Vikan

Útgáva

Vikan - 02.09.1965, Síða 4

Vikan - 02.09.1965, Síða 4
Vatnsdropinn hefur haldð vöku fyrir mörg- um, jafnvel þótt hann sé ekki í flokki með þeim tækjum, sem hóvaðasömust eru. Flestir hafa reynt það einhverntíma á ævinni, að geta ekki sofnað vegna vatnskrana, sem lak í dropatali ofan í vaskinn. Varla er þó hægt að segja að hávaðinn af slíku sé það mikill, að ekki sé svefnfriður þessvegna. Samt hefur hljóðið einhver slík óróaáhrif á taug- arnar, að manni verður ekki svefnsamt. Flestir kannast líka við, hve þægilegt get- ur verið að sofna við lækjarnið, eða jafn- Blaðamaður VIKUNNAR þurfti fyrir skömmu að staldra við um stund inni í blikksmiðju. Honum varð svo mikið um háv- aðann þar inni, að minnstu munaði að hann tapaði sér. Það má kannske segja að oft hafi farið fé betra, - en eitt hafð- ist samt upp úr þessari heim- sókn: Hann tók sarnan þessa grein um hávaða, áhrif hans á mennska menn og hvort líkindi séu fyrir því að þeir tapi sér alveg í hávaðasömu umhverfi. Grein: Guðmundur Karlsson. Myndir: Kristjón Magnússon. vel þungan fossnið, — en ef klósettkassi lekur í næsta herbergi og myndar svipaðan nið, þá reynist oft tilgangslaust að leggja sig nema skrúfa alveg fyrir vatnið fyrst. Á þessu verður manni Ijóst að það er ekki ávallt aðalatriðið hve hávaðinn er mikill, held- ur einnig hvers eðlis hann er, eða hver hljóð- valdurinn er. Það þýðir, að sálarleg áhrif hljóðs hafa töluvert að segja. Jafnvel þótt um mikinn hávaða sé að ræða, er ekki sama hvers Járnsmiður við vinnu sína, finnur ekki eins fyrir þeim háv- aða, sem hann framkallar sjálfur, eins og frá náunganum við hlið hans. Það er oft óvænti hávaðinn, sem verstur er. eðlis hann er, og það jafnvel þótt hann sé svo mikill að hann gæti haft skaðleg áhrif á sjálfa heyrnina. Það er t.d. vafalaust að maður, sem þolir ekki með nokkru móti hávaðann í skellinöðru fyrir utan gluggann sinn, getur með bezta móti notið tónlistar, sem mælist jafn hávaða- söm eða jafnvel hávaðasamari. Um hávaða, skaðsemi hans, mælingar, sálarleg áhrif, heyrnarmissi og ótal margt annað í sambandi við hann, hafa ótal bækur verið skrifaðar, og satt bezt að segja kemur ekki öllum saman um viðfangsefnið. Sumir álíta hávaða á vinnustað skaðlegan, ef hann fer upp fyrir viss mörk, en aðrir fullyrða að hann geti verið kostur. Þeir álíta að hann geri það að verkum að maðurinn geti ein- beitt sér betur við verkið, því önnur hljóð verki þá ekki eins truflandi og samræður geti t.d. vart átt sér stað. Öll- um ber þó saman um, að þegar hávaði fer uppfyrir viss mörk, geti hann verið skaðlegur fyrir heyrnina, og á því er enginn vafi, að þegar enn hærra er farið, er heyrnar- missir á einhverju stigi óhjákvæmilegur. VIKAN gerði það lesendum til fróðleiks, að fara með sérfræðing á nokkra vinnustaði hér á landi. í förinni var nákvæmur og viðurkenndur hávaðamælir, og var honum brugðið upp víða. Niðurstöður þessara mælinga eru birt- ar hér nokkru síðar. En áður er rétt að skýra nokkuð frá ýmsum atriðum í sambandi við hávaða, sem VIKAN hefur aflað sér upplýsinga um hjá starfsmönnum Borgarlæknis Reykjavíkur, en þeir hafa unnið að ýmsum rannsóknum í sambandi við þetta vandamál undanfarin tvö ár, og fara þær athuganir sífellt vaxandi. Hljómur er mældur á tvennan hátt, eða eftir tíðni og styrkleika. Tíðnin segir til um hve margar hljómbylgjur berast frá hljómvakanum á hverrri sekúndu, og er sú mælieining nefnd „sekúndurið". Hár tónn hefur þannig fleiri sekúndurið en lágur tónn, jafnvel þótt báðir hafi sama styrkleika. Styrkleikinn er mældur í einingum, sem nefndar eru „Decibels", en það er aðeins viðmiðunarein- ing, sem segir til um hlutfallið milli tveggja hljóðstyrk- leika. Mannseyrað heyrir að jafnaði alla hljómtíðni á milli 16 og 16.000 sveiflur á sekúndu, og víst er að tíðnin sjálf hefur ekki skaðleg áhrif á eyrað. Það er aftur á móti styrkleikinn, sem getur verið skaðlegur, ef hann fer yfir viss mörk. Þessvegna höfum við aðallega áhyggjur af honum að þessu sinni. *> £ VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.