Vikan

Tölublað

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 20.05.1965, Blaðsíða 16
Nú var röðin komin að Beggs. Ný kynslóð var orðin fullorðin, síðan hann lokaðist bak við hliðin, og nú voru þau að opnast fyrir honum. Þar sem hann stóð í skrifstofu umsjónarmannsins og klæjaði undan hin- um borgaralegu fötum, hugsaði hann: Ég ætla að snúa mér að fyrsta tvítuga manninum, sem ég sé, fara til hans og segja: Heyrðu lagsi, þú hefur aldrei séð mig áður. Ég er einn af þeim fáu, sem þú getur ekki kennt um neitt, vegna þess að ég hef setið inni alla þína ævi. Tuttugu ár! — Það skiptir ekki máli, hvort þú ert fimmtugur eða ekki, sagði vörðurinn. — Fjöldinn allur af mönnum byrjar upp á nýtt, þegar þeir eru fimmtugir, Beggs. Misstu ekki kjarkinn, því þú veizt hvað það þýðir. ■— Hvað? spurði Beggs, dreyminn, þótt hann vissi svarið; hann langaði aðeins til að halda talinu áfram — gera hvað sem var, til að draga úr andartakinu. — Þú veizt það. Vandræði. Þú yrðir ekki sá fyrsti, sem ég segi vertu sæll við í dag og komdu sæll á morgun. Hnan ræskti sig og verandi. Sannfæring hans var sterk eins og trúin. Og þarna voru þeir ennþá í leð- urkassanum, mikið reiðufé, snyrtilega búntað eftir gildi seðl- anna, örlítið rakir seðlar, en enn- þá nýir á svipinn og í fullu gildi. Hann strauk af töskunni — hún hafði kostað fjörutíu dollara, þeg- ar hún var ný, og hann flissaði, þegar hann sá hvernig jörðin og tíminn voru byrjuð að vinna á brúnunum á henni. En hún var ennþá heil og sterk og stóð fyrir sínu. Hann sneri aftur upp á veginn og bar töskuna. Að þessu sinni nam hann staðar við eitt húsanna ur. Barþjónninn var í hvítum ein- kennisbúningi og hafði marðar- andlit. Hann spilaði á peninga- kassann eins og Hammond orgel. — Já? sagði barþjónninn. — Má ég hringja? sagði Beggs rámur. Fyrrilitning. — Þarna yfirfrá. Hann hrasaði um eitthvað, rétti úr sér, fann símaklefann. Hann fletti klunnalega í síma- skránni og dáðist að því hvað hún var þykk; vínþefurinn í kringum hann var næstum nógu sterkur til að hann fyndi til svima; hann hafði ekki rennt niður viskídropa í tvo áratugi. Hann fann hana í símaskránni, lét skrjáfa í blöðunum. — Ég sé hér, að þú átt fjölskyldu. — Átti, sagði Beggs, beiskjulaust. — Konan þín var ekki mikið fyrir að heimsækja þig, var það? — Nei. — Peningarnir, sem þú stalst .... — Hvaða peningar? — Allt í lagi, sagði umsjónarmaðurinn og andvarpaði. — Ég man það núna. Þú ert einn af þessum saklausu. Jæja, allt í lagi. Mér þykir gott að sjá þá fara héðan. Ég vona, að þú finnir það sem þú leitar að, þarna úti. Ég vildi óska, að ég ætti eitthvert gott ráð handa þér. Hann rétti fram höndina. — Ég óska þér góðs gengis, Beggs. — Allt í lagi, umsjónarmaður. Þakka þér kærlega fyrir. — Ég skal gefa þér eitt ráð. Hann brosti vingjarnlega. — Litaðu á þér hárið. — Þakka þér fyrir, sagði Beggs. Hann var kominn út. Hann vissi, að Edith myndi ekki bíða eft- ir honum hinum megin við vegginn, en hann nam staðar og leit í báðar áttir og settist niður á brunahana til að reykja eina sígarettu, áður en hann var kominn tíu skref frá fangelsishliðinu. Hann heyrði varðmann flissa á göngusvölunum fyrir ofan hann. Hann reis á fætur og gekk að strætisvagnabiðstöðinni. Hann settist aftur í stræt- isvagninn og horfði á hvíthærða spegilmynd sína í glugganum, alla leið inn í borgina. Ég er að verða gamall maður, hugsaði hann. En það gerir ekkert til. Hann eyddi næstum því öllum viðreisnarpeningunum sínum á tveimur dögum. Sumir fóru fyrir húsaskjól, sumir fóru fyrir ný föt, fyrir mat og lestarfargjöldum. Þegar hann kom út á brautarpall- inn á Purdy's járnbrautarstöðinni, bauð leigubílstjóri honum þjón- ustu sína. Hann sagði iá og settist inn í framsætið. — Veiztu hvar Cobbins búið er? spurði hann. — Nei, sagði leigubílstjórinn. — Aldrei heyrt um það. — Það var við Edge Road. — Ég hef heyrt um Edge Road. — Þangað þarf ég að komast. Ég skal segja þér, þegar þú átt að stanza. Hann sagði honum að stanza, þegar þeir sáu litlu húsaþyrpinguna. Hann borgaði manninum og beið eftir því að hann æki burt, áður en hann færi að einhverju húsinu. Þegar bíllinn var úr sjónmáli, fór hann út af aðalbrautinni og niður eftir hliðargötu. Ekkert var kunnuglegt en hann hafði ekki áhyggjur af því. Allt breyttist. Hnattstaðan heldur sér. Steinar endast. Hann sá óslétta brún steinbrekkunnar framundan sér og vissi, að hann var á réttum stað. Hann renndi sér niður af lítilli fyrirhleðslu og beygði sig í hniánum til að draga úr fallinu. Hann var fimari fyrir tuttugu árum. Fyrir enda brekkunnar var bratt skóglendi og hann fór inn í það, þar sem það var þykkast. Hann brauzt áfram, þangað til hann sá steinvörðuna, gamla svarta trjástofninn og stað- inn, þar sem hann hafði falið peningana. Hann tók að fjarlægja steinana. Þeir voru margir. Hann óttaðist ekki, að upp hefði komizt um felustað hans, meðan hann var fjar- VIKAN 20. tb), og barði dyra. Kona svaraði, leit grunsemdaraugum á töskuna hans eins og hún byggist við sölu- ræðu, en róaðist, þegar hún sá snjóhvítt hárið og heyrðj spurn- inguna. Gæti hann fengið vatns- sopa að drékka. Auðvitað. Mætti hann hringja á leigubíl? Gerðu svo vel, síminn er þarna yfirfrá. Þetta var vingjarnleg kona, ekki ung. Allt í einu varð Beggs óþægilega ljóst, að Edith myndi nú vera á sama aldri. Hann náði heim í gamla hverfið í rökkurbyrjun. Málning- in á leiguhjöllunum breytti ekki útiliti þeirra; hún var eins og farði á andliti skækju. Ekki mik- il breyting hér, hugsaði hann; ef nokkuð, þá aðeins til hins verra. Hrörnun og fúi, tuttugu ára lag í viðbót á óhreinum gang- stéttunum og byggingunum. Svo sá hann mismuninn: Þarna var komin verzlun á hornið, þarna var komin auð lóð þar sem sæl- gætisverzlunin hafði staðið, götu- strákarnir voru af öðru þjóðerni, nýtt neonljós var komið fyrir framan bar og matstofu Mike's. Á neonljósinu stóð Lucky's og þegar kviknaði á því snarkaði í ellinu og ljósið flökti eins og það væri í þann veginn að deyja. Hann gekk inn á barinn. Þarna hafði hann eytt löngum stundum í æsku sinni, jafnvel eftir að hann var giftur. En aðeins lengd og breidd á hnettinum var sú sama. Bar Mike's hafði verið með gróf- um, sterkum húsgögnum, heiðar- lega upplýstur, og barþjónninn var sveittur á handleggjunum. Lucky's var allt annarskonar staður. Þarna var dimmt, of dimmt fyrir gömul augu, skreytt með krómi og lituðu gleri og hrófatildurlegri kokkteilstúku. Þarna voru jafnvel konur: Hann sá svarta kjóla og perlufestar og heyrði hörkulegan kvennahlát-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.