Vikan - 02.09.1965, Side 22
^Fpamhaldssagafeftir Whit Masfierson 7. hlufii
úr búðinni. Þegar Hub kom ó eftir
honum, sagði hann: — Það er bezt,
að þér akið. Ég er ekki í skapi til
að eiga við umferðina. Andy hafði
eitt í hyggju með þessu: Meðan
Hub væri önnum kafinn við að aka,
myndi hann ekki taka eftir bung-
unni, sem skambyssan myndaði ó
jakka Andys. Gat hann í raun og
veru gert sér nokkra von um, að
vinna þennan risa á jafnfætis
grundvelli? Hann var ekki viss um
það. Gerði hann ekki rétt í því að
leita aðstoðar, hversu óörugg, sem
hún myndi vera?
— Nei, hann vissi, að hann ótti
engra kosta völ. Hann varð að
heyja þessa baráttu einn, eða alls
ekki. Allt í einu minntist hann gamla
knattspyrnuþjálfarans síns, þegar
þeir áttu að spila á móti liði, sem
var sérlega hart í horn að taka,
hafði hann alltaf aukið þeim kjark,
með því að segja: — Þeir eru aldeil-
is ekkert öðruvísi en þið; þeir geta
ekki farið í nema aðra skálmina í
einu. Þetta hafði haft góð áhrif þá.
Ef til vill var einnig hægt að nota
það nú. Hub var enginn supermað-
ur. Það hlaut að vera hægt að fella
hann. Andy vissi, að hann gat ekki
barizt við reynslu og vöðvaafl, en
hann hafði sína skynsemi — og nú
hafði hann einnig vopn.
Þegar hann komst í einveruna
uppi í herbergi sínu, sá hann, að
vopnið kom honum ekki að neinu
haldi. Stolna skambyssan var .32,
en skotfærin, sem hann hafði keypt
sér, voru .38. Svo hann varð að
nota skynsemina eingöngu.
En það varð að gerast með list og
umhugsun. Ennþá stóð hann ekki
nógu vel, til að geta mætt óvininum
jafnfætis.
Hann tók símann og hringdi til
framkvæmdastjóra síns.
Vecchio var þreyttur og niður-
dreginn. — Ég hafði hugsað mér að
heimsækja þig seinna í dag, Andy.
Við neyðumst til að taka einhverj-
ar ákvarðanir varðandi framtíðina.
Það lítur út fyrir, að þeir sem ætluðu
að standa fjárhagslegan straum af
fyrstu kvikmyndinni þinni, séu nú
að draga sig til baka. Þeir segja,
að þetta mál muni skaða kvikmynd-
ina, þegar hún kemur fram.
— Við getum athugað það seinna,
sagði Andy og hafði ekki minnsta
áhuga. Svo bætti hann við, eins og
af tilviljun: — Heyrðu annars,
Rocco — ég hringdi eiginlega til að
biðja þig að senda mér ýmiskonar
upplýsingar um þá, sem vinna fyr-
ir mig. Lögreglan hefur spurt mig
mikið út úr um þessi mál, en ég
veit svo sáralítið um þau.
— Ég skal senda þér þær undir
eins. En hvernig gengur þér annars,
Andy? Mér finnst annað hljóð í
þér en venjulega.
— Ætli það sé ekki af því að ég
er ennþá timbraður, svaraði Andy.
Hann var þakklátur fyrir viðvörun-
ina. Ef Vecchio gat í gegnum sim-
ann fundið hinn nýja viljastyrk
hans, varð hann að gæta sín sér-
staklega vel, þegar hann stóð
frammi fyrir þeim, sem hættuleg-
astur var. Hann varð að halda
áfram að leika hlutverk hins ráð-
vilta kjána; það var bezta vörnin.
En myndi líða nokkur tími, áður
en Andy fengi plöggin, og hann
fann með sér óviðráðanlega starfs-
löngun. Ónothæfa skammbyssan
minnti hann á, að það gæti komið
sá tími, að hann hefði þörf fyrir
áreiðanlega skambyssu. Eftir því
sem hann bezt vissi, var ekki ann-
að vopn í húsinu.
Hann fór niður ( bílskúrinn, tók
sportbílinn og ók inn í næsta verzl-
unarhverfi. Þar gekk hann frá bíln-
um og fór inn í stóra sportvöru-
verzlun. Afgreiðslumaðurinn kom
á móti honum: — Hvað get ég
hjálpað yður með, hr. Paxton?
spurði hann.
— Mig langar að sjá ....
Einhverra hluta vegna fannst
honum hann þurfa að líta við. Það
gat ekki hafa verið hljóð, því Hub
hreyfði sig hljóðlaust eins og kött-
ur. En þarna stóð hann beint fyr-
ir aftan Andy og horfði á hann,
með örlítið bros á vörunum. Aðeins
fullkominn leikari, — sem Andy alls
ekki var, — hefði getað dulið undr-
un sína. Andy fannst, að hann
hefði stokkið hæð sína í loft upp.
En Hub sá aðeins undrunina, ekki
hræðsluna ( andlitssvip hans. —
Halló, sagði hann. — Ekki ætlaði
ég að gera yður hræddan.
En Andy var hræddur. Auðvitað
var honum Ijóst, að einhvern tíma
yrði hann að standa andspænis Hub,
en hann var ekki undir þetta búinn.
Honum heppnaðist að pressa fram
bros. Allt var undir því komið, að
Hub grunaði hann ekki.
— Ég átti alls ekki von á að hitta
yrður hér, sagði hann, sem satt var,
en bætti svo við, síður sannleikan-
um samkvæmt: — Gaman að sjá yð-
ur aftur, Hub.
— Ég var á leið heim ( leigubd,
þegar ég kom auga á bílinn yðar,
svo ég bað bílstjórann að setja mig
úr hér.
Hub hafði verið í fangelsi, svo
Andy neyddist fil að sýna einhvers-
konar samúð og umhyggju: — Ég
bað lögfræðinginn minn að setja
tryggingu fyrir yður. En þér hafið
greinilega bjargað yður sjálfur?
— Já, það gekk mjög auðveld-
lega. Ég á smá jarðarskika, sem ég
gat sett sem tryggingu. Ég get alltaf
bjargað mér sjálfur?
Það var Andy ekki ( nokkrum
vafa um. Með þá vitneskju, sem
hann nú hafði, sá hann Hub í
fyrsta sinn eins og hann raunveru-
lega var. Það, sem Andy hafði fram
til þessa virzt ró og festa, kom nú
fram eins og steinhart kæruleysi.
Ljós augun voru ekki róleg og al-
varleg, heldur hörð og tjáningar-
laus. Jafnvel þessi drafandi rödd
var aðeins dulið urr. Hans raun-
verulegi persónuleiki auðkenndi
hvert orð, hverja hreyfingu.
Hub virtist nú verða Ijóst, hvers-
konar verzlun Andy var staddur (:
— Ætlið þér að stækka vopnabúrið,
hr. Paxton? spurði hann.
— Nei, ein skambyssa er nóg
handa mér, sagði Andy. Hub mátti
ekki fá grun um, að hann hefði
uppgötvað leyndardóm skambyss-
unnar. — Ég ætlaði bara að kaupa
svoKtið af kúlum í viðbót. Hann
snéri sér að afgreiðslumanninum
sem stóð þolinmóður og beið: — Ég
ætlaði að fá einn kassa af skam-
byssukúlum. 38.
— Sjálfsagt. Ætlið þér að stað-
greiða, eða á að skrifa það?
— Staðgreiða, takk. Andy fálm-
aði ( vasa sinn, en fékk svo allt
í einu nýja hugmynd: — Æ, hver
skrattinn, nú hef ég gleymt veskinu
mínu. Eruð þér með nokkra pen-
inga á yður, Hub?
— Já, já, já, fullt af þeim. Hub
fylgdi afgreiðslumanninum, sem
var að pakka skotunum inn hjá pen-
ingakassanum.
Andy svipaðist hratt um. Enginn
horfði ( áttina til hans. Lipur eins
og áll renndi hann sér inn fyrir
borðið og opnaði lina renniloku.
Hann kreppti höndina um stutt-
hleypta skambyssu. Á næstu sek-
úndu hafði hann stungið henni und-
ir skyrtuna. Andy hafði aldrei stol-
ið neinu áður, en nú var ekki rétti
tíminn til að hafa siðferðisgrillur.
Hann neyddist til að hafa vopn.
Titrandi af taugaóstyrk yfir
dirfsku ,sinni gekk hann í flýti út
10. kafli.
Þegar pakkinn með upplýsingun-
um um starfsliðið var kominn, tók
Andy möppuna, sem merkt var
HUBBARD CHARLES WILEY, og tók
að pæla í gegnum hana. Eftir fimm
mínútur vissi hann jafn mikið um
lífvörðinn og nokkur annar maður
i
22 VIKAN 35. tbl.