Vikan

Útgáva

Vikan - 30.09.1965, Síða 22

Vikan - 30.09.1965, Síða 22
FLUG 714 FRAMHALDSSAGAN EFTIR: JOHN CASTLER - ARTHUR HAILEY MYNDSKREYTING: THORD NYGREN 2. HLUTI 22 VIKAN 39. tbl. Spurningin kom eins og svipu- smellur. Dunning flugstjóri starði beint á sænska lækninn. Nokkrar sekúndur liðu, meðan öll þrjú veltu fyrir sér mikilvægi spurningarinn- ar. Síðan svaraði Dunning lágt: — Því miður, sir . . . ég át einn- ig lax! Bertil Fellman leit hugsi á flug- freyjuna: — Við skulum ekki draga fljót- færnislegar áætlanir, sagði hann. — En reynið að ná í töskuna mína sem fyrst. Hann fór aftur fram í flugstjórn- arklefann. Yfir öxl flugmannsins sá hann kalt, hvítt tunglsljósið, sem breytti skýjaþykkninu undir þeim f endalausan snjó, sem aðeins fá- einir fjallatindar gægðust upp úr. Dunning sneri til höfðinu, þegar hann heyrði lækninn koma. — Þér átuð fisk, sagði læknir- inn. — Þér átuð á eftir Pete Dunbar. Hve löngu á eftir honum? — Svo sem hálftíma, svaraði Dunning. Aftur greip skelfingin hann. — , drottinn minn, stundi hann. — Lfður yður illa? spurði Svfinn. Flugstjórinn hristi höfuðið. — Nei, mér líður vel . . . — Gott, strax og ég hef fengið töskuna mína, skal ég gefa yður uppsölumeðal. Mennirnir störðu báðir út f tungls- Ijósið. — Ég þykist vita, að sjálfstýri- tækin geti flogið vélinni ein, sagði læknirinn. — Já, viðurkenndi Dunning. — En þau geta ekki lent vélinni. — Ég held samt, að þér ættuð að setja þau á. Ef þér verðið veikur, koma einkennin snögglega. Hnúarnir á hægri hönd Dunnings hvftnuðu, þegar hann greip um stýr- ið. — Hvernig líður ungfrú Benson? spurði flugstjórinn.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.