Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.09.1965, Side 13

Vikan - 02.09.1965, Side 13
flugu úr öllum áttum inn í hornin til að leita skugga. Konan hljóðaði upp að nýju. — Hvílíkur fjöldi, almáttugur en hvað þetta er viðurstyggilegt. Hún flýtti sér inn á baðher- bergið og náði þar í keilulaga blikkdós. — Sjáðu til, þú verður að drepa þá, rnér verður óglatt af að horfa á þá. Og Girolamo fór að eltast við kakalakana og sprauta á þá skordýraeitri. Þegar hann hristi dósina, skrölti einhvern veginn svo undarlega í henni. Honum fannst, að kakalökunum hlyti að láta þetta hljóð hryllilega í eyrum, líkt og manni fyndist hljóðið frá kjarnorkusprengju. Kakalakarnir héldu áfram að hreyfa sig, en sífellt hægar og hægar. Það var varla hægt að segja, að þeir væru svartir lengur, þvi þeir voru þaktir gulu eitri, hreyfingar þeirra urðu stöð- ugt hægari, unz þeir lágu og sneru fótunum upp í loft, steindauðir. Fullur viðbjóðs rétti Girolamo konu sinni dósina aftur og sagði; — Gjörðu svo vel, þetta er nóg í nótt. — En hvaðan ætli þeir hafi komið? Þetta er alveg nýtt hús. — Þeir hafa líklega komið frá skolpvatns- þrónni. Hann opnaði skáp á ganginum, tók þaðan út sóp og sópaði saman öllum kvik.nd- unum afar gætilega inn í eitt hornið. Því næst fór hann inn í eldhús. Kona hans stóð við eld- húsborðið og var í óða önn að kreista safann úr appelsínu og lét hann renna niður í glas. Girolamo settist fyrir aftan hana og horfði kæru- leysislega á fallegan baksvip hennar. Þegar hún hafði lokið verki sínu, sagði hún: — Viltu að ég sigti safann? — Nei, takk. — Gjörðu svo vel. Girolamo reis á fætur, tók við glasinu og drakk hægt ferskan safann Hann Iitaðist um í eldhúsinu. Það var hvítmálað og veggirnir voru klæddir hvítum flísum. Þessir Ijósu litir allt í kring um hann gerðu það að verkum, að hann snarsvimaði. Hann var aðframkominn af svefn- leysi. Kona hann gekk til hans og spurði hik- andi: — Ertu syfjaður? — Nei. — Ekki einu sinni pínulítið syfjaður? — Ekki einu sinni. — Hvað er klukkan? — Hana vantar tuttugu mínútur i fjögjr. — Fer ég í taugarnar á þér? — Alls ekki. Við höfum skemmt okkur anzi vel í nótt, ekki satt; við höfum horft út á engið og séð flugvél á flugi við höfum séð hús, þar sem Ijós logar í glugga, við höfum líka farið á kakalakaveiðar og búið til appelsínusafa. — Heyrðu, hvernig væri að fara inn til mín og hlusta á plötur? — Hvaða plötur? — Einhver fjörug lög, tvist eða eitthvað svo- leiðis. — Það er ekki hægt. Við vekjum upp alla ( húsinu. — Nei, nei, við spilum bara lágt. — Þau gengu inn í svefnherbergið, en þar var allt á tjá og tundri. Kvenföt voru út um allt, rúmið bælt og skápshurðin stóð galopin. Hún tók fram grammófóninn og setti á plötu. Jafn- skjótt og fónninn var kominn af stað, gekk hún til hans og rétti honum báðar hgndur. — Við skulum dansa, sagði hún. — Þú veizt vel, að ég kann ekki að dansa. — Þá skal ég kenna þér tvist, þá er hægt að segja, að svefnleysið hafi komið þér að ein- hverju haldi. — Eg vil ekki læra það. — Allt í lagi, þá dansa ég bara fyrir þig, það gera austurlenzkar konur í kvennabúrun- um. Þær dansa fyrir herra sína. Hann horfði á hana teygja út handleggina og síðan smám saman beygja hnén og vagga sér í mjöðmunum. Hreyfingar hennar líktust harmóníku, sem leikið er á. Hún dansaði af lífi og sál með hnén fanst saman. Hún hallaði höfð- inu fram fyrir sig, og hár hennar huldi andlit- ið. En snögglega kom hún hlaupandi til Girol- amo, sem sat á rúmstokknum. Hún tók um háls hans og snökkti. — Æ, ég er búin að dansa nóg, ég er svo þreytt, svo hræðilega þreytt. Girolamo sagði nokkuð háðslega: — Hvers vegna reynirðu ekki að sofna dálítið? Þú hlýtur að vera orðin dauðsyfjuð? — Ég skal sofna, ef þú verður hérna hjá mér, en þú mátt ekki skilja mig eina eftir. — Allt í lagi. Kona hans þagði dálitla stund, síðan mælti hún svefndrukkinni röddu: — Veiztu það, að ég elska þig svo voðalega heitt, — og þrýsti sér upp að honum. Hún hlýtur að hafa sofnað í sömu andránni, því að Girolamo heyrði strax djúpan, reglulegan andardrátt, sem gaf til kynna, að svefninn hefði sigrað hana. Hann hinkraði við í nokkrar mínútur, þá los- aði hann sig gætilega frá henni og lagði hana út af í rúmið, síðan sængina ofan á hana og gekk út úr herberginu. Hann gekk aftur inn á skrifstofu sína, tók kíki upp úr skúffu og gekk að glugganum Á hverri nóttu beindi hann kíki þessum f áttina að glugg- anum langt handan engisins, þar sem á hverri nóttu logaði Ijós. Hann vonaðist stöðugt til að sjá hver það var, sem var andvaka með honum á hverri nóttu, en aldrei rættist þessi von hans. Að lokum varð Girolamo þreyttur á að bíða, hann birtist hvort sem var aldrei. Hann and- varpaði, lagðist niður og slökkti Ijósið. ★ VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.