Vikan - 01.07.1965, Side 30
einuðu þióðunum var Thor Thors til
dauðadags 1965. íslandingar tóku
einnig þótt í starfsemi Evrópuráðs-
ins. Sendiherrum Islands er fjölgað,
og tekið upp stiórnmálasamband
við æ fleiri ríki. (slenzkir ráðherrar
fara í allmargar heimsóknir til út-
landa, og erlendir ráðherrar heim-
sækja Island. Norræn samvinna efl-
ist, og fjölmörg Norðurlandamót
eru haldin á íslandi.
Alger tæknibylting verður í land-
inu á nær því öllum sviðum at-
vinnulífsins. Iðnaður verður sá at-
vinnuvegur, sem flestir landsment,
siunda. Fjölmörg smá iðnfyrirtæki
vaxa upp. Mestur er iðnvöxturinn
í Reykjavík og á Akureyri, en iðn-
aður berst einnig til annarra kaup-
staða, þorpa og jafnvel sveita. Og
stóriðja heldur innreið sína í land-
ið. Aburðarverksmiðja er reist í
Gufunesi og sementsverksmiðja á
Akranesi. Eftir 1960 er farið að
athuga möguleika á aluminíumiðn-
aði og kísilgúriðnaði. Deilur hefjast
um það, að hve miklu leyti skuli
stuðzt við erlent fjármagn við upp-
byggingu stóriðju í landinu. Farið
er að vinna að vinnuhagræðingu í
iðnaði og á fleiri sviðum.
Sjávarútvegurinn tekur ýmisleg-
um breytingum. FiskiskipastólIinn er
endurnýjaður, fjöldi nýrra fiskiskipa
kemur til landsins. Togararnir eru
oftast reknir með tapi, og þeim
tekur að fækka, er á líður, sumir
þeirra eru seldir úr landi. Hins-
vegar fjölgar mjög stórum vélbát-
um og miðlungsstórum vélskipum.
Hraðfrystingin verður æ mikilvæg-
ari verkunaraðferð, freðfiskur verð-
ur mikiivægasta útflutningsvara Is-
lendinga. Frystihúsum fjölgar, tala
þeirra tekur að nálgast hundraðið.
Og skreið verður mikilvæg útflutn-
ingsvara, eins og hún var í fyrnd-
inni, hún er seld í stórum stíl til
Nígeríu og fleiri landa. Saltfiskur
og þó einkum ísfiskur verða hins-
vegar ekki eins mikilvægar útflutn-
ingsvörur og áður, þótt enn hafi
þeir verulega þýðingu. Og alltaf
er síldin þjóðinni mikilvæg, þótt
hún valdi mörgum sárum vonbrigð-
um sum árin. Síldveiðarnar við Suð-
urland verða miklu mikilvægari en
áður. Sumarsíldveiðarnar taka að
færast austur fyrir landið, en
minnka við Norðurland, þetta veld-
ur atvinnukreppu á Siglufirði og
víðar á Norðurlandi, en síldarverk-
smiðjur þjóta upp á Austfjörðum.
Seyðisfjörður verður aftur mikill
síldveiðibær, eins og var á fyrstu
árum hinna íslenzku síldveiða á 19.
öld. Allskonar ný veiðitækni er tek-
in upp í sambandi við síldveiðar.
Teknar eru upp margvíslegnar nýj-
ar verkunaraðferðir á síld, eink-
um þó frysting. Freðsíld verður mik-
ilvæg útflutningsvara. Karfinn verð-
ur íslendingum mikilvægur fiskur
á áratugnum milli 1950 og 1960.
Hann er þá mikið veiddur við Græn-
land og Nýfundnaland. En karfa-
veiðin tekur að þrjóta, og mjög
dregur úr þýðingu karfans. Grá-
sleppuhrogn verða útflutningsvara
og grásleppuveiðar talsverð búbót,
ekki sízt í ýmsum útkjálkahéruðum.
Humarveiði er tekið að stunda í
stórum stíl við Suðurland. Hinsveg-
ar dofnar þegar á líður, heldur yf-
ir rækjuveiðinni á Vestfjörðum.
1948 tekur til starfa hvalveiðistöð
í Hvalfirði, og hvalveiðarnar verða
talsvert mikilvægur atvinnuvegur.
Farið er að gera tilraunir með ála-
veiðar, og laxaklakstöðvum er all-
víða komið upp.
1952 er gefin út reglugerð um
verndun fiskimiða við (sland, og eru
þá botnvörpuveiðar bannaðar við
landið innan línu, sem dregin er
fjórar mílur út af yztu nesjum og
eyjum fyrir firði og flóa. Brezkir
útvegsmenn svara þessu með því
að leggja löndunarbann á íslenzk-
an ísfisk í brezkum höfnum. 1958
er gefin út reglugerð um tólf mílna
fiskveiðilandhelgi. Brezkir togarar
halda þó áfram að veiða innan
hinnar nýju landhelgi í skjóli her-
skipa og verða ýmislegir árekstrar
milli þeirra og íslenzku varðskip-
anna. Gengur á þessu annað veif-
ið þar til 1961 að gerður er samn-
ingur við Breta, þar sem brezkum
togurum er leyft að veiða milli sex-
og tólf mílna markanna næstu þrjú
árin. Þessari undanþágu lauk því
1964.
Það fækkar í íslenzkum sveitum.
Margar jarðir fara í eyði, sums-
staðar heil byggðarlög. svo sem
nyrsti hluti Vestf jarðakjálkans.
Hinsvegar er reynt að hamla gegn
eyðingu sveitanna með stofnun ný-
býlahverfa á heppilegum stöðum.
Nú er véltæknin fyrir alvöru tekin
í þágu íslenzka landbúnaðarins.
Allir bændur eignast vinnuvélar, og
ræktunarframkvæmdir eru geysi-
miklar með skurðgröfum og öðrum
mikilvirkum vélum. Heyið er tek-
ið á ræktuðu landi, útheyskapurinn
hverfur að miklu leyti. Farið er að
rækta upp afrétti og heiðalönd með
áburðardreifingu og sáningu úr
flugvélum. Mikið er unnið að skóg-
rækt. íslenzkt og norskt skógræktar
fólk skiptist á heimsóknum. 1964
er fprið að koma upp skógræktar-
stöð á Kjalarnesi, að nokkru leyti
fyrir gjöf frá Norðmönnum. Það
dregur úr sauðfjárpestum, en þó
eru þær að skjóta upp kollinum
öðru hverju. Þrátt fyrir strauminn úr
sveitunum fá íslenzku sveitirnar á
sig nýtízkulegri svip. Vönduð íbúð-
arhús rísa upp. I mörgum sveitum
og þorpum eru byggð félagsheim-
ili, svo að aðstaða til félagslífs
verður allt önnur en áður var. Víða
í sveitum eru byggðir heimavistar-
skólar. Rafmagn kemur á sveita-
bæina á stórum svæðum, og heita
LILUU LILJU LILJU
Lilju dömubindi fást með og án lykkju. í þeim er
bæði vatt og bómull og silkimjúk voð. Lilju bindi
eru því sérstaklega þægileg. Biðjið um pakka af
Lilju bindum næst, þegar þér þurfið að kaupa
þessa vöru. Lilju bindi eiga aö fást í næstu búö.
MÚLALUNDUR
Ármúla 16 — Sfmi 38-400.
2Q VIKAN 26. tbl.