Vikan - 02.09.1965, Page 48
Sóló húsgögn cru löngu orðin lands-
þekkt fyrir stílfegurð og gæði. Hinir
hreyfanlegu nylon plast tappar á
fótum nýju húsgagnanna eru enn
cin nýjung. Nú leggst mjúkur flöt-
urinn að gólfinu og því cngin hætta
á að dúkurinn eða tcppið skemmisr,
hvernig sem aðstæður, eru. Með því
að kaupa Sóló húsgögn hafið þcr
fulla vissu fyrir fyrsta flokks efni og
vinnu. Munið að eldhúshúsgögnin
verða að vera Sóló húsgögn STKRK
OG STÍLHREIN.
FRAMLEIÐAHDl: SÓLÖHÚSGÖGN HF. HRINGBRAUT121 SlMl:21832
VIKAN 35. tbl.
Hólmganga
Framhald af bls. 20.
of fá mót lialdin. Á 12 mánuð-
um eru haldin 6 opinber mót,
5 á sumrin og 1 innanhúss yfir
veturinn. Svo hittist yfirleitt á
leiðinleg veður, þegar mótin eru
haldin, þannig að árangurinn
verður eftir þvi, en litið sem ekk-
ert gert til að bæta þetta upp.
Þá er það ekki upplifgandi, live
fáir áhorfendur mæta til að
horfa á frjálsíþróttakeppnir.
Maður finnur eiginlega engan
mun á því, hvort um mót er að
ræða eða bara æfingu. Það eru
alltaf sömu fimmtíu hræðurnar,
sem koma.
— En hvað finnst þér um þá
nýbreytni, sem hefur tíðkazt liér
i sumar að hafa keppni i hálf-
leik á knattspyrnukappleikjum?
Jú, þetta er vissulega ánægju-
legt að liafast skyldi að koma
því í gegn. Reyndar stóð í stappi
með það út af pylsusölu á vell-
inum, en þeir bjuggust vist við
að eitthvað myndi draga úr
henni vegna hlaupanna. En það
er mjög skemmtilegt að þetta
skuli hafa verið gert. Það mætti
lika taka fleiri greinar en hlaup.
En það er önnur öldin núna,
miðað við það sem áður var.
Þá þurfti að fá hlaup í liálfleik
á knattspyrnukappleikjum til
þess að fólk kæmi að liorfa á
knattspyrnu. Nú hefur taflið al-
veg snúizt við.
— Hvað er það þá, sem lað-
ar menn frekar til að æfa lióp-
íþróttir en frjálsar?
Menn þurfa ekki að leggja eins
hart að sér í hópíþróttum og i
þeim frjálsu til að ná árangri.
Þar er starfað saman sem ein
heild og frekar hægt að treysta
á náungann þar. En þegar mað-
ur verður einn að sjá um sitt,
lilýtur það að útheimta meiri
æfingu og aukið erfiði, ef ein-
hver árgangur á að nást. Svo eru
íþróttadálkar dagblaðanna yfir-
leitt helgaðar hópíþróttum að
miklu leyti. Ég get sagt þér dæmi,
að i sumar náði ég bezta árangri,
sem náðst hefur í hástökki á
Norðurlöndum í sumar. Sum
blöðin minntust á það, en það
blaðið, sem stærir sig af því að
vera ávallt fyrst með fréttirnar
minntist ekki á það einu orði.
Þetta ýtir lítið undir áliuga
manna á frjálsíþróttunum, þeg-
ar ekki er minnzt á það einu
orði, sem vel er gert.
— Og að lokum Jón, livert er
álit þitt á framtíð frjálsiþrótt-
anna?
Það verður að gera gagngcrt
átak í þessum málum ef þær eiga
ekki að koðna niður og hverfa.
En sé haldið vel á málunum,
má hefja þær til vegs og virð-
ingar á nýjan leik. En að lokum
vil ég þakka öllum þeim, sem
hafa hjálpað okkur við æfing-
ar og keppnir, þeir eru ólaunað-
ir við það, og gera þetta i sínum