Vikan

Issue

Vikan - 02.09.1965, Page 37

Vikan - 02.09.1965, Page 37
uppgerðar. Hafði konungurinn ungi tekið sömu stefnu? Þegar Angelique yfirgaf danssalinn, kom hirðsveinn með seðil til hennar. Hún sneri sér undan, meðan hún las hann. Það var frá Colbert. Þér getið álitið stöðu þá við hirðina, sem þér sóttuð um, veitta, gegn þeim skilmálum, sem talað var um. Nafnbót yðar sem konsúll Frakklands mun berast yður í hendur á morgun. Hún braut saman seðilinn og renndi honum í tösku sína. Örlítið bros lék um munnvik hennar. Hún hafði unnið að lokum. Og, þegar allt kom til alls, var ekkert svo skrýtið við það að mark- greifafrú væri konsúll Frakklands, þegar barónessur voru fisksölu- konur, hertogafrúr seldu leikhússæti, hermálaráðherrann rak póst- vagnaáætlun og lastafyllsta fólkið við hirðina naut blessunar kirkj- unnar. II hluti PHILIPPE 10 KAFLI Angelique lét þjónustuliðið og Gilandon stúlkurnar fara, og háttaði sig hægt. Hún var of önnum kafin að hugsa um síðustu sigra, til að og gerði sér ljóst, að hún gat átt von á því versta. Þessvegna hafði henni bráðlegið á að gera þessa samninga, sem nú höfðu farið fram, sjálfri henni til varnar gegn eiginmanninum. En ekkert heyrðist frá Philippe. Hún komst að raun. um, að hann hafði farið að votta konunginum virðingu sína, og konungurinn hefði tekið bliðlega á móti honum. Síðan hafði hann sézt hjá Ninon de Len- clos í París. Hann hafði einnig farið tvisvar á veiðar með konunginum. Og þennan dag, meðan hún var að undirskrifa skjölin hjá Colbert var Philippe á veiðum í skógum Marly. Hafði hann ákveðið að láta hana eiga sig? Hún óskaði þess að hún gæti trúað því, en Philippe átti óuppgerðar sakir við hana. Það var líklegra, að þögn hans væri eins og þögn tígrisdýrsins, þegar það býr sig til stökks. Angelique andvarpaði. . Djúpt sokkin í þessar hugsanir, losaði hún blússuna og lét nælurnar, eina á eftir aðra, á demantabakkann. Þegar hún hafði farið úr blúss- unn, losaði hún axlaböndin á pilsunum sínum þremur og lét þau falla niður um fæturna. Síðan steig hún upp úr pilsunum og tók af stól- baki náttslopp úr örþunnu blæjulíni, sem Javotte hafði lagt fram handa Hverjir eru kostirnir? SÖLUUMBOÐ UM ALLT LAND. REYKJAVfK: HÚSPRÝÐI H.F. Laugaveg 176 — Símar 20440 — 20441. Ekki þarf að bíða efiir að forþvotti Ijúki, til þess að geta sett sápuna í fyrir hreinþvottinn. Að loknum hreinþvotti bætir vélin á sig köldu vatni (skolun úr volgu) og hlífir þannig dælubúnaði við ofhitun. Sparneytnar á straum (2,25 kwst.) Afköst: 5 kg af þurrum þvotti. Ryðfrítt stál. Forþvottur Hreinþvottur, 95° C. 4 skolanir, þeytivindur á milli og síðan stöðugt í 3 mín. eftir síðustu skolun. Sérvöl fyrir viðkvæm efni, gerfiefni og ull. Forþvottur eingöngu ef óskað er. 2 völ fyrir hreinþvott. Hæð: 85 em. Breidd: 60 cm. Dýpt: 57,5 cm. LAVAMAT „nova D", LAVAMAT „regina", TURNAMAT. BRIÐURNIR ORMSSON H.F. AEG IAVAHAT „doh D ii þola sýsl þeirra í kringum sig. Fyrr þennan sama dag hafði yfirfram- kvæmdastjóri hennar afhent Mademoiselle de Brienne fjögur hundruð livres i reiðufé og hún hafði móttekið embættisbréf sitt frá konung- inum á skrifstofu Colberts. Hún hafði undirritað fjöldan allan af skjölum, þurrkað blaðsíðu eftir biaðsíðu með sandi, borgað meira en tíu þúsund livres í skráningargjöld og annan nauðsynlegan kostnað. Hún gæti ekki verið ánægðari, fyrir utan áhyggjurnar, sem fólust í huga hennar varðandi Philippe. — Hvað myndi hann segja þegar hann kæmist að Þessu? Fram að þessu hafði hann barizt á móti dvöl hennar við hirðina og gefið henni til kynna, að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að koma henni þaðan burtu. En dvöl hans i Bastillunni og herskyldan hafði gefið Angelique nægan tíma til að koma málum sínum í horf. Og nú var hún sigurvegari, en ekki kviðalaus. Philippe var kominn frá Picardi fyrir viku. Konungurinn hafði sjálfur tilkynnt Madame du Plessis þessa staðreynd og lagt áherzlu á hversu mikinn þátt ósk hans um að vera henni til geðþótta hefði átt i því, að hann þurrkaði út misgjörðir hins óhlýðna Philippe, þegar hann óhlýðnaðist fyrirmælum konungsins og tók þátt í einvigi móti lögunum. Angelique þakkaði hans hátign og velti þvi siðan fyrir sér, hvernig hún ætti að haga sér. Hvernig átti eiginkona að koma fram gagnvart eiginmanni, sem hafði verið kastað í fangelsi vegna þess að hún hafði haldið fram hjá honum? Hún var í vafa, en allt benti til þess, að eig- inmaður hennar væri ekki í neinum vafa. Það hafði verið hlegið að honum, konungurinn hafði ávítað hann, og allir vegir höfðu lokazt fyrir honum. Philippe gat varla verið vingjarnlega stemmdur gagnvart henni. Hún velti fyrir sér, hve margar sakir Philippe hafði á hendur henni henni. Svo beygði hún sig niður til að losa safírsokkaböndin, sem voru skreytt með dýrustu gimsteinum. Allar hennar hreyfingar voru hægar og silalegar. Þessar síðustu vikur hafði hún misst sína venjulegu snerpu og viðbragðsflýti. Um leið og hún tók af sér armböndin, gekk hún í áttina að snyrti- borðinu, til að láta þau á sinn stað. Stóri, ávali spegillinn sýndi hana í gullnu ljósi kertisins. Með nokkrum dapurleik virti hún fyrir sér fullkomna fegurð andlits síns og ferskan lit kinna og vara. Knipplingar náttsloppsins undirstrikuðu æskufegurð axla hennar og þéttan hálsinn, sem reis upp frá þeim. — Þessir Point de Venise knipplingar eru sannarlega fallegir. Col- bert hefur rétt fyrir sér i því, að vilja fá þá framleidda í Frakklandi. Hún hristi knipplingana með fingrunum. Perlumjúkt hörund hennar virtist glitra í gegnum næstum gagnsætt efnið. Knipplingaborði lá niður yfir brjóst hennar og geirvörturnar gægðust fram milli þeirra eins og fjólur fram úr laufbúsk. Angelique lyfti nöktum handleggjum til að losa perlufestina, sem hún hafði vafið eins og kórónu um hár sitt. Hárið féll í mjúkum lokk- um niður á borðið. Jafnvel með þanið kviðarhol var hún dásamleg. Þessi lúmska spurning, sem de Lauzun hafði lagt fyrir hana, klingdi stöðugt fyrir eyrum hennar: Handa hverjum? Hvernig gat líkami hennar verið svona lokkandi fyrir einum, þegar annar var gerssim- lega blindur fyrir töfrum hans? Hún andvarpaði aftur, um leið og hún tók morgunslopp úr rauðu silkilérefti og vafði honum um sig. E'n hvað ætlaði hún að gera í kvöld? Hún var ekki syfjuð. Átti hún að skrifa Ninon de Lenclos? Eða Madame de Sévigné, sem hún hafði trassað mjög upp á síðkastið? Eða átti hún að fara yfir VIKAN 35. tbl. gy

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.