Vikan

Tölublað

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 21.10.1965, Blaðsíða 6
Framhaldssacjan efftlr Sergeanne Golon 15. hluti ÞAU KYSSTUST AF ÓLGANDI ASTRÍÐU, SEM GAGNTÓK ÞAU BÆÐI, ÞVÍ HANN HÆTTI EKKI FYRR EN HÚN SVARAÐI LOSTA HANS. EN AÐ LOKUM SLEIT HÚN SIG LAUSA OG HALLAÐI SÉR UPP AÐ STIGAHANDRIÐINU, ÞVi HANA SNARSVIMAÐI. VARIR HENNAR TITRUÐU AF HEITÚM ÞRÝSTING VARA HANS. „Madame," skrifaði konungurinn. „Vér vottum yður samúð vora vegna láts sonar yðar, sem, þótt ungur væri, dó í vorri þjóriustu. Þessi dapurlegi atburður hefur komið oss til að sýna enn meiri áhuga varð- andi framtíð hins drengsins yðar, Florimonds de Morens-Belliére. Þar af leiðandi höfum vér ákveðið að ala hann upp til mikilvægra starfa og munum fyrst um sinn ráða hann til heimilishalds vors sem bolla- bera undir eftirliti Monsieur de Duchesne, fyrsta herramanns í vín- þjónustunni. Vér vonumst til, að hann muni snúa sér tafarlaust að þessum nýju skyldustörfum sinum, meðan vér erum með hernum, og sérstaklega óskum vér þess, að þér fylgið honum til bækistöðva vorra. — Lúðvík." Angelique beit á vörina. Hún starði á konunglega skriftina og velti því fyrir sér, hvað hún ætti að gera. Florimond sem bollaberi fyrir kónginn! Erfingjar stærstu fjölskyldna Frakklands börðust um slíkar stöður, þær kostuðu morð fjár. Þetta var ólýsanlega heiður fyrir hinn litla Florimond. Það kom ekki til mála að hún neitaði þessu, en Ange- lique hikaði við að fara með honum. Hún hikaði í tvo daga. Svo varð henni ljóst, að það var fáránlegt fyrir hana að neita slíku boði, þegar það myndi gefa henni tækifæri til að sjá Philippe aftur og dreifa döprum hugsunum hennar. Hún fór til Saint-Germain til að ná í Florimond. Madame de Montes- pan kom ekki á móti henni. Hún var ennþá í rúminu vegna taugaáfalls- ins, sem afbrýðissemi de Montespan markgreifa haföi valdið henni. öll hirðin var að hlægja að þessum atburði. Þeir fáu, sem viðstaddir höföu verið voru ekkert að liggja á smáatriðum, og þótt þeir hefðu óskað að gleyma því öllu, hefði páfagaukur markgreifafrúarinnar komið í veg fyrir það, þvi hann æpti stöðugt af öllum sinum raddstyrk: Kokk- áll! Kokkáll! — Bins og Pardaillan hafði kallað sjálfan sig! Allir skildu þessi orð, jafnvel þótt þau væru lik hinum venjulegu skrækjum fuglsins. Og þeir skildu lika, þegar páfagaukurinn sagði: Sárasótt, hóran Þín! Því de Montespan markgreifi hótaði að sýkja konu sína af þessum sjúkdómi. Jafnvel þjónarnir gátu ekki haldið aftur af hlátri sínum. Madame de Montespan bar höfuðið hátt og lét sem hún hlægi einn- ig að páfagauknum, en þegar hún sá Angelique, brutust tárin fram og hún spurði, hvað hefði orðið af eiginmanni sinum. Angelique sagði henni að Grande Mademoiselle hefði tekið að sér að róa hann, og fyrst um sinn hefði hann lofað að valda ekki meira hneyksli. Athénais þurrkaði af sér tárin. — Ef þú bara vissir, hvað ég tek út við að sjá hann og hlusta á þennan páfagauk! Ég hef skrifað kóng- inum! Eg vona að hann taki fast á málunum að þessu sinni. Angelique var í vafa um það. En henni fannst þetta ekki heppilegur tími til að segja Madame de Montespan, að konungurinn sjálfur hefði boðið heimi að koma og heimsækja herinn. Vagninn hennar kom til Tabaux seint um kvöld og hún fór beint til krárinnar. Hún hefði getað farið til búðanna, og hún sá varðeldana 1 fjarska, en hún var þreytt eftir tveggja daga ferðalag um slæma vegi. Florimond var sofandi og hvíldi hökuna á krumpuðum knipplingakrag- anum og hárkollan hallaðist á honum. Hann var ekki frambærilegur. Gilandon stúlkurnar voru sofandi með höfuðin aftur á bak og opna munna. „Sverðfinnur" Malbrant hraut eins og orgel. Aðeins de Les- diguiéres djákni bar minnsta blæ virðingar, þrátt fyrir þá staðreynd, aö hann var forskítugur í framan. Hitinn hafði verið hræðilegur og þau voru öil auri ötuð. Þau komust brátt að Því, að kráin var yfirfull, því hinir ýmsu fylgi- fiskar hersins höfðu lagt þorpið undir sig, en fyrir hefðarkonu, sem kom í vagni með sex hestum fyrir, ásamt fyrirferðarmiklu þjónustu- liði, töldu kráareigendur ekki eftir sér að flytja úr sínum eigin hí- býlum. Þau fengu tvær stofur og risherbergi, sem skylmingameistaran- um fannst ákjósanlegt handa sér. Florimond settist að í öðru herbergi með djáknanum, og rúmið í hinu herberginu var rétt mátulega stórt fyrir Angelique og fylgistúlkur hennar tvær. Þau þvoðu sér og nutu ríkulegs kvöldverðar. Þau vissu, að þau urðu að borða vel, til að hafa nóga orku til að standa andspænis kónginum dginn eftir og lifa lífi hirðarinnar á vigvellinum. Gilandonstúlkurnar voru komnar upp I, en höfðu ekki dregið rekkju- tjöldin fyrir. Angelique hafði farið í innislopp og var að ljúka við að bursta á sér hárið, Þegar kvatt var dyra. —• Kom inn, sagði hún. Svo greip hún andann á lofti, þegar hún sá Péguilin de Lauzun í opnum dyrunum. — Hér er ég, fagra frú! Hann læddist á tánum inn i herbergið með fingur á vörum. —• Skollinn hirði mig, ef ég átti von á að sjá yður! sagði Angelique. — Hvaðan komið þér? —• Frá hernum, auðvitað. Eg hafði ekki fyrr fengið fréttirnar af komu yðar, en ég stökk á bak gæðingi mínum.... — Péguilin, eruð þér hér til að koma mér i vandræði? — Vandræði? Vertu ekki svona vanÞakklát. En meðal annarra orða ertu hér ein? —• Nei .svaraði Angelique og kinkaði kolli til Gilandonstúlknanna, sem sváfu eins og sakleysið uppmálað með nátthúfur. — Og hverju máli myndi það skipta? — Vertu ekki svona viðkvæm. Tilgangur minn er flekklaus, að minnsta kosti að því er mig snertir. Hann starði hátíðlegur í bragði upp í loftið. — Ég er ekki hér sjálfs mín vegna, þvi miður. En flýtið yður að koma litlu jómfrúnum yðar héðan út. Hann hvíslaði í eyra hennar: — Kóngurinn er fyrir framan. Hann langar að hitta yður. — Kóngurinn? — Frammi í forsalnum. —• Péguilin, reynið ekki að ljúga að mér. Ég er ekki í skapi til að taka á móti svona kímni. — Ég sver.... — Heldurðu raunverulega, að Þú getir fengið mig til að trúa Því, að kóngurinn.... — Uss! Ekki svona hátt. Hans hágöfgi langar til að hitta yður í 0 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.