Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 40
 OG MAÐUR LOSNAR VIÐ NUDDIÐ - FER SÉRSTAKLEGA VEL MEÐ HENDUR YÐAR EITT SPRAUT ÞVÆR ALLA DISKANA fOH SPáKKUNG D!SH[g ALDREI HEFUR MÉR l.ÐIÐ BETUR " VIÐ UPPÞVOTTINN! j JA - ÞAÐ RENNUR AF MANNI FITAN... að ég hefði gifzt þér, ólétt eftir einhvern annan. Philippe var að draga á sig hanzkana á ný. Hann leit á hana skugga- legum augum, næstum reiðilegum. -—Þrátt fyrir götótta menntun get ég ennþá talið upp að níu. Ef barnið væri ekki mitt, myndi náttúran hafa neytt þig til að sýna Það frammi fyrir alheimi. Og bótt þú svífist einskis, og þér sé til flestra hluta trúandi, myndi ég ekki trúa jafn fyrirlitlegu athæfi um þig. — Það er ekki óalgengt með konur. Og frá manni, sem hatar þær eins og þú gerir, átti ég ekki von á sliku trúnaðartrausti. — Þú ert ekki eins og aðrar konur, sagði hann. — Þú ert mín Tcona! Svo skálmaði hann burt og skildi hana eftir með dagdrauma sína og tilfinningu, sem líktist von. Á vetrarfölum morgni í janúar, þegar daufir geislar sólarinnar endur- vörpuðust af snjónum inn á dökkt veggfóðrið á herbergisveggjum Ange- lique, fann hún að timi hennar var kominn. Hún lét sækja Madame Cordet. Margar kunningjakonur Angelique höfðu mælt með henni, því hún var sterk og ákveðin og hafði einnig til að bera gott skap. Hún kom með tvær aðstoðarstúlkur til að láta meira bera á mikil- vægi sínu, og lét setja upp stórt grindaborð við eldinn, svo, eins og hún sagði, „það færi betur um hana meðan hún ynni.“ Kolaker var sótt til að auka hitann i herberginu. Þjónarnir voru látnir vefja litla sívalninga af línskafi og sjóða vatn í koparkötlum. Madame Cordet tók að sjóða lækningajurtir og ekki leið á löngu, Þar til herbergið angaði eins og engi undir sumarsól. Angelique var afar taugaóstyrk og skapbráð. Hún hlakkaði síður en svo til fæðingarinnar og óskaði þess, að einhver önnur kona gæti fætt barnið fyrir hana. Hún hafði ekki eirð til að liggja kyrr í rúminu, heldur skálmaði fram og aftur um herbergið og nam staðar í hvert skipti, sem hún fór fram hjá glugganum, til að horfa á snæviþakið strætið. Gegnum litlu, blýfelldu rúðurnar, gat hún aðeins greint dauf- ar útlínur þeirra, sem framhjá föru. Þetta var daginn eftir þrettándan, og allir Parísarbúar voru aumir i hálsinum eftir að hrópa „Kóngurinn drekkur", veikir eftir að éta yfir sig af hinni stóru tólf nátta köku og að drekka bikar eftir bikar af víni. Á Hötel de Beautrellis hafði verið mikil veizla. Florimond var kóngurinn og bar gullkórónu úr pappa og skálaði við alla. 1 dag voru allir syfjaðir og geispandi. Sannarlega vel valinn dagur til að fæða barn! I óþolinmæði sinni spurði Angelique stöðugt um eitt og annað í heimilishaldinu. Hafði fátæklingunum verið gefnar matarleifarnar? Já. Farið hafði verið með fjórar körfur til Krypplingsins um morg- uninn. Tvær körfur hafði verið farið með til Bláu barnanna, munaðar- leysingjanna í Temple hverfinu og til Rauðu barnanna, munaðarleys- ingjanna í Hótel Dieu. Höfðu borðdúkarnir verið settir í bleyti? Geng- ið frá diskunum? Hnifarnir hreinsaðir með pimpsteini? Madame Cordet reyndi að róa hana. Af hverju þurfti hún að hafa áhyggjur af slíkum hlutum, þegar hún hafði fullt af þjónum og gat látið heimilisliðið um alla þessa hluti. Nú sem stóð hafði hún miklu mikilvægara hlutverki að gegna. En Angelique vildi ekki hugsa um það. — Það skyldi engin trúa, að Þetta væri þriðja barnið yðar, sagði ljósmóðirin i ávítunartón. — Þér látið eins og þetta væri fyrsta barn! 1 raun og veru hafði hún ekki látið svona í hin skiptin. Hún minntist þess, hve þögul og róleg hún var, þegar Florimond fæddist, jafnvel þótt hún væri hrædd. Hún hafði miklu meira hugrekki þá og alla varaorku hins unga dýrs, sem ekki hefur lifað nógu lengi til að efast um getu sína. Nú höfðu óf mörg skakkaföll tekið á viljaþrek hennar. Taugar hennar voru þandari. — Barnið er of stórt, stundi hún. — Hin voru ekki svona stór. —• Uss, ekki segja mér þessa vitleysu. Ég sá yngri strákinn hérna fyrir utan. Eftir því að dæma hve stór hann er núna getur ekki hafa kitlað mikið með honum þegar hann kom út. Þegar Cantor fæddist! Hana langaði ekki að minnast þeirrar mar- traðar, þeirrar dökku, köldu þjáningar og sorgar. Þegar hún minntist hins hræðilega fátækrasjúkrahúss, þar sem svo mörg saklaus börn ráku upp sína fyrstu hrinu, skammaðist Angelique sín fyrir umkvart- anirnar og reyndi að hafa stjórn á sér. Að lokum samþykkti hún að setjast í stóran hægindastól með sessur við mjóbakið og skammel undir fótunum. Önnur Gilandonstúlkan bauðst til að lesa fyrir hana bænir, en Angelique sagði henni að fara út að ganga. Hvað hafði svona krakkakjáni að gera inni í fæðingarstofu? Hún sagði henni að hafa upp á de Lesdiguiéres djákna og ef þau gætu ekki fundið neitt til að tala saman um, gætu þau beðið fyrir henni eða farið og fórnað kertum I Saint-Pauls kirkjunni. Smám saman urðu hríðirnar ákafari og tíðari og Madame Cordet lét hana leggjast á borðið fyrir framan eldinn. Angelique reyndi ekki að halda aftur af ópunum, þegar andartakið nálgaðist og ávöxturinn, reiðubúinn til að falla, virtist ætla að rífa upp með rótum, tréð, sem hann hafði nærzt á fram til þessa. Hún hafði hellu fyrir eyrunum af eigin hrópum. Eins og í fjarska heyrði hún vagn koma heim að dyr- unum og hurð skellt. — Ó, Monsieur markgreifinn! sagði Thérése. Hún skildi ekki, hvað hún var að fara fyrr en hún sá Philippe standa við höfðalagið, athyglisverðari en nokkru sinni fyrr, meðal þessara kvenna, sem voru önnum kafnar við Það, sem eingöngu kvenfólk átti að sýsla við. Hann var í hirðklæðum, meira að segja með sverð, knippl- ingalíningarnar, hárkolluna og hattinn með hvítu fjöðrinni. —■ Philippe, hvað ert þú að gera hér? Hvað vilt þú? Af hverju komstu? Hann var kuldalegur og hrokafullur á svip: — I dag fæðist sonur minn. Ég gæti víst ekki haft áhuga fyrir því? Hneykslun Angelique vakti hana aftur til meðvitundar. Hún reis upp við dogg: -— Þú komst aðeins til að sjá mig þjást, sagði hún. — Þú ert skrímsli. Þú ert ruddalegasti, kvikindislegasti, andstyggilegasti heig- ullinn.... E'nn ein hríð þaggaði niður í henni. Hún féll aftur á bak og greip andann á lofti. — Svona, svona, sagði Philippe róandi. — Sóaðu ekki kröftunum svona á mig. Hann lagði hönd sina á rakt enni hennar og tók að strjúka henni um enni og kinnar og muldra orð, sem hún skildi varla, en hljóðið eitt róaði hana. L VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.