Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 14
Cr POSTURINN VIÐAUKI Hvinur í stráum vakti mikla athygli meðal les- enda Vikunnar og jafnvel út fyrir þær raðir. í einstaka plássum úti á landi eru á kreiki skop- sögur um viðbrögð hinna ástsælu kven-rithöf- unda vorra, sem skapað hafa nýja bókmennta- grein, og blaðamenn Vikunnar gerðust svo djarf- iraðfara að stæla. Stælingin var með þeim hætti, að margir sáu strax hvað var á ferðinni, en þó höfum við sannar spurnir af því, að bæði voru rithöfundar og bókaútgefendur í hópi þeirra, sem létu blekkjast og trúðu því, að nýtt skáld væri upp risið meðal vor. Sumir og þá einkum þeir sem eitthvað hafa lagt stund á lestur „kerl- ingabóka", játuðu, að þeim hefði bara þótt reglu- lega gaman að lesa „Hvin í stráum“. Allmörg bréf bárust til blaðsins um þessa sögu og nýju skáldkonuna og höfum við valið nokkur þeirra til birtingar. Sauðhaga f Sæludal 4. aprfl 1965 K omiði sælir þarna í Póstinum í Vik- unni. Það var nú bara svona að þegar ég var bú- inn að éta mig pakksaddann um hádegið í dag af grjúpánum, reyktum sauðarsíðum, blómur og sméri við (já það gæti nú bara verið að eg ætti kannske eftir að semja annan pistil og taka í lurginn á honum Sigga Sam og lurginn á honum Nilla Dún og það getur vel verið að eg geri það bara sunnudaginn fyrstan í sumri ef það verður brakandi þerrir hér í blessuðum dalnum og vel liggur í mér því að þá viðrar uppá sláttinn en næsta sunnudag þann ellefta get eg það bara ekki því að þá er aðalfund- ur í nautafélaginu og þar er eg formaður og þarnæsta sunnudag þann átjánda verð eg að fara á staðinn því að eg syng prímó- bassa í kirkjukórnum en þá ætl- ar víst séra Sigurður að messa) já mér var bara svo mikið í hug með að taka í lurginn á ykkur hjá Vikunni nú eftir matinn að eg lagðist bara ekki útaf að líta í Tímann eins og eg geri alltaf eftir matinn á sunnudögum. Það vantar nú bara ekki að þið þyk- ist vera svo lifandis ósköp skemmtilegir og sniðugir en þið eruð það nú bara hreint ekki eg segi nú bara það. Þið þykist stundum vera að finna uppá ein- hverju sniðugu til að plata fólk með en það sjá nú bara hreint allir í gegnum þetta hjá ykkur. Haldiði að fólkið hafi kannske ekki séð það á myndumun í fyrra að þið voruð bara skríðandi á belgnum á jafnsléttu en alls ekki að fara uppá Eldey? Haldiði kanske að nokkrum heilvita manni hafi dottið það í hug í fyrra að trúa því að honum Stjána litla Magnússyni hafi bara einum ljósmyndara í öllum heiminum og þó víðar væri leitað tekizt að fá draugamyndir á filmu? En svo eruði bara að rifna af monti á eftir og segið bara að allir hafi trúað þessu og svo geriði grín að því hvað allir séu trúgjarnir. Og hvað geriði nú? Þið semjið bara sjálfir eitthvað bölvað ekkisens bull, Hvin í stráum, og segið bara að þetta sé eftir nýjan kvenrit- höfund sem þið hafið uppgötvað og svo næsta fimmtudag þann 10. apríl kemur endirinn og þá á eg von á því að þið á eftir rekið upp þennan líka litla sigurskræk og segið bara að nú hafiði platað alla einn gánginn enn og allir hafi bara trúað því að þetta væri ný „kellíngasaga“ en eg ætla nú bara að skrifa strax núna 4. apr- íl og láta ykkur vita að allir sjá bara í gegnum þetta hjá ykkur og það þýðir þá ekkert fyrir ykk- ur að monta ykkur af því að þið hafið platað okkur. Eg gæti nú sosum trúað því að þegar að þið eruð búnir að lesa þetta bréf á enda þarna hjá Vikunni, að það verði heldur en ekki þegandaleg- ir og hljóðir menn á heimilinu því. Þið skuluð bara vara ykkur á því að vera með spélni og sproksetningar við ykkur meiri og betri konur. Hugsið bara um ykkur og ykkar gráðaböggla, greyskörnin. Hann kom nú hing- að í gær hann Jónatan á Nauta- mölum og var að leiða kú og þegar við vorum svo að drekka kaffi á eftir inní eldakamersi þá komst til tals þessi ýlustrásblást- ur ykkar og hann Jónatan sagði: „Það sjá nú bara allir hreint að það er bara engin kellíng í öllu VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.