Vikan

Útgáva

Vikan - 02.09.1965, Síða 30

Vikan - 02.09.1965, Síða 30
EGGERT KRISTJANSSON & CO Hr SlME 11400 UhíGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþejkkta konfekt frá N Ó Á. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA1 PaS e1 alttaf uml lelkurlnn í hínnl Yhd- Istrlð okkttr. H4n hefnr faltS Srklna hans Nóa etnhvers staSár 1 MaSInu' og hcltlr g6Sum verSlaunnm handa l?elm, sem getur funðlð tSrklna. TerSIaunln.era stór Icon- fektkanl, fuUnr af hezta honfektt, oe fraulelSandinn er aujSvltatt BieÍ(«ettsgerS- in Nií. ðHda m * Uh < SlSast er flregl* var hlant verSlaunin: Magnús Gunnarsson, Vi„„i„ganna má vitja í skrifstofu V Litlagerði 14, Reykjavík. Vikunnar. 35. tbl. . um er óþægilegur, — og ekki bætir blessuð peningalyktin úr skák. Sam- ræður verða að fara fram með ekki mera en hálfs meters fjarlægð milli munns og eyra, og þá þarf að nota hæstu tóntegund í þokkabót. Þarna inni segir maður aldrei já, ne, nei, heldur kinkar koili eða hristir höf- uð. Gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas. 90 — 94 dec. I salnum þar sem vélasamstæð- urnar þvo flöskurnar, fylla þær með kjarnavökva, vatni og kolsýru, smella töppunum á og líma miðana síðan utan á þær, er að sjálfsögðu töluverður dynur, sem mældist nokkuð jafn um 90 decibels þar sem hæst lét. Vð vélarnar vinna margar stúlkur. Sumar skoða flösk- urnar, aðrar innihaldið og gera ým- is smávik til aðstoðar við vélasam- stæðuna. Á meðan við stóðum þarna við að mæla, æpti ein stúlk- an upp með vissu millibili. Við komumst aldrei að því hvaða stúlka það var, hvað hún gerði, né hvað hún hrópaði. Mér heyrðist hún endi- lega hrópa á hjálp, og í fyrsta sinn, sem ég heyrði ópið, brá mér við og ætlaði að taka á rás til að hjálpa henni. En ég áttaði mig strax þeg- ar ég sá að engum öðrum brá við þetta, og rétt á eftir hrópaði hún aftur „Hjálp". — Eða kannske það hafi verð eitthvað annað, sem starfsfólkið skildi aðeins. En auð- vitað varð hún að æpa svo hátt að það heyrðist yfir vélagnýinn, því annars hefði hún alveg eins getað sparað sér röddina. Hrópið var því nákvæmlega fjórum decibelum hærra, eða 94, og auðvitað verð- um við að taka það með í reikning- inn þegar við mælum hinn eðlilega hávaða þarna inni. Annars fræddi verkstjórinn okkur á því að þessi hávaði væri hreinn barnaleikur á móts við það, þegar flöskurnar springa undan þrýstingnum, en við voru ekki svo heppnir að hitta á slíkt. Prentsmiðjcin HILMIR. 85 — 90 dec. Okkur fannst hægust heimatökin með prentsmiðjuna ekki síst vegna þess að prentararnir hafa sí og æ verið að kvarta yfir hávaðanum. Þeir hafa fullyrt að hann gerði hvern mann vitlausan, og mér er nær að halda að þeir hafi rétt fyrir sér. Ekki þar fyrir, að það dett- ur víst fæstum í hug að það gangi hávaðalaust fyrir sig að prenta VIKUNA, oq ef allur hávaðinn væri samankominn á einn og sama stað — rifrildið á ritstjórninni, blaðrið í skrifstofustúlkunum, símahringing- arnar í auglýsingadeildinni, bítla- músik í útvarpshátölurum um allt hús oa skellinöðruöskur sendisvein- anna fyrir utan gluggann minn — þá mundi jafnvel ritstjórinn missa rósemina. Sorpeyðingarstöðin. 90 dec. Okkur hafði verið sagt að hávað- inn í Sorpeyðingarstöðinni væri al- deilis óskaplegur, og þessvegna fórum við þangað til að mæla. Ég verð að segja það alveg eins og er, að það var ekki beint skemmtileg stund — ekki beint vegna hávað- ans, sem víða er töluvert meiri — heldur voru aðrar og kannske um- deilanlegar ástæður fyrir því. Það er nefnilega þar, sem hinn frægi áburður „Skarni" er framleiddur, og það er ekki lengur leyndarmál hvernig lyktin er af honum. Þegar við hana bætist allskonar önnur ólykt af úrgangsefnum borgarbúa, rotnuðum, mygluðum, súrum, kæst- um og úldnum, blönduð reykjar- stybbu af brennandi sorpi, sótfoki, fjaðrafoki, bréfafoki og allskonar öðruvísi foki, þá finnst manni kannske minnst til um hávaðann sjálfan. Enda er líklega flestum sama, nema tveim mönnum, sem vinna þar sem hávaðinn er mest- ur. Ég vona bara að þeir hafi gott kaup, því það eiga þeir skilið. Kvarnirnar mala ruslið með jöfn- um hávaða, sem mældist um 90 dec., og byggingin skaif og nötraði eins og í 10 stiga jarðskjálfta. Taunus 12 M — Cardinal. 60 dec. Sextíu decibelar í framsætinu í Cardinal er svipað og mal í tveggja ára kettlingafullri læðu. Þessi mæl- ing er miðuð við lausagang eða akstur á sæmilega sléttum, malibk- uðum vegi — og auðvitað að kon- an sé heima. Það kemur bílnum ekki við, þótt hávaðinn mælist allt upp í 80 dec. í akstri fyrir ofan Rauðavatn, með útvarpið í gangi, krakkana afturí og frúna sem að- stoðarbílstjóra frammí. Sá reikning- ur ætti að sendast til Vegamála- stjóra, útvarpsstjóra og séra Bjarna En þá eru mörkin komin það hátt, að ef maður ætlar að biðja konuna vinsamlega um að loka gluggan- um hjá sér svo maður geti kveikt sér í pípu, þá þarf að belgja sig upp í 90 decibela til að heyrist í manni, — og eftir það er frítt spil fyrir allan mannskapinn. i Vickers-Vicount Flugfélags íslands. Sérfræðingurinn fékk fría ferð til Akureyrar á vegum Flugfélagsins, einungis til að mæla hávaðann í vélinni. Ferðin gekk auðvitað slysa- laust, en það ætlaði samt að ganga erfiðlega hjá honum að komast aft- ur heim, því svo mikið var að gera hjá Fiugfélaginu að fjöldi manns beið eftir fari. Sem þýðingarmikill embættismaður og boðsgestur komst hann samt aftur til baka, — og hér er útkoman. Farþegarými: Við flugtak: 95 — 96 dec. A flugi: 80 — 90 dec. Við lendingu: 80 dec. Stjórnklefi: Á flugi: 80 — 90 dec. (þó yfirleitt nær 80). Douglas Dakota Flugfélags íslands. Eins og áður er sagt, gekk ekki vandalaust að komast heim frá Akureyri, en að lokum komst sér- fræðingurinn þó með Douglas Da- 0Q VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.