut. Bölvuð þ.væla getur oltið upp úr manni eftir tvö glös af kampa- víni! hugsaði hún. Daufur orku- neistinn sem Charley Ellington hafði kveikt í huga hennar dó um leið og hann hvarf frá henni. — Charley, þú verður að gera mér greiða, sagði Anders ákafur og dró vin sinn með sér að stig- anum sem lá niður á bátaþilfar- ið, niður til kátínunnar á aðal- þilfarinu. — Þú verður að sjá um Pat. Hún ætlar að skora Jeff, — ég á við ungfrú Halden ■— á hólm og ég ber ábyrgð á henni. — Hver er Pat? spurði Charl- ey varlega. ■—- Stúlkan í hvíta kjólnum með rínarsteinana. Þarna er hún komin að barnum. Guð minn al- máttugur. — Falleg. Ljómandi falleg. Og ert þú ábyrgur fyrir henni? Þú hamingjuhundur! — Að nokkru leyti. Ég fann hana í sjoppu í Port Said og tók hana með mér til félagsskapar. Ekkert alvarlegt. Maður getur ekki vorkennt stúlku og gert hana um leið að rekkjufélaga sín- um. — Ég veit ekki sagði Charley. — Ég held, að hún hafi ein- hverjar heimskulegar hugmynd- ir um mig. Hún heldur að ég sé einhverskonar Sir Galahad og nú langar hana mest að slást við Jeff — við ungfrú Halden, á ég við. Geturðu ekki dreift athygli hennar stundarkorn? Þú ert svo mikill meistara skemmtikraftur! — Ég hef fengið erfiðari verk- efni, sagði Charley eftir að hafa litið betur á Pat. — Ef þú sérð um, að Ann komist aftur til land- g0 VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.