Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.10.1965, Side 8

Vikan - 21.10.1965, Side 8
Vandið val yðar KAUPIÐ FATNAÐ Hann fæst í Teddybúðinni, Aðalstræti 9 og í verzlunum um land allt. Dreifingu annast: SOLIDO UMBOÐS- & HEILDVFRZLUN Bolhöttl 4 - Sími 31050 - 38280.. ÖftlO~ ECúlU" og STIMPLAPENNINN FYRIR: Forstjóra Skrifstofufólk Skólafólk I Mjög hentug tækifærisgjöf Höfum ávallt fyllingar fyrirliggjandi. STIMPLAGERÐIN Hverfisgötu 50 (Vatnsstígsmegin). — Sími 10615 — Reykjavík — áfram til aö hjálpa háyfirþjóninum. Konungurinn starði í aðdáun á vangasvip hennar, þegar hún hallaði sér yfir diskinn, og sá hvernig demantseyrnalokurinn kastaði geislum á flauelismjúka kinn hennar. — Hef ég róað samvizku yðar, Madame? — Sire, umhyggja yðar er meiri en ég á skilið. — Þetta er ekki spurning um umhyggju, því miður, kæra litla leik- fang. Hvernig getum við harizt á móti ástinni? Þar er enginn meðal- vegur til. Ef ég get ekki hagað mér auðvirðilega verð ég að haga mér virðulega. Hver venjulegur maður í minni aðstöðu myndi verða að bíta í sama eplið.... Hafið þér tekið eftir, hve vel sonur yðar skipar stöðu sína? Hann benti á Florimond, sem var að hjálpa yfirbollaberanum. Þegar konungurinn óskaði að drekka, gáfu þjónarnir yfirbolláberanum merki. Þá tók hann bakka af hliðarborðinu með vatnsflösku, af hliðarborðinu ásamt krús af víni og bikar. Siðan hélt hann, ásamt Florimond, sem bar bolla smakkarans til háyfirþjónsins, sem hellti öriitlu vatni og vlni í silfurkrúsina sína og rétti yfirbollaberanum, sem. smakkaði á. Nú, Þegar sýnt þótti, að drykkur konungsins væri ekki eitraður, var bikar konungsins, sem Fiorimond hélt eins og hann var kaleikur, fylltur. Florimond gegndi sinu hlutverki með svipuðum hátfðleik og altaris- drengur. Konungurinn hrósaði honum fyrir frammistöðuna og Florimond beygði hrokkinn kollinn i þakklætisskyni. — Drengurinn yðar er ekki likur yður, með þessi svörtu augu og dökka hár. Hann hefur hina þeldökku fegurð suðursins. Angelique roðnaði fyrst en fölnaði síðan. Hjartað stökk kollhnis í brjósti hennar. Konungurinn lagði hönd sína yfir hennar. — Skelfing eruð þér viðkva>rn! Hvenær ætlið þér að hætta að óttast mig? Getið þér ekki skilið, að ég vil yður ekkert illt? Hún gekk með Philippe aftur til baka í gegnum herbúðirnar, Þar sem varðeldarnlr voru rauðir móti tjöldunum, sem báru gulleitan blæ, vegna kertaljósanna, sem loguðu inni fyrir. Tjald Philippe var úr gulu satíni, skreytt með gulli. Þar mátti sjá hárriark hernaðaríburðar. Tvo armstóla úr fágætum viði og langt, tyrkneskt borö, en umhverfis voru mjúkar sessur úr gullbrókaði. Þykkt teppi hafði verið lagt á bera jörðina, og einskonar lághvíla, einnig tepp- um þakin, gaf tjaldinu austrænan svip. Marskálkurinn hafði oft verið ávitaður fyrir iburðinn. Jafnvel konungurinn hafði ekki sliku um- hverfi af að státa. Það snart Angelique djúpt að sjá þetta, Því það sýndi henni enn eina hlið á eiginmanni hennar — enn eina hlið á þessum furðulega mannl, sem naut Þess að ráðast gegn óvinum simim, klæddur í knippl- inga. I kvöld, eftir langa orrustu, voru hringar á fingrum hans, llm- vatn í yfirskegginu og stígvélin gljáburstuð. A morgun myndl hann verða að þola svita, óhreinindi og uppsölu. sem er ófrávíkjanlegur hluti hermennskunnar. Philippe lagði frá sér sverðið. La Violette kom ásamt hinum unga skutulsveini marskálksins. Þeir báru fram kvöldverð með kðkum, ávðxtum og víni. La Violette bauðst til að hjálpa húsbónda sínum úr einkennisbúningnum en Philippe benti honum burt með óbolinmóðri hreyfingu. — A ég að láta senda eftir stúlkunum þínum? spurði hann Angelique. — Ég held, að þess þurfi ekki. Hún hafði skilið Gilandonstúlkurnar og Javotte eftir í umsjá konu kráareigandans og aðeins tekið Theresu með sér. Eftir að hafa hjálpað húsmóður sinni í fötin, fyrr um kvöldið, hafði hún horfið og það virt- ist tilgangslaust að leita að henni. — Þú getur hjálpað mér, Philippe, sagði Angelique og brosti. — Þú átt töluvert eftir ólært í þeim málum. Hún hallaði ástleitin höfði að honum. — Ertu ánægður að fá mig? — Já, þvi miður. — Af hverju því miður? __ Vegna þess að ég get ekki komið þér úr huga mínum. Eg hef orðið að þola vitiskvalir afbrýðissemi, sem mér hefur aldrei verið ljóst, að gætu verið til. — Hversvegna? ílg elska aðeins þig. Hann hallaði enni að öxl hennar, án þess að svara. 1 daufri birtu tjaldsins fannst henni hún aftur sjá lostafull augu konungsins fyrir framan sig. . , , . , Oti fyrir var hermaður að syngja dapurlega þjóðvisu. Það fór hrollur um Angelique. Hún varð að komast burt, yfirgefa Versali og allar veizlurnar. Aldrei að sjá konunginn framar. — Philippe, sagði hún. — Hvenær kemurðu heim? Hvenær getum við farið að lifa saman? Hann hörfaði frá henni og leit á hana með tortryggnum augum- — Lifa saman? Er Það möguleiki fyrir marskálk konungsins og hirðmær í miklum hávegum? — Ég ætla að yfirgefa hirðina og fara aftur heim til Plessis. — Þetta var eftir konu! Sú var tíðin, að ég grátbað þig að fara heim til Plessis, en þú hefðir heldur látið skera Þig 1 stykki en að hlýða mér. Nú er Það of seint. — Af hverju? __ Þú hefur mikilvægum störfum að gegna, sem konungurinn hefur af náð sinni gefið þér. Það myndi gera hann sáróánægðan, ef þú stæðir íkkl undlr þeirri ábyrgð, sem hann hefur lagt þér á herðar. g VIKAN 42. tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.