Vikan

Útgáva

Vikan - 22.07.1965, Síða 25

Vikan - 22.07.1965, Síða 25
I sextugsafmæli Lárusar Ingólfssonar Lárus Ingólfsson er ekki aðeins vinsæll leikari, heldur er hann einnig afburða vinsæll meðal kollega sinna og þeir fjölmenntu heim til Lárusar á afmælinu hans ásamt öðrum vinum og vandamönnum. Lárus var auðvitað hrókur alls fagnaðar, en Iíkt og myndirnar bera með sér, var enginn þyngslabragur á samkvæminu, enda varla von á því, þar sem margir af okkar ágætustu leikurum voru saman komn- ir og staðráðnir í því að skemmta sér — og afmælisbarninu. Kristján Magnússon, ljósmyndari, tók myndirnar. Kvenþjóðinni var að sjálfsögðu vel fagnað. Hér býður Lárus velkomna í afmælisveizluna, Fanneyju Frið- riksdóttur, forstöðukonu fyrir saumastofu Þjóðleik- hússins. Frá vinstri: Vigdís árnadóttir, móðir Lárusar, Arndís Björnsdóttir, leikkona og Laufey Árnadóttir, kona Vals Gíslasonar, leikara. Hér er Lárus ásamt starfsfélögum úr Þjóðleikhúsinu: Frá vinstri: Árni Tryggvason, leikari, Ævar Kvaran, leikari og Kristinn Daníelsson, ljósameistari. Þeir keppast um að stela senunni hvor frá öðrum, Gunnar Eyjólfsson leikari (t. v.) og Benedikt Arnason leikari (t. h.), en afmælisbarnið reynir að vera hlutlaust og lofar báðum að njóta sín jafnt.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.