Vikan

Útgáva

Vikan - 21.10.1965, Síða 19

Vikan - 21.10.1965, Síða 19
 1EFTIRI IéYrIDI INDRÉS BNDRIÐASON BRÆÐUR í Þegar The Swinging Blue Jeans voru hér á ferð, var gítarleikarinn í hljómsveit- inni, Ralph Ellis, hvað eftir annað spurður þessarar sömu spurningar: Ertu bróðir hans John Lennon? Ralph var vanur að svara því til, að hann væri systir hans, en ekki vildu aðdáendurnir sætta sig við það svar og þegar spurn- ingin var ítrekuð, kom í ljós, að enginn skyldleiki var á milli þeirra. Hins vegar eru þeir óneitanlega talsvert líkir, enda sagði Ralph okkur, að hann væri alls staðar spurður að þessu — og sama væri að segja um John Lennon. Hann væri spurður, hvort hann ætti bróður, sem héti Ralph Ellis og léki með hljómsveitinni The Swinging Blue Jeans! THE SEEKERS SJÚ MÍLNA SKÓRNIR Þessa óvenjulegu og skemmtilegu mynd af Erlingi Björnssyni, gítar- leikara í Hljómum tók Sigurgeir Sigurjónsson. Erlingur er fæddur ó Siglufirði 23. nóvember 1944, sonur Ingibjargar Guðmundsdóttur og Björns Ólafssonar. Systkinahópur hans er stór — hann á 14 hólf- systkini. Erlingur leikur á rhytma gítar (Burns) með hinni vinsælu hljómsveit sinni. Hann hefur samiS lagiS „Ef hún er nólægt mér", sem komiS hefur út ó hljómplötu. Eftirlætistónskóld hans eru bítlarnir Jón og Póll, og Gunnar Þórðarson, en beztu hljóðfæraleikararnir aS hans dómi Les Paul, Toni Mottoca og Pétur Östlund. Þessi ungmenni skipa þjóðlagasöngflokkinn „Tlie Seek- ers“. Þau komu alla leið frá Ástralíu til þess að skemmta í Englandi fyrir einu ári, en söng þeirra var svo vel tekið, að þau eru þar ennþá og hafa sent frá sér tvær frábærar hljómplötur: „I’ll never find another you“, sem komst í efsta sæti vinsældalistans og „A World of Our Own“, sem komst í annað sæti. Fyrir skömmu brugðu þau sér í skyndiheimsókn til átthaganna og léku á Olympíuleikvanginum í Melbourne. Hvert sæti var skipað á hinum risastóra leikvangi og fagnaðarlætin voru óskapleg. Þau heita Keith Roger, Athol Guy, Bruce Woodley og Judith Durham. Við skrífum: Þessi dálkur er ætlaður fyrir bréf frá ungum lesendum. ViS munum reyna að birta sem flest bráf hverju sinni ef undirtektir verða góðar og því hvetjum við ykkur til að vera ekki pennalöt! Nú þegar þessi dálkur fer af stað, ætlum við að spyrja þessarar spurningar: Hvað finnst ykkur um passíuhár á ungum piltum? Fyrir beztu bréfin ætlum við að veita verðlaun: hljómplötu eftir eigin vali hjá Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, en þar er jafnan mik- ið úrval af nýjustu og vinsælustu lögunum frá PYE plötufyrirtækinu í Englandi. Tilvera þessa dálks er undir því komin, hve dugleg þið eruð að skrifa. Nafn og heimilisfang verð- ur að fylgja með, en það verður ekki birt sé þess óskað og dulnefni látið fylgja með. VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.