Vikan

Tölublað

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 02.09.1965, Blaðsíða 47
Kjólar úr bómull- arefnum með einföldu sniði fara alltaf bezt á litlum telpum. Pífur njóta mik- illa vinsælda á slíkum kjólum, enda auðvelt að strauja bómull- arefni. Kjóllinn hér næst og sá lengst t.h^ eru báðir með svo- kölluðu svuntu- sniði. Reyndar má segja það sama um þann í miðjunni, þar sem skörð eru upp í hliðar hans, en það út- heimtir auðvitað buxur úr sama efni. ÞÆGILEGAR HIRZLUR ÚR TAUI Flestir hafa saumað sokkapoka í skólahandavinnunni, en þar með er hugmyndaflug- inu lokið hvað pokahirzlur snertir. Hér vcrða þó sýndir margbreytilegir og hentugir pokar, þótt myndin njóti sín ekki fyllilega þegar litina vantar. Slíkar hirzlur henta þó betur í sumarbústað eða þvílíku, eða þar sem naglar cru í vegg á annað borð, því að þeir eru varla nógu merkilegir til þess að gera göt á steinvegg fyrir, sem ekki er svo hægt að losna við fyrr cn málað er næst. Hafið efnið tvöfalt og saumið vasana framan á áður cn það er brotið saman. Skiljið eftir op á einni hlið og stingið pappa eða skúmgúmmí þar inn í svo að pokinn verði stífari. Pokinn cr svo saumaður saman og gardinuhringir festir á endana. Það cr ekkert varið i þctta, nema notað sé dálitið hugmyndaflug hvað efnisval og liti snertir. 1. Bleikur poki fyrir ungar stúlkur, rauður hjartalagaður vasi fyrir bréfin frá þeim útvalda og op fyrir mynd af honum, en opið bryddað með sama rauða cfninu og vasinn. 2. Einlitur, gulur poki fyrir greiðu og bursta, en vasarnir cru gulmunstraðir. 3. Þetta er að mínu áliti skcmmtilegasti pokinn, ætlaður í eldhús. Efnið er langs- röndótt, hvítt og svart. Vasarnir eru svo af ýmsum litum og stærðum og mynda skemmtilegt munstur á polcann. í þeim er svo gcymt hitt og þetta smávegis, cins og skæri, flöskuopnari, sleifar og ótal margt flcira. 4. Kringlóttur, köflóttur poki með einum vasa frá miðju. Utan á gamaldags brydd- ing, hvít með dúskum. 5. Einfaldur, grænn poki með einum stórum vasa frá miðju, en neðst til hliðar lit- sterkur og skrautlegur lítill vasi, sem ágætur væri fyrir gleraugun, en stóri vasinn væri notaður fyrir bókina, sem lesin er fyrir svcfninn á kvöldin. 6. Einlitur blár poki með rósóttu loki. Rósóttur lítill vasi í öðru horninu með einlitu loki. Pokinn sjálfur ætlaður fyrir hárrúllur, en litli vasinn fyrir spennur. 7. Hér er vasi yfir vasa, fyrst pokinn sjálfur er síðan síminnkandi vasar til skiptis í gulu og fjólubláu. Ágætur fyrir smáhluti, svo sem gúmmíteygjur, límband og þvílíkt. 8. Saumapokinn er dökkblár með hvit- og bláköflóttum vösum. Vasinn fyrir skærin er langur og mjór, aftur fyrir silkivinzlin breiður og grunnur. Nálapúðinn hangir í lítilli slaufu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.