Vikan - 02.09.1965, Qupperneq 33
forðum, sem hefur afmáð allar
minningar. Til að fylla upp það
tóm hefir hann byggt upp og bú-
ið til fortíð, sem hann hefir hik-
laust sætt sig við og fundist vera
sannleikanmn samkvæm. Hitt
er talsvert margt sem bendir tii
að þarna séu svik í tafli.
Sálfræðingar dáleiddu Fritz
meðan á rannsókninni stóð, en
vegna þess að hann var eitthvað
taugaveiklaður útaf þessu öllu,
notuðu þeir ekki „sodium pentot-
hal“ (hið svokallaða sannleiks-
lyf), sem hefði ef til vill getað
sagt til þess um það hvort hann
væri að segja satt eða ljúga.
Líf Baders í Akron sýnir líka
að það gætu hafa verið ástæður
fyrir hann til að taka upp sína
tjaldhæla og hverfa á brott. Bad-
er-fjölskyldan í Akron var vel
þekkt og gamli dr. Bader var
einn þekktasti tannlæknirinn
þar. Þótt fjölskyldan væri róm-
versk-kaþólsk og bundin sterk-
um fjölskylduböndum, voru þau
öll frekar laus í rásinni. Það var
frekar ýtt undir Larry, tvo bræð-
ur hans og tvær systur að njóta
lífsins og fá það mesta út úr því-
Stórt og fallegt heimili fjölskyld-
unnar var á virðulegum stað 1
borginni, og þar var samkomu-
staður fyrir allt nágrennið. Á
þessu áhyggjulausa heimili lærðu
börnin hvorki að meta peninga-
verðmæti né skyldur.
— Öll fóru þau í eyrað á pabba
sínum ef þau þurftu peninga, seg-
ir einn af vinum fjölskyldunnar.
—- Þau voru í raun og veru öll
spillt af eftilæti, sérstaklega
Larry. Hann átti aldrei eyri í vas-
anum, hann var reglulega kæru-
laus drengur og vildi fá auðæfin
upp í hendurnar ...
Fátthvað hefir líka verið ábóta-
vant við skólagöngu hans. Hann
hætti í háskólanum á fyrsta ári.
Kennarar hans minnast þess að
hann hafi verið í stöðugu pen-
ingahraki, en ekki verið heppinn
á þeim vettvangi. Ein ástæðan
fyrir því að hann hætti í háskól-
anum var sú að hann eyddi mest-
um tíma sínum í að annast ham-
borgarasjoppu, sem hann rak í
nágrenni skólans. Jafnvel á þessu
Akrontímabili af ævi hans, var
farið að bera á sumu, sem seinna
kom fram í lífi hans í Omaha og
gerði svo mikla lukku þar. Hann
átti það til að ganga fram af
vinum sínum með því til dæmis
að háma í sig kjúkling með fiðri
og öllu saman. Þessi fíflalæti
sýndi hann líka sem Fritz John-
son.
í Omaha voru vinir hans bar-
þjónar, fyrirsætux og yfirleitt
fólk sem ekki tók hlutina svo al-
varlega. í Akron var öðru máli
að gegna. Þar voru vinirnir yfir-
leitt íhaldssamir og héldu fast
við hefðbundnar venjur. — Ef
einhver úr okkar hópi hefði hag-
að sér eins og Fritz Johnson
gerði, segir einn af þeim, — eins
og til dæmis a,tviki6 naeð flagg-
\r
SUMftRIIUKI
Til þess að auðvelda íslendingum að lengja hið sfutta sumar
með dvöl í sólarlöndum bjóða Loftleiðir ó timabilinu 15. sept.
til 31. okt. og 1. apríl til 31 maí eftirgreind gjöld:
w|sm||
1111
Fram og aftur milli:
ÍSLANDS . . . jg^gKi AMSTERI
Æf . BJÖRGVf
mkjX . . . 'f " ' BRYSSEL
ssðmpl
liii
■ : "l: 1
•x;::Xv
■ S
ST0KKHÓLM5
;N' '•- • ••’•’ ’•’’
Gerið svo vel að bera þessar tölur saman við fluggjöldin ó öðrum órstímum, og þó verður augljóst hve
ótrúleg kostakjör eru boðin ó þessum tímabilum.
Fargjöldin eru hóð þeim skilmólum, að kaupa verður farseðil bóðar lciðir. Ferð verður að Ijúka innan
eins mónaðar fró brottfarardcgi, og fargjöldin gilda aðcins fró Reykjavík og til baka.
Við gjöldin bætist 7Vi% söluskottur.
Vegna góðrar samvinnu við önnur flugfclög geta Loftleiðir útvegað farseðla til allra flugstöðva.
Sækið sumaraukann með Loftleiðum.
ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM.
OFTIEIDIR
stöngina og líkvagninn, hefði
hreinlega enginn yrt á hann
framar ...
Larry fékk töluvert kaup í Ak-
ron, en aldrei nóg til að borga
reikninga sína og afborganir af
nýjum bíl og 17.000 dollara veði
sem hvíldi á húsinu hans. Það
kom síðar í ljós að hann hafði
dregið saman með því að svíkja
undan skatti á árunum 1952 —
1957. í maí 1957 voru smáskuld-
ir hans 2.400 dollarar og mjólk-
ursalinn var búinn að hóta hon-
um að hætta að láta hann hafa
mjólk fyrir börnin, ef hann ekki
borgaði. Mary Lou var ófrísk
einu sinni enn. Það gæti því ver-
ið að Larry hafi fundizt of þröngt
um sig.
— Larry vildi lifa hátt og
skemmta sér, segir einn af ná-
.búunum í Akron, — en konan,
börnin og allar skuldirnar voru
honum fjötur um fót. Það getur
verið að hann hafi bara stungið
af...
Jafnvel faðir hans, tannlæknir-
inn virðist hafa haft einhvern
grun um að ekki væri allt með
felldu. — Ég get ekki bent á
neitt sérstakt, sagði hann við lög-
regluna þegar sonur hans hvarf.
— En það er einhver óþverralykt
af þessú ...
Flestir sálfræðingar munu vera
á eitt sáttir með það, að þótt það
sé sjaldgæft að sjúklingur, sem
þjáist af algeru minnistapi, byggi
upp fyrri ævi sína og búi til at-
vik sem fylla upp í eyðurnar, er
það þó mögulegt.
Sálfræðingurinn dr. Oskar
Diehtelm, sem var yfirmaður
Payne Whitney Clinic í New
York, heldur því fram að skýr-
ing Fritz á fyrra lífi sínu gæti
verið sambland af móðursýki og
ósjálfráðri óskhyggju.
Fritz, eins og hann kallar sig
ennþá, er fús til að tala um þessa
atburði síðustu vikna. Hann virð-
ist vera heiðarleikinn sjálfur og
eftir því opinskár. En hann vill
ekkert tala um árin áður en þetta
tvöfalda líf hans var ljóst. -—
Mér þykir það leiðinlegt, en
læknarnir hafa varað mig við því
að vera að grufla í þessu, það
gæti skaðað mig ... *•
Ég giftist aldrei aftur
Framhald af bls. 9.
vistarskóla, þar sem hann gæti bú-
ið hjó fjölskyldu kennara nokkurs,
sem ótti barn á svipuðum aldri og
VIKAN 35. tbL gg